Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 28
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HJALTALÍN Vanabyggð 1, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri, föstudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. apríl kl. 14.00. Vaka Hrund Hjaltalín Guðmundur Magnússon Friðrik Hjaltalín Svava Þórhildur Hjaltalín Ingvar Rafn Hjaltalín Sunneva, Salóme, Sigrún, Unnur, Katrín Emelía Kolka og Matthildur Nína Ástkær bróðir okkar, KETILL INGIMARSSON vélvirki, Hamraborg 20, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 28. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Inga Jóna Ingimarsdóttir Oddbjörg Ingimarsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, GUÐMUNDUR INGVI GESTSSON Seljahlíð 13c, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. apríl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. apríl kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heimahlynningu á Akureyri njóta þess. Júlíana Helga Tryggvadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLEY GUNNVÖR TÓMASDÓTTIR Grænumörk 2a, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 18. apríl kl. 13.30. Þórunn Elín Halldórsdóttir Finnbogi Birgisson Hrafnhildur Halldórsdóttir Hersir Freyr Albertsson Þorbjörg Hj. Halldórsdóttir Jón Lúðvíksson Halldór Halldórsson Alfa Lára Guðmundsdóttir barnabörn og langömmubörn. „Enginn veit hvenær síðasti dagur- inn rennur upp, en margir óttast hann og því er nauðsynlegt að opna umræðuna um dauðann,“ segir Arn- dís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, en hún er ein þeirra sem koma að ráðstefnunni Listin að deyja sem haldin verður í dag. Ráðstefnan fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands og er hlutverk hennar að stíga fyrstu skrefin í að opna umræðu um dauðann. Arndís segir fjölda manns koma að ráðstefnunni, en að henni standa Landspítalinn, Háskóli Íslands, Þjóðkirkjan auk Ráðgjafar- þjónustu Krabbameinsfélagsins og margra annarra félaga. Arndís er í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar og starfar sem sérfræðingur í líkn- arhjúkrun á Landspítalanum. Hún býður sig fram sem fulltrúi aðstand- enda, en hún missti báða foreldra sína á síðastliðnu ári. Hún leggur ríka áherslu á mikil- vægi þess að opna umræðuna um dauðann í samfélaginu. „Þetta getur reynst mörgum mjög erfitt því manneskjan vill forðast dauðann í lengstu lög og margir bera ótta í brjósti við að yfirgefa jarðvistina. Þetta getur valdið miklum erfileik- um og þjáningum þegar fólk verður veikt eða dauðvona. Slíkt getur reynst fjölskyldunni enn erfiðara í sorginni. Því er nauðsynlegt að ræða óskir sínar og hvernig hafa á hlutina,“ segir Arndís og telur að opnari umræða muni hjálpa fólki að undirbúa og ganga frá sínum hlutum. Peter Fenwick, prófessor emeritus í taugasálfræði, mun halda fyrir- lestur á ráðstefnunni. Hann hefur stundað rannsóknir á upplifun fólks, virkni heilans og reynslu í aðdrag- anda andláts. „Þó rannsóknirnar séu á örlítið gráu svæði, þar sem erfitt er að hafa tvíblindar rann- sóknir sem styðja kenningarnar, er hann mjög merkur og hefur verið lengi í sínu fagi,“ segir Arndís. Á ráðstefnunni mun Sveinn Kristjáns- son kynna vefinn ævi.is. „Það er vefur sem er í vinnslu þar sem fólk getur haft sitt eigið svæði, talað til ástvina sinna og til dæmis deilt myndum,“ segir Arndís. Pallborðsumræður munu svo fara fram þar sem Arndís, ásamt hópi fólks, mun sitja fyrir svörum. „Við reyndum að hafa aldursskiptingu sem breiðasta hjá þeim sem munu svara spurningum fólks úr salnum. Markmiðið með því er í grunninn að ná til fólks í samfélaginu og spegla ólík sjónar mið,“ segir Arndís. Ásamt Arndísi munu Andri Snær Magnason rithöfundur, Jón Ásgeir Kalmansson heimspekingur, Sólveig Birna Ólafsdóttir sálfræðinemi, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahús- prestur og Þórhildur Kristinsdóttir læknir sitja fyrir svörum. - ag. Opnari umræða um dauðann nauðsynleg Ráðstefnan Listin að deyja verður haldin í dag en tilgangur hennar er að aðstoða fólk að komast yfi r ótta sinn við dauðann og opna umræðuna í samfélaginu. FULLTRÚI AÐSTANDENDA Arndís er hjúkrunarfræðingur og sérhæfir sig í líknarhjúkrun en er fulltrúi aðstandenda á ráðstefnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þetta getur reynst mörgum mjög erfitt því manneskjan vill forðast dauðann í lengstu lög og margir bera ótta í brjósti við að yfirgefa jarð- vistina. MERKISATBURÐIR 1203 Filippus II Frakkakonungur sameinar Frakkland og Norm- andí. 1915 Gullfoss, fyrsta skip Eimskipafélags Íslands og fyrsta vél- knúna millilandaskip sem smíðað var fyrir Íslendinga, kemur til Reykjavíkur. 1940 Margrét Þórhildur Danadrottning fæðist. 1946 Sýrland hlýtur sjálfstæði. 1951 Björgvin Halldórsson söngvari fæðist. 1954 AA-samtökin, landssamtök alkóhólista, eru stofnuð. 1957 Bæjarráð Reykjavíkur samþykkir að friða Árbæ og næsta nágrenni hans og gera að almenningsgarði. Breski leikarinn Charlie Chaplin fædd- ist á þessum degi árið 1889. Hann var gríðarlega þekktur fyrir leik sinn í þöglum myndum, en vakti einnig athygli fyrir leikstjórn, framleiðslu og skrif á hand- ritum. Chaplin varð fljótt einn þekktasti skemmtikraftur heims og var sá fyrsti til að sameina grín og drama á hvíta tjaldinu. Ein þekktasta persóna hans var „umrenningurinn“ sem var heimilislaus maður með framkomu og mannasiði hefðarmanns. Hann gekk í kjólfatajakka og var útskeifur í of stórum skóm. Þekktustu einkenni persónunnar sem flestir kannast við voru kúluhatturinn, stafurinn og yfirvaraskeggið. Chaplin lék í fjölda mynda á ferli sínum en hann lést árið 1977, 88 ára að aldri. ÞETTA GERÐIST 16. APRÍL 1889 Meistari þöglu myndanna fæddist 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -0 1 8 C 1 6 3 F -0 0 5 0 1 6 3 E -F F 1 4 1 6 3 E -F D D 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.