Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 8
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is FOSSIL 36.700 kr. Daniel Wellington 24.500 kr. CASIO 5.700 kr. JACQES LEMANS 19.900 kr. Fallegar fermingar- gjafir ASA HRINGUR 13.400 kr. ASA LOKKAR 7.800 kr. ASA HÁLSMEN 19.300 kr. DÓMSMÁL „Takk fyrir að halda fram hjá mér sæta.“ Þetta stóð við nektarmyndir af Katrínu Lilju Sigurjónsdóttur sem fyrrverandi kærasti hennar birti af henni á Facebook í febrúar í fyrra. Katrín Lilja er þolandi hefndar- kláms og varð eðlilega fyrir miklu áfalli en er óðum að ná fyrri styrk. Sá sem braut á henni var í síðustu viku dæmdur í 60 daga skilorðs- bundið fangelsi vegna málsins og gert að borga henni 250 þúsund krónur í miskabætur. Skjáskot af nektarmyndum „Við vorum búin að vera saman í eitt og hálft ár og ég sendi honum þessar myndir sjálf. Ég sá þær aldrei sjálf á netinu, heldur skjáskot af þeim daginn eftir. Þær höfðu þó verið það lengi á netinu að nægur tími gafst til að taka skjáskot af þeim. Skjáskotin sem ég sá voru tekin tæpum tíu mínútum eftir að myndirnar voru settar á netið.“ Erfitt að segja mömmu Katrín var á leiklistaræfingu með vinum sínum þegar hún frétti af myndunum á netinu. Ég lét ekki á neinu bera og fór afsíðis þar sem vinkona mín sýndi mér skjáskot. Það sást allt á þessum myndum, segir Katrín Lilja en myndefnið var kynfæri hennar og rass. Ég tók sjálf þessar myndir. Við vorum búin að vera saman í eitt og hálft ár. Við höfðum búið saman, það var traust á milli okkar,“ segir hún og bætir því við að hún hafi beðið hann um að eyða myndunum. Henni fannst erfiðast að segja móður sinni fréttirnar. „Mamma sótti mig á leiklistaræfingu, ég vildi ekki þurfa að segja móður minni þetta og fannst það erfitt. En þegar því var lokið var auðveldara að stíga næstu skref. Mamma hafði strax samband við lögregluna. Ég fann að ég hafði fullan stuðning hennar og allrar fjölskyldunnar. Daginn eftir fór ég því á lögreglu- stöðina og leyfði lögreglumanni að skoða símann minn.“ Neitaði fyrst Í fyrstu neitaði pilturinn að hafa sett myndirnar á netið og sagði vin sinn hafa gert það. „Hann dró það þó til baka þegar málið var komið til lögreglu og hefur vafalaust ótt- ast að allir vinir hans yrðu yfir- heyrðir. Ég var yfirheyrð af lög- reglumanni sem sérhæfir sig í kynferðisbrotum og fór í viðtal til félagsráðgjafa. Mamma var hjálp- leg. Hún hringdi strax í Stígamót. Ég fékk mikla aðstoð þaðan á jafn- ingjagrundvelli sem hjálpaði mér að vísa burtu skömminni. Hún vill ræða um reynslu sína til að aðstoða aðra þolendur hefndar- kláms. „Ég veit að þó að ég hafi tekið myndirnar sjálf, þá er ekk- ert sem gefur öðrum leyfi til að setja þær á netið eða skoða þær á netinu. Þetta eru persónulegar heimildir sem hann hafði um mig og hefur ekki rétt til að deila. Það er mikilvægt að allir viti þetta. Mig langar líka til þess að stelp- ur viti að það fæst góð hjálp hjá Stígamótum. Hjálpin þaðan skipti mig miklu máli. Það er algengt að stelpur haldi að þetta hverfi, það er misskilningur. Það þarf að vinna í þessu.“ Baktal frá næstu bæjum Hún segist hafa ákveðið að láta ekki reynsluna buga sig. „Ég er búin að þroskast og hef fært mig nær vinum og fjölskyldu. Það skipt- ir máli að eiga gott bakland í vinum og fjölskyldu þegar maður verður fyrir svona áfalli. Það voru ótrú- lega margir sem hringdu í mig til að tala við mig um þetta að fyrra bragði. Vinkonur mínar voru dug- legar að hringja, þær vildu koma því á hreint að þær fyrirlitu mig ekki fyrir þetta. Mér fannst það gott.“ Katrín Lilja er frá Neskaupstað og hann er frá Seyðisfirði. Þótt hún sé örugg í eigin bæjarfélagi segist hún verða vör við illar augnagot- ur og baktal þegar hún kemur til Egilsstaða. „Hann er frá Seyðis- firði og þegar ég fór til Egilsstaða fékk ég ekki fallegt augnaráð og fann fyrir því að fólki finnst að ég hefði ekki átt að taka þessar mynd- ir. En ég læt það ekki buga mig.