Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2009, Page 38

Ægir - 01.09.2009, Page 38
38 K R O S S G Á T A F R É T T I R Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp um breytingar á lög- um um stjórn fiskveiða. Frum- varpið tekur aðallega til átta þátta í lögunum. Þeir eru: 1. Heimilað verði að stunda veiðar í atvinnuskyni á sama tímabili og frístunda- veiðar eru stundaðar. 2. Dregið verði úr heimild til að flytja aflamark milli fisk- veiðiára úr 33% í 15%, en sér- staklega kveðið á um í bráða- birgðaákvæði að á þessu fisk- veiðistjórnunarári verði heim- ildin 10%. 3. Línuívilnun aukin. 4. Heimild til að kveða á um vinnsluskyldu á uppsjáv- arfiski. 5. Svokölluð veiðiskylda aukin en í því sambandi tekið tillit til veiða utan lögsögu úr stofnum sem ekki teljast til deilistofna. 6. Heimild til flutnings aflamarks frá skipi takmörk- uð. 7. Bráðabirgðaákvæði er lýtur að veiðistjórnun á skötu- sel og gjaldtöku fyrir úthlutun aflamarks í þeirri tegund. 8. Skipting leyfilegs heild- arafla í karfa. Um það ákvæði í frum- varpinu að takmarka heimild- ir til flutnings aflamarks milli ára segir ráðuneytið að á síð- asta ári hafi heimildin verið aukin úr 20% í 33% af afl- marki hverrar botnfisktegund- ar, úthafsrækju, humars og síldar. „Nú er lagt til að þessi heimild verði lækkuð í 15% og svigrúm og sveigjanleiki minnkar sem því nemur en ráðherra hafi þó heimild til hækkunar fyrir einstakar fisk- tegundir séu fyrir því haldbær rök. Gengið er enn lengra á þessu fiskveiðistjórnunarári þar sem lagt er til að flutn- ingsheimildin verði 10%. Rök- in fyrir þessu eru einfaldlega að sem mestur afli berist að landi sem ekki veitir af í því efnahagsumhverfi sem við búum við um þessar mundir,” segir í greinargerð ráðuneytis- ins. Vinnsluskylda á uppsjávarfi- skinn Einnig er gert ráð fyrir að sett verði í lög ákvæði sem heim- ilar ráðherra að skylda út- gerðir skipa er stunda veiðar á uppsjávarfiski til að vinna hluta aflans. Þekkt er að veið- ar á ýmsum uppsjávarfiski til bræðslu hafa verið umdeildar útfrá því sjónarmiði að um sé að ræða fisk sem fyllilega sé hæfur til manneldis. „Ekki síst hefur þessi gagnrýni komið erlendis frá. Verðhlutföll af- urða stjórna því að stærstum hluta hvernig útgerðir haga sinni vinnslu. Það er mat Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld af ýmsum ástæðum ekki síst siðrænum og þáttum er varða umgengni við auðlindina að stjórnvaöld hafi þetta tæki til að hlutast til um þegar að nauðsyn krefur,” segir í grein- argerð sjávarútvegsráðuneyt- isins vegna frumvarps um breytingar á fiskveiðistjórnun- arlögunum. Alþingi: Frumvarp um breytingar á nokkrum ákveðum fiskveiðistjórnunarinnar

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.