Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 33
33
F I S K V I N N S L A N
áform ríkisstjórnarinnar stóra
málið. Fyrningarleiðin er eitt
þeirra stóru mála og fljótt á lit-
ið hlýtur hún að rústa fjöl-
mörgum fyrirtækjum á ein-
hverjum árum og ég trúi ekki
að lagt verði af stað í þá leið
nema viðskiptabankarnir hafi
farið vandlega yfir stöðu og
starfsemi sjávarúvegsfyrirtækj-
anna. Í þessu máli er að störf-
um sátta nefnd sem ætlað var
að skilaði af sér 1. nóvember
og það er mjög vont að niður-
staða í málinu dragist á lang-
inn. Á því hanga nýfjárfesting-
ar í greininni og áætlanir fyrir-
tækjanna inn í framtíðina. Mitt
mat er því að fyrningarleiðar-
málið sé hvað stærsta hags-
munamálið í sjávarútveginum
á næstu mánuðum,“ segir Arn-
ar og bætir við að fara ekki
fari hjá því að aðildarviðræður
við Evrópusambandið verði
fyrirferðamikil í sjávarútvegin-
um innan tíðar.
„Þriðja stóra málið er um-
ræðan um orku- og kolefnis-
skattana sem snerta að sjálf-
sögðu útgerðina með umtals-
verðum hætti. Það mál kemur
við alla greinina, allt frá útgerð
til vinnslu,“ segir Arnar.
Samdrátturinn í ýsukvótanum
þungt högg
Ljóst er að samdráttur í afla-
heimildum á ýsu hefur umtals-
verð áhrif fyrir margar vinnsl-
ur. Arnar segir það högg verða
þyngra á ákveðnum landsvæð-
um en öðrum. „Í þessu sam-
bandi má halda til haga að við
höfum verið með loðnuleysis-
ár og sýkingu í Suðurlandssíld-
inni þannig að samdráttur í ýs-
unni bætist ofan á. Í rauninni
er ótrúlegt hvað fyrirtækin
hafa náð að bjarga sér þrátt
fyrir áföllin í síld og loðnu en
það þanþol er ekki endalaust.
Fyrir nokkrum árum hefðu
svona áföll verið flokkuð sem
mikill héraðsbrestur en nú
kemur okkur til góða að sjáv-
arútvegsfyrirtæki eru orðin
stærri, fjölþættari og búa yfir
meiri sveigjanleika til að
bregðast við. Dæmi um það er
sókn í gulldeplu og kolmunna.
Allt hjálpar þetta okkur í því
verkefni að sigla út úr þröngri
stöðu,“ segir Arnar Sigur-
mundsson.
Breytingar á vísitölum, janúar 2008 = 100
Ráðstöfun helstu botnfisktegunda af Íslandsmiðum árið 2008 í þús. tonna
Verðmæti útfluttra sjávarafurða 2008nam 171,4 milljörðum kr,
en var 127,6 milljarðar 2007
Athyglisverð mynd sem sýnir þróun gegnisvísitölunnar og verðvísitölu sjávarafurð frá ársbyrjun 2008. Vísitölurnar haldast í
hendur fram á haustið 2008 en þá skilja leiðir.
Verðmæti útfluttra sjávarafurða. Landfrystingin skilar tvöföldum tekjum á við sjófrystingu og söltun.
Hér má sjá ráðstöfun helstu botnfisktegunda af miðunum á árinu 2008. Mjög stór hluti þorskaflans fer í sötun og frystingin
fylgir þar skammt á eftir.