Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 2
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 s. 588 2300 Við erum á 1. hæð í Kringlunni SAMKEPPNISMÁL Ólöf Nordal innan- ríkisráðherra vill afnema einkarétt Íslandspósts ohf. á póstþjónustu og hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á haustþingi. Þetta kom fram í máli ráð- herrans í sér- stakri umræðu á Alþingi í gær um málefni Ísland- spósts. Þá telur Ólöf að selja eigi fyrirtækið; ríkið eigi ekki að vera að vasast í einka- rekstri. Málhefjandi var Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartr- ar framtíðar, sem sagði kveikj- una vera umfjöllun um meint brot Íslandspósts á samkeppnismarkaði, en fyrirtækið hefur verið til rann- sóknar hjá Samkeppniseftirlitinu um árabil. Þar hefur Íslandspóstur verið sakaður um að nýta þann hluta rekstursins sem ríkið hefur gefið fyrirtækinu einkarétt á að sinna til að niðurgreiða samkeppnisrekstur þess. Guðmundur ræddi einnig fyrir- komulag póstþjónustu í víðara sam- hengi og sagði lög þess efnis bera þess vitni að hafa verið skrifuð í veröld þar sem engin tölvupóstsam- skipti ættu sér stað. Ólöf sagði vinnu hafna í ráðuneyt- inu til að afnema einkarétt á póst- þjónustu, vegna tilskipunar ESB þess efnis. Skilgreina þurfi grunn- póstþjónustuna og hvernig eigi að sinna henni. Að öðru leyti eigi að leyfa samkeppni að njóta sín, slíkt sé til hagsbóta fyrir neytendur. Hún áréttaði þó að hlutabréf ríkisins í Íslandspósti væru á forræði fjár- málaráðuneytisins. fanney@frettabladid.is Einkaleyfi Íslandspósts afnumið á haustþingi Innanríkisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um afnám einkaréttar Ísland- spósts á póstþjónustu á haustþingi. Auk þess vill hún að Íslandspóstur sé seldur. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um málefni Íslandspósts á Alþingi í gær. ÓLÖF NORDAL OPINBERT HLUTAFÉLAG Íslandspóstur hefur einkarétt á póstþjónustu en hefur verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Forstjóri og stjórnarformaður Íslandspósts mættu á fund fjárlaganefndar í gær til að svara spurningum nefndar- manna um meint samkeppnislagabrot. Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar, sagði fundinn góðan. „Við erum bara að sinna okkar eftirlitshlutverki. Félagið er með ein sex mál í gangi hjá Samkeppniseftirlitinu út af hugsanlegum brotum.“ Vigdís sagði að skoða þyrfti betur fullyrðingar sem þurfi að fá nánari útskýringar á frá bæði bæði Póst- og fjarskiptastofnun sem og Samkeppnis- eftirlitinu. Til standi að fá fulltrúa beggja stofnana á fund nefndarinnar til svara. „Okkur finnst enn þá vera aðeins óskýrar þessar fullyrðingar Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem áhöld eru um að einkaleyfi sé að greiða niður samkeppnisrekstur,“ segir Vigdís: „Þeir hafa stofnað dótturfélög á síðustu árum og kaupa fyrirtæki á markaði til að setja undir hatt Íslandspósts, sem ég tel ekki samrýmast lögum að öllu leyti. Þeir telja að þeim sé þetta heimilt.“ Íslandspóstur á fund fjárlaganefndar VIGDÍS HAUKSDÓTTIR SLYS „Við erum bara að ná utan um aðdragandann og það sem gerðist þarna. Það er verið að ræða við fólk sem getur gefið einhverjar upplýsingar,“ segir Mar- geir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnar- firði, um rannsókn slyssins sem varð þar á mánudag þegar tveir drengir festust í affalli við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Drengirnir, sem eru 9 og 12 ára gamlir, eru bræður. Eldri bróðirinn var útskrifaður af spítala í gær en þeim yngri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild. Samkvæmt upplýsingum frá lækni er ástand hans óbreytt og biðtími fram undan þar sem meðferð drengsins sé þess eðlis að hún taki tíma. Ell- efu ára systir þeirra var með þeim þegar slysið átti sér stað og hringdi í móður þeirra sem kom á slysstað. Karlmaður á þrítugsaldri sem kom drengjunum til bjargar ásamt lögreglu hefur einnig verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Í gær var lónið fyrir ofan stífluna tæmt og verið er