Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 12
2. apríl 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sam- bandi er að með þessu sé verið að efla lýð- ræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjár- ræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaald- ur verði lækkaður í 16 ár. Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skell- ur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir ung- lingar á þessum aldri hafi mótað sér skoð- anir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmála- umræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálf- ir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ung- menna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórn- málaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir ungling- ar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sér- staklega á þessu aldursskeiði. Það sem skipt- ir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífsstíl og að finna sig sem hluta af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og ungling- ur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16-18 ára ungmenni séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmuna- poti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna ber- skjölduð fyrir áreitum. Látum unglingana í friði LÝÐRÆÐI Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingurLIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? 365.is Sími 1817 Þú færð GSM áskrift, internet og heimasíma fyrir 0 krónur með völdum sjónvarpspökkum 365. **Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma.*60 mín. og 60 SMS fylgja hverri áskrift. 4 GSM áskriftir 60 mín. og 60 SMS* Internet 20 GB Heimasími 100 mín.** M arga rak í rogastans þegar þeir sáu forsíðu Fréttablaðsins í gær og þeir voru margir sem tóku aðalfréttinni sem aprílgabbi. „Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar,“ var fyrir- sögnin og fréttin fjallaði um þingsályktunartillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. Það var ekki endilega sú hugmynd að ráðast þyrfti í umræddar byggingar sem vakti furðu, þær eru án efa allar góðra gjalda verðar. Nei, það var miklu fremur sú hugmynd að dusta rykið af teikningum Guðjóns Samú- elssonar sem varð mönnum undrunarefni. „Tillaga til þingsályktunar um hvernig minnast skal aldar- afmælis sjálfstæðis og full- veldis Íslands,“ er fullur titill á umræddri tillögu forsætisráð- herra. Hún er merkileg lesning, þar svífur andi þjóðernisrómantíkur svo yfir vötnum að Hriflu- Jónasi hefði orðið sómi af. Eftir lýsingu á því hvernig Guðjón var fenginn til að hanna nýbyggingu við Alþingishúsið sem hýsa mundi starfsemi Háskóla Íslands og stúdentagarð, segir til að mynda: „Það fer þar af leiðandi vel á því að nú þegar Íslendingar hafa í heila öld notið þeirra framfara sem fylgdu í kjölfar full- veldis verði lokið við byggingaráformin.“ Þetta vekur margar spurningar. Þá fyrstu auðvitað, og sígild- ustu, hvort fullveldið eitt og sér hafi verið slík forsenda framfara sem þjóðernisræknir Íslendingar vilja vera láta, eða hvort tíminn hafi einfaldlega liðið með sínum tækniframförum í sjávarútvegi sem skutu stoðum undir efnahag þjóðarinnar. Já, og ekki skemmdi Marshall-aðstoðin fyrir. Látum það liggja á milli hluta. Það er hins vegar umhugsunarvert af hverju það þarf sérstaklega að fagna umræddum framförum með því að byggja viðbyggingu sem ekki á að nota eins og upphaflega var ætlað, því trauðla er ætlunin að gera stúdentagarða við þinghúsið. Sem væri reyndar spennandi, fjör og frísklegheit, Fram á nótt sungið fram undir morgun og jafnvel inn í þingfundi. En það er meira í tillögunni. Halda á samkeppni meðal arki- tekta um hönnun hússins og tengibygginganna að öðru leyti og þannig fá íslenskir arkitektar samtímans tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni. Það er ekki eftir litlu að slægjast, eins og segir í tillögunni sjálfri: „Með því vinna kynslóðir fullveldisstofnunarinnar með kyn- slóðum samtímans við uppbyggingu til framtíðar. Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða.“ Það er ekkert annað. Nú má vel vera að aldamótakynslóðin, og er þar vísað til þarsíðustu aldamóta, hafi haft það svo slæmt að vonir hennar og væntingar hafi risið hæst í draumum um viðbyggingu við Alþingishúsið. Heldur er það þó ólíklegt. Mun líklegra er að verið sé að uppfylla drauma stjórnmálamanna nútímans sem vilja skilja eftir sig minnisvarða í anda klassískra bygginga fortíðarinnar. Menningarbylting í boði ríkisstjórnarinnar: Ímynduð sam- félög fornminja Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Að hlaupa apríl– öfugt Netið breytir ýmsu í lífi mannfólks- ins, mest til hins betra. Meðal þess sem hefur breyst er upplifun fólks þann 1. apríl ár hvert. Aprílgöbbin fara þannig mikið til fyrir ofan garð og neðan hjá fjölda fólks vegna yfirlýsingaglaðra vina á samfélags- miðlum sem keppast við að benda á hvaða dagur sé og koma í veg fyrir að grunlausir félagar sínir hlaupi apríl. Aftur á móti gerist það þess í stað að menn hlaupa nokkurs konar öfugan apríl, halda að fréttaflutningur allur þann daginn sé uppspuni frá rótum og trúa ekki stöku orði sem frá fjöl- miðlum kemur. Augljóst gabb Þannig var frétt Markaðarins í gær um mögulega komu kleinuhringja- keðjunnar Dunkin’ Donuts til landsins í margra huga ótrúverðug. Einnig fannst mýmörgum forsíðufrétt Fréttablaðsins, um viðbyggingu við Alþingishúsið eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, afar léleg tilraun blaðsins til að gabba lesendur. Einn þeirra sem hljóp þar apríl öfugt var bloggarinn og samfélags- rýnirinn Egill Helgason, sem var í það minnsta efins um sannleiks- gildi fréttarinnar. Hann skrifaði meðal annars: „Sumt er svo augljós- lega aprílgabb að maður heldur bara áfram að fletta.“ Það sem sannara reynist Á þessum stað og víðar í gær var það fullyrt að í frumvarpi Sigríðar Andersen og Birgis Ármannssonar væri þess krafist að undirritaður yrði samningur á milli fjölmiðlafólks og viðmælenda áður en upptaka á við- tali gæti farið fram. Svo er ekki. Að- eins er farið fram á að viðmælendum sé kynnt að