Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 60

Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 60
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Glæsilegur og virkilega vandaður svefnsófi frá Ítalíu. Öflugt og sterkt svefnstell. Fjölmargir litir og ýmsar stærðir í boði. Svefnsófinn hefur virkilega slegið í gegn hér á landi. Demetra Svefnsófi Rúmin frá Lama í Danmörku eru í senn falleg og vönduð vara. Margir möguleikar eru í dýnuvali. Margir litir og stærðir í boði. Rúmin eru fáanleg með rafstillingu. Lama contenental Frábær gæði frá Belgíu. Fáanlegt með og án Rafstillingar. Hægt er að fá Henson Design rúmin í mörgum stærðum, efnis og litaútfærslum, á fótum eða með sökkli. Henson Design Brixton Stillanlega rúmið frá Dunlopillo er þægilegt og sterkbyggt rafmagnsrúm. Dýnurnar skiptast í sjö svæði úr 18cm heilsteyptum Latex kjarna eftir forskrift Dunlopillo. Dunlopillo stillanlegt Dunlopillo Gæði frá Danmörku Lama Gæði frá Danmörku Gegnheil Gæði frá Ítalíu Henson Design Gæði frá Belgíu Það er alltaf hafragrautur með stöppuðum banana í staðinn fyrir sykur. Guðjón Davíð Karlsson leikari. MORGUNMATUTINN Hörður Sveinsson, ljósmyndari og leikstjóri, vinnur nú að myndbandi við lagið You tell em með tónlistarmanninum og Íslandsvininum Zebra Katz. Tónlistarmaðurinn hefur öðl- ast vaxandi vinsældir í Bandaríkjunum en hann eyddi síðasta sumri á Íslandi við tökur á myndbandinu. Hörður segist vonast til þess að myndbandið verði frumsýnt í næstu viku en lagið er af væntanlegri plötu rapparans. „Við erum búnir að leggja mikla vinnu í verkefnið og nú erum við að leggja lokahönd á eftirvinnslu þess. Við getum ekki beðið eftir því að frumsýna.“ Þeir Hörður Sveinsson, Helgi Jóhannsson og Atli Viðar Þorsteinsson eru með fram- leiðslufyrirtækið Refur Creative og gerðu þeir meðal annars myndband við lag Unn- steins úr Retro Stefson og Óskarsverð- launahafans Marketa Irglova. Tvö mynd- bönd úr smiðju Refur Creative eru tilnefnd til Nordic Music Video-verðlaunanna sem verða afhent í maí. Gera myndband með Zebra Katz Lítið framleiðslufyrirtæki framleiðir myndband fyrir þekktan tónlistarmann. SPENNANDI TÆKIFÆRI Þeir Helgi, Atli og Hörður stofnuðu framleiðslufyrirtækið Refur Creative. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í verkefnið og nú erum við að leggja lokahönd á eftirvinnslu þess.Við getum ekki beðið eftir því að frumsýna. Inn á borð Steinsins, nytjamark- aðar í Neskaupstað, rataði nýlega sannkallaður dýrgripur, hið sívin- sæla Matador. Það sem gerir spilið merkilegt er að hér er um að ræða fyrstu útgáfu spilsins á íslensku frá árinu 1939 og því sjaldséður hvítur hrafn á ferðinni. „Við fundum það í bókakassa sem skilinn var eftir fyrir utan húsið hjá okkur,“ segir María Lind Krist- jánsdóttir, ein þeirra sem sjá um markaðinn. Hún segir mikla lukku að sjálf hafi hún ekki tekið upp úr þeim kassa því þá hefði það að öllum líkindum endað í ruslinu. „Hún Elín hefur svo mikið auga fyrir svona dýrgripum og það var hún sem kom auga á spilið, sem var í nokkrum hlutum inni á milli bóka og annarra hluta,“ segir María. Hún tók spilið að sér og lét meta hverslags væri. „Þá kemur upp úr krafsinu að hér er fyrsta útgáfa Matador á íslensku og því antík- bragur á þessu öllu,“ útskýrir hún og bætir við að samkvæmt mat- inu væri hægt að selja það á hátt í fjörutíu þúsund krónur. „Ef kass- inn hefði verið utan um hefði spil- ið verið umtalsvert verðmætara, segja þeir,“ bætir hún við. María segir að spilinu verði komið vel fyrir á nytjamarkaðn- um góða, og stefnan sé að koma upp sérstökum skáp fyrir svona dýrgripi. Aðspurð um hvort hægt verði að kaupa spilið segir hún það ekki falt og bætir við glaðlega: „Eða svona, ef það kæmi nógu gott boð í það, þá er aldrei að vita hvort við myndum selja það.