“ Fyrrverandi kærasti dæmd- ur í sextíu daga fangelsi Fyrrverandi kærasti Katrínar Lilju Sigurjónsdóttur birti nektarmyndir af henni eftir að þau hættu saman. Hún kærði myndbirtinguna til lögreglu og sótti sér sálræna aðstoð til Stígamóta. Fyrrverandi kærasti hennar var dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða henni miskabætur. TRAUSTIÐ FARIÐ Katrín Lilja treysti fyrrverandi kærasta sínum sem braut á henni með því að birta af henni nektarmyndir. Aðsend mynd Björt Ólafsdóttir færir í frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem hefndar- klám er gert refsivert þau rök fyrir máli sínu að einstaklingar, einkum konur, verði á netinu oft fyrir kerfisbundnu ofbeldi. „Brýnt er að skilaboð séu skýr til notenda netsins um að þegar þeir fá mynd í hendurnar þá eigi þeir hana ekki og hafi ekki heimild til að dreifa henni áfram. Á þetta ekki hvað síst við þegar um er að ræða mynd eða myndskeið sem augljóst er af efninu að ekki er ætlað til dreifingar, svo sem þar sem nekt kemur við sögu eða kynferðis- legir tilburðir eða ástand sem augljóst er að einstaklingurinn á myndinni mundi ekki vilja að alþjóð eða heimurinn sjái. Mikilvægt er að fólk taki ábyrgð og taki ekki þátt í að dreifa myndefni sem þessu.“ ➜ Vilja skýra löggjöf Dómur sem féll í Héraðsdómi Austurlands þann 27. mars er sá fyrsti þar sem dæmt er fyrir hefndar- klám. Í febrúar á síðasta ári birti fyrrverandi kærasti Katr- ínar Lilju fimm nærmyndir af bakhluta og kynfærum hennar á Facebook-síðu sinni með orðunum „Takk fyrir að halda framhjá mér sæta“ og nafni hennar. Hún var þá nýorðin sautján ára. Myndirnar hafði hún sjálf tekið og sent honum meðan á sambandi þeirra stóð. Fyrir dómi hélt hann því meðal annars fram að myndbirtingin stjórn- aðist ekki af kynferðislegri þörf heldur reiði. Af hvaða hvötum ákærði stjórnast þegar hann birti myndirnar breytir ekki eðli verknaðarins. Ákært er fyrir birtingu myndanna en ekki töku þeirra og óumdeilt er að birtingin hafi verið í algjöru heimildarleysi, til þess fallin að brjóta gegn blygðunar- semi stúlkunnar. Dómurinn hafnaði þeirri röksemdafærslu piltsins sem og öðrum sem hann reyndi að hafa uppi. Í dóminum segir að ekkert bendi til annars en að sú háttsemi að birta myndirnar sé af kynferðislegum toga, þá er tekið tillit til hættunnar, sem fylgdi myndbirtingunni, á auðveldri dreifingu myndanna. Pilturinn var dæmdur í 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða 620 þúsund krónur í sakarkostn- að og stúlkunni 250 þúsund í miskabætur. ➜ Fyrsti dómurinn gegn hefndarklámi KJARAMÁL Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning vegna ríkis- rekinna framhaldsskóla á að vera lokið eigi síðar en 15. þessa mán- aðar. Fulltrúar Kennarasambands Íslands (KÍ) og samninganefndar ríkisins skrifuðu undir samning- inn í gærmorgun. Félagsmenn Félags framhalds- skólakennara (FF) og Félags stjórnenda (FS) í ríkisreknum framhaldsskólum felldu í febrú- ar samkomulag um nýtt vinnumat og þar með voru samningar þeirra lausir. „Könnun meðal félags- manna leiddi hins vegar í ljós að 76 prósent þeirra voru fylgjandi því að gengið yrði á ný til samn- inga á grundvelli vinnumatsins,“ segir í tilkynningu KÍ. Þar er haft eftir Guðríði Arnar- dóttur, formanni FF, að nýtt sam- komulag sé í helstu atriðum líkt hinu fyrra, en nú sé búið að jafna mun á milli greina, styrkja ramma utan um ráðningarhlutföll og tryggja að sýnidæmi vinnumats gildi sem lágmarksviðmið. - óká HJÁ RÍKISSÁTTASEMJARA Fulltrúar samninganefnda FF og FS skrifa undir nýjan samning. MYND/KÍ 76 prósent vildu að samið yrði á grundvelli fyrirliggjandi vinnumats: Skrifuðu undir nýjan samning SJÁVARÚTVEGUR Í ralli Hafrann- sóknastofnunar í mars fékkst hæsta mæling á grásleppustofn- inum í níu ár. Í samræmi við jákvæða ráðgjöf stofnunarinn- ar hefur verið ákveðið að fjölga dögum til grásleppuveiða úr 20 í 32. Samkvæmt ráðgjöfinni er miðað við að heildarveiði á grá- sleppu á þessari vertíð verði ekki meiri en 6.200 tonn. Ætla má að það svari til um 11.272 tunna af hrognum. - shá Mest 6.200 tonn: Grásleppukarl- ar fá aukadaga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -C 6 4 C 1 6 3 E -C 5 1 0 1 6 3 E -C 3 D 4 1 6 3 E -C 2 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.