Ægir - 01.09.2009, Side 26
26
Kerfisbundin vöktun á óæski-
legum efnum í sjávarafurðum
hófst árið 2003, að frum-
kvæði sjávarútvegsráðuneytis-
ins. Um er að ræða vöktun
bæði í afurðum til manneldis
og einnig í afurðum lýsis- og
mjöliðnaðar. Helstu nytjateg-
undir sjávarfangs eru vaktað-
ar og er fjöldi tegunda
óæskilgra efna sem rannsök-
uð eru á bilinu 60-90. Þeirra
á meðal eru díoxín og díoxín-
lík PCB-efni en þau voru m.a.
hluti af sérstöku átaki sem
ESB mæltist til að færi fram í
aðildarlöndum þess, auk Nor-
egs og Íslands og stóð það
átak til og með árinu 2006.
Einnig eru m.a. mæld PCB,
þungmálmar, varnarefni og
PAH efni.
Langtímaverkefni
Verkefninu „Óæskileg efni í
sjávarfangi“, var hrint úr vör á
árinu 2003. Nú þegar liggja
fyrir töluverðar upplýsingar
um magn efna í íslenskum
sjávarafurðum, en mikilvægt
er að benda á þá staðreynd
að mat á ástandi íslenskra
sjávarafurða með tilliti til
óæskilegra efna er langtíma-
verkefni sem verður einungis
framkvæmt með sívirkri vökt-
un. Með þessu verkefni er
verið að afla upplýsinga á
þessu sviði í fyrsta sinn fyrir
margar nytjategundir sjávar-
fangs. Tilgangurinn með
vöktuninni er að safna gögn-
um til þess að unnt sé að
sýna fram á öryggi íslenskra
matvæla, vernda ímynd og
tryggja útflutningstekjur vegna
sölu á íslenskum sjávarafurð-
um. Gögnin nýtast ennfremur
við áhættumat og eru mikil-
vægt verkfæri í markaðskynn-
ingum á íslensku sjávarfangi.
Óæskileg efni eru mýmörg í
umhverfi okkar og sum þeirra
geta haft neikvæð áhrif á
heilsu manna, en áhrif þeirra
eru í beinu sambandi við
styrk í umhverfi og matvæl-
um.
Vísindaniðurstöður sem
viðbragð við neikvæðri
umfjöllun
Umfjöllun um aðskotaefni í
sjávarafurðum, bæði í al-
mennum fjölmiðlum og í vís-
indaritum, hefur margoft kraf-
ist viðbragða íslenskra stjórn-
valda. Nauðsynlegt er að hafa
til taks vísindaniðurstöður
sem sýna fram á raunverulegt
ástand íslenskra sjávarafurða
til þess að koma í veg fyrir
tjón sem getur hlotist af nei-
kvæðri umfjöllun. Ennfremur
eru mörk aðskotaefna í sí-
felldri endurskoðun og er
mikilvægt fyrir Íslendinga að
taka þátt í slíkri endurskoðun
og styðja mál sitt með vís-
indagögnum. Sem dæmi má
nefna efnahagslegan skaða
sem fiskeldisiðnaðurinn varð
fyrir þegar út kom vísinda-
grein í mjög virtu tímariti en
þar kom fram að styrkur
óæskilegra efna væri mun
hærri í eldislaxi samanborið
við villtan lax.
Gefnar hafa verið út skýrsl-
ur á ensku með niðurstöðum
þessarar vöktunar sem eru
öllum opnar og aðgengilegar
á heimasíðu Matís (www.mat-
is.is). Auk þess hafa þessi
gögn verið gerð aðgengileg á
myndrænan hátt á heimasíðu
Matís undir flipanum „Óæski-
leg efni (aðskotaefni) í ís-
lensku sjávarfangi”. Þessar
upplýsingar nýtast útflytjend-
um, sjávarútvegsfyrirtækjum,
eftirlitsaðilum og fleirum til
að sýna kaupendum íslenskra
sjávarafurða fram á stöðu ís-
lenskra sjávarafurða m.t.t. ör-
yggi og heilnæmis.
Niðurstöður
Niðurstöður vöktunarinnar
benda til þess að sjávarfang
sem veitt er hér við land og
fer til manneldis sé yfirleitt
undir Evrópusambandsmörk-
um (mynd 1). Fyrir fiskimjöl
Höfundar eru Hrönn Ólína Jörundsdóttir og Helga Gunn-
laugsdóttir og starfa þær hjá Matís, www.matis.is.
Hrönn Ólína Jörundsdóttir Helga Gunnlaugsdóttir
R A N N S Ó K N I R
Vöktun óæskilegra efna:
Mikilvægt verkfæri í markaðs-
sókn íslenskra sjávarafurða
Mynd 1. Kvikasilfur mælt í fiski frá Íslandsmiðum 2007. Styrkur er í mg/kg votvikt og fiskar sömu tegundar eru af mismun-
andi stærðarbili og af mismunandi miðum.