Fréttablaðið - 16.04.2015, Síða 29
Guðbrandur kaupmaður reynir að láta það ekki verða að fullri vinnu að
spegla sig. Hann byrjar daginn
á því praktíska atriði að athuga
veðrið og að því loknu veit hann
nákvæmlega hvað hann getur
leyft sér í klæðaburði. „Yfirleitt
er ég búinn að ákveða allt áður
en ég fer í nokkuð, enda margt
sem þarf að fara saman og gott
að hafa skýra mynd í kollinum
svo maður þurfi ekki að máta sig
áfram,“ segir hann brosandi.
Hefurðu lengi pælt í tískunni?
Ég hef aldrei spáð mikið í tísku
en alltaf verið meðvitaður um
klæðaburð og þá sérstaklega
eftir að ég hóf störf hjá Kormáki
& Skildi. Ég spái nánast ekkert í
hátísku en fylgist mjög vel með
gömlum og rótgrónum fata- og
skómerkjum sem leggja mikið
upp úr vönduðum og klassískum
vörum.
Hvernig klæðir þú þig hvers-
dags? Bara nokkuð hversdags-
lega, yfirleitt í „chinos“ eða galla-
buxur og nánast alltaf í skyrtu.
Svo er ég mikið í tvídjakka ef það
er kalt en hör- eða baðmullar-
jakka ef það er hlýtt. Ansi oft er
ég svo í vaxjakka frá Barbour
yfir, enda fáar flíkur jafn hent-
ugar fyrir íslenska veðráttu. Ég
nota mikið ameríska skó, uppháa
frá Wolverine eða Chippewa. Á
höfðinu er það svo sixpensari
eða hattur en það fer eftir vindi.
Ég reyni að forðast það að ganga
með hatt ef vindhraði fer yfir
fimm metra á sekúndu, enda
getur það verið dýrt spaug ef
hatturinn tekst á loft.
Hvernig klæðir þú þig spari?
Í tvídjakkaföt (hörjakkaföt á
sumrin), ljósa skyrtu, axlabönd
og bindi. Svo er ég alltaf í klass-
ískum leðurskóm frá Loake
Shoemakers. Bretinn gerir bestu
spariskóna.
Hvernig lýsir þú stílnum þín-
um? Hann er mjög gamaldags,
tímabilið 1900-1950 höfðar sér-
staklega til mín. Ég horfi mikið
á bíómyndir sem gerast á þeim
tíma og oftar en ekki gleymi ég
mér og klæðaburður leikaranna
verður aðalatriðið.
Hvar kaupir þú fötin þín? Eins
og gefur að skilja kaupi ég flest
mín föt í Herrafataverzlun Kor-
máks & Skjaldar, enda úrvalið
slíkt að ég þarf ekkert að leita
annað.
BER VIRÐINGU
FYRIR JAKKANUM
FLOTTUR STÍLL Það er til allt of mikið af fallegum skóm í þessum heimi að
mati Guðbrands kaupmanns. Hann telur sig alltaf eiga skilið nýtt par af skóm.
GAMALDAGS STÍLL Guðbrandur kaupmaður er sérstaklega hrifinn af tískunni sem var
í gangi á árunum 1900 til 1950. MYND/VILHELM
Engjateigi 5 | Sími 581 2141 | www.hjahrafnhildi.is
6 litir • Stærðir 36-50
Vinsælu Lindon/Modest
buxurnar komnar í hús!
Verð 9.980.-
TÆKIFÆRISGJAFIR
TILBOÐ
- mikið af frábærum boðumtil
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
Hnífaparatöskur – 12 manna
14 tegundir
Verð frá kr. 24.990
STAÐALBÚNAÐUR FYRIR SUMARIÐ
Allir þurfa að eignast eins og einar espadrillur fyrir
sumarið. Þær eru bæði til fyrir konur og karla og með
því heitasta ef marka má tískublogg um allan heim.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
E
-8
F
F
C
1
6
3
E
-8
E
C
0
1
6
3
E
-8
D
8
4
1
6
3
E
-8
C
4
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K