Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 25
25
Þ J Ó N U S T A
ir skipa frá rekstri. „Til að
mynda strandaði skemmti-
ferðaskip í Færeyjum og í
stað þess að fara í slipptöku
erlendis kom skipið hingað til
lands þar sem við löguðum
skipið þannig að það gæti
haldið ferð sinni áfram með
farþegana. Sömuleiðis hef ég
gert við skrokkskemmdir
neðansjávar á mörgum skip-
um og er mér meðal annars
minnistætt þegar ég gerði við
flutningaskip á Grundartanga
sem hafði tekið það illa niðri
út af Álftanesi að við þurftum
að vinna í vinnupöllum undir
skipinu til að geta gert við
sex stór göt sem á það komu.
Stærsta platan sem ég formaði
og sauð fyrir var 2x6 metrar!
Starfsmenn eru jafnan 3-4 í
hverju verki þegar unnið er
að viðgerð neðan sjávar og
jafnvel fleiri ef þannig háttar.
Til að lágmarka kostnað við
einfaldar skoðanir á skips-
hlutum þá erum við einnig
þeir einu hér á landi sem hafa
litla fjarstýrða myndavél til
verksins og þá þarf einungis
til þess einn starfsmann á litl-
um sendibíl.“
Kjartan segir verkefnin
fjölþætt, t.d. skoðanir á botni,
botnhreinsun, skrúfuviðgerð-
ir, lagfæringar á botnstykkjum
og bolviðgerðir. „Með þeim
aðferðum sem við beitum
skiptum við um plötur í
skipsskrokkum, gerum við
skrúfur, réttum bognar skrúf-
ur með þar til gerðum tjökk-
um eða skiptum um þétti-
hringi á skrúfuás. Hér áður
fyrr þurftu skip umsvifalaust
að fara í slipp ef leki byrjaði
með skrúfuásnum en nú
framkvæmum við slíkar við-
gerðir í þurrkví. Þetta er mikil
bylting fyrir útgerðirnar.
Sömuleiðis er algengt að við
tökum að okkur að hreinsa
veiðarfæri úr skrúfum þegar
skip hafa orðið fyrir að fá þau
í hana. Í slíkum verkefnum
skiptir miklu að fá fagmenn
að verkinu því það hefur oft
hent að ekki hefur verið
hreinsað nægilega vel úr
skrúfum og veiðarfærabútar
farið í þéttihringinn á skrúfu-
ásnum og eyðilagt hann. Fag-
menn eins og við kunnum að
forðast að slíkt gerist, enda
kostnaðarsamt,“ segir Kjartan
og tekur fram að með hinni
nýju tækni sé hægt að bjóða
upp á varanlegar viðgerðir í
stað bráðabirgðaviðgerða eins
og áður tíðkuðust.
Förum á staðinn
„Þessi þjónusta hentar mjög
stórum hluta flotans en síst
smærri bátum sem auðvelt er
að taka á land,” segir Kjartan
en starfsmenn Djúptækni
sinna verkefnum bæði hér
innanlands og erlendis.
„Einn af stórum kostum
við þetta er að viðgerðirnar
eru framkvæmdar þar sem
skipið er statt í höfn vegna
hefðbundinnar þjónustu. Við
komum með allan búnað og
mannskap sem þarf til verks-
ins þar sem skipið er statt
hverju sinni og með góðu
samstarfi við útgerð skipsins
og skipulagi er því hægt að
nýta tímann vel til að forðast
eða lágmarka tafir svo ekki
verði rask siglingaáætlun.
Það sparar tíma, fyrirhöfn og
kostnað,“ segir Kjartan Hauks-
son, eigandi Djúptækni.
www.djuptaekni.is
Marel Food Systems hf. hefur
tilkynnt að frá næstu áramót-
um muni nafni fyrirtækisins
breytt í Marel hf. Nafnabreyt-
ingin er liður í samþættingu
þeirra fyrirtækja sem keypt
hafa verið á undaförnum ár-
um og munu þau öll samein-
ast undir hinu nýja vörumerki
og fyrirtækjanafni. Hin vöru-
merkin sem fyrirtækið hefur á
að skipa kunna að vera notuð
áfram í tengslum við ákveðn-
ar vörulínur og í tilteknum
markaðsgeirum.
Gamla Marel nafnið
aftur í notkun
Eins og sjá má eru aðstæðar til vinnu í þurrkvínni nokkuð góðar og því hægt að framkvæma ýmis verk neðansjávar sem
ógjörningur hefði verið áður.
Suðuvinna í djúpinu.
F R É T T I R