“ Dugleg að styrkja Nytjamarkaðurinn í Neskaup- stað hefur verið starfræktur síðan árið 2002. „Við fáum til okkar gam- alt dót úr öllum mögu- legum áttum, mikið til frá heimafólki og úr fjörðunum í kring,“ segir hún. María segir nytjamarkaðinn býsna vinsælan meðal Aust- firðinga og hlutina sjaldnast staldra lengi við. „Við náum stundum ekki einu sinni að taka upp úr kössun- um og iðulega bíður fólk við dyrn- ar áður en við opnum á laugardög- um,“ skýtur hún að. María segir afar gleðilegt hve nytjamarkaðurinn hefur fallið vel í kramið meðal Norðfirðinga og allra nágranna, en markaðurinn leggur sig fram við að gefa ágóð- ann til góðgerðarmála og nefnir hún styrki til langveikra barna og foreldra þeirra, Mæðrastyrks- nefndar og Rauða krossins auk annarra. Allt starf sem viðkemur markaðnum er unnið af sjálfboða- liðum. gudrun@frettabladid.is Tæplega áttrætt Matador fannst á Neskaupstað Spilið skilið eft ir í bókakassa fyrir utan nytjamarkaðinn Steininn. „Hefði getað rignt niður eða fokið út á haf,“ segir María Lind, einn aðstandenda markaðarins. ZEBRA KATZ Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is „Þetta er eitthvað sem er búið að safnast fyrir í trektinni í hausnum á mér og þurfti að fá að líta dagsins ljós,“ segir Haraldur Svein- björnsson sem gefur á morgun út sína fyrstu sólóplötu, Shine, undir listamannsnafninu Red Barnett. Þetta er fyrsta sólóverkefni hans en hann er þó enginn nýgræðingur og hefur meðal annars unnið að útsetningum fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Björgvini Halldórssyni, Skálmöld og leikur á bassa með hljómsveitinni Buff. Plötuna hefur hann gengið með í tíu ár en þurft að fresta útgáfu hennar vegna annarra verkefna. Lögin voru farin að safnast saman og skapa ritstíflu. „Ég er að verða fertugur á morgun og þetta var ákveðið takmark, nú væri aldeilis kom- inn tími á að losa um þessa stíflu og fara inn í næsta áratug með hreint skrifborð,“ segir hann og hlær. Honum til halds og traust verða gamlir og góðir hljómsveitarfélagar, þeir Hannes Frið- bjarnarson og Finnur Beck. „Hannes og Finn- ur eru með mér, þeir voru meðlimir í mínu fyrsta bandi sem við stofnuðum þegar við vorum ellefu ára gamlir. Okkur fannst þetta ákveðinn hringur að loka, að stíga saman á svið.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni og hefjast klukkan níu á morgun. - gló Fer inn í næsta áratug með hreint skrifb orð Haraldur Sveinbjörnsson gefur út sína fyrstu sólóplötu á morgun en hana hefur hann gengið með í tíu ár. GEFUR ÚT PLÖTU Haraldur gefur út sína fyrstu sóló- plötu þrátt fyrir að hafa starfað lengi sem tónlistar- maður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ➜ Spilið hefur verið vinsæll gestur á heimilum landsins síðan það kom út á Íslandi árið 1939. FUNDIÐ FÉ María Lind sagði spilið góða sennilega hafa endað í ruslinu ef hún hefði tekið á móti því. Mikil mildi þykir að samstarfskona hennar hafi hnotið um það. Ef kassinn hefði verið utan um hefði spilið verið umtalsvert verðmætara, segja þeir. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -B 7 7 C 1 6 3 E -B 6 4 0 1 6 3 E -B 5 0 4 1 6 3 E -B 3 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.