að rannsaka tildrög slyssins, að sögn Margeirs. Þeir sem komu að slysinu hafa fengið áfallahjálp. Talið er líklegt að drengirnir hafi verið að elta bolta sem þeir misstu út í vatnið en Margeir segir það vera eitt af því sem rannsakað sé, eins hversu lengi dreng- urinn var í vatninu. Unnið sé að því að púsla atburða- rásinni saman, málið sé viðkvæmt og því verði gefinn góður tími í rannsóknina. - vh Lögregla rannsakar enn tildrög slyssins sem varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði: Eldri drengurinn útskrifaður FRÁ SLYSSTAÐ Rannsókn málsins er í fullum gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÍTALÍA Varðskipið Týr kom til hafnar í Taranto á Ítalíu rétt rúmlega hálf átta í gærmorgun að íslenskum tíma með á fjórða hundrað flóttamanna sem áhöfn- in bjargaði úr lekum bát norð- vestur af Trípólí sl. mánudag. Týr sigldi með flóttafólkið til Taranto þar sem allar flótta- mannabúðir á Sikiley eru orðnar yfirfullar. Á siglingunni til Tar- anto hlúði áhöfn varðskipsins að flóttafólkinu en allnokkrar konur um borð voru ófrískar og fjöldi barna var í hópnum. Áhöfn Týs hefur ásamt öðrum á vegum Frontex bjargað um 7.500 manns síðan á föstudag. - kbg Áhöfn Týs stóð í ströngu: Margar ófrískar konur í bátnum SAMFÉLAG Krakkarnir á leikskólanum Nóaborg fóru í skrúðgöngu í gær þar sem gengið var frá skólanum og niður á Klambratún. Skrúð- gangan var farin í tilefni árlegrar alþjóðaviku í skólanum þar sem áherslan er lögð á fjölmenningu. - vh Krakkarnir á leikskólanum Nóaborg halda alþjóðaviku árlega: Fjölmenningu fagnað í skrúðgöngu MEÐ FÁNA Á LOFTI Börnin fögnuðu fjölmenningu í skrúðgöngu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Ekki stendur til að taka ákvörðun um framkvæmdir á nýjum vegi yfir Sprengisand á næstunni. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Ákveðið hefur verið að ljúka ekki við umhverfismat á lagn- ingu Sprengisandsleiðar að sinni. Eitt markmið verkefnisins var að leggja mat á lagningu háspennu- línu við hlið nýrrar Sprengi- sandsleiðar með tilliti til sjón- rænna áhrifa. Ekki er reiknað með að til- lögur um framkvæmdir við nýja Sprengisandsleið verði lagðar fram í 12 ára samgönguáætlun 2015 til 2026. - srs Sprengisandsleið frestað: Vinnu hætt við umhverfismat MÓTMÆLI Hópur mótmælenda kom saman við Austurvöll í gær til að vekja athygli á því að 888 dagar eru liðnir frá því að Alþingi ákvað að ráðast í rannsókn á einkavæð- ingu bankanna. Mótmælendur krítuðu töluna 888 á gangstéttina fyrir utan Alþingishúsið. Í kjölfarið smúluðu þingverðir gangstéttina og spraut- uðu vatni á mótmælendur. Lögreglan hafði afskipti af einum mótmælendanna, Örvari Geir Geirssyni. Örvar segir að allt hafi farið fram í góðu þar til hann hafi beðið um að hafa vitni að samræðum við lögregluna við skýrslutöku. Þá hafi lögreglan rifið í hann og fært hann í lög- reglubíl. „Mér finnst það algjör valdníðsla og brot á mínum borgaralegu réttindum,“ segir hann. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að forseti Alþing- is hefji rannsókn á athæfi þingvarða. „Öryggis- verðir geta starfsins vegna þurft að beita ofbeldi. Það er réttast að þegar öryggis- verðir þingsins neyðast til að beita ofbeldi þá verði faglega metið réttmæti þeirr- ar aðgerðar,“ segir Jón Þór. „Það er hollt fyrir alla að slíkt mat fari fram, fyrir aðra starfsmenn þingsins og landsmenn alla.“ - srs Hópur lögreglumanna beitti mótmælanda hörku fyrir að kríta töluna 888 á styttu Jóns Sigurðssonar: Þingvörður sprautaði vatni á mótmælanda HARKALEG HANDTÖK Örvar segir brotið á rétti sínum. MYND/JÆJA JÓN ÞÓR ÓLAFSSON VEÐUR 4° 7° 10° 6° 9° 3 2 4 10 2 SJÁ SÍÐU 32 Suðlæg átt í dag, vindur 5-10 m/s. Skýjað að mestu S- og V-lands og sums staðar gætu fallið dropar. N- og A-lands verður áfram bjart í veðri. Hlýnar heldur NA-lands og getur hiti farið í allt að 15 stig þegar best lætur. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -8 F 3 C 1 6 3 D -8 E 0 0 1 6 3 D -8 C C 4 1 6 3 D -8 B 8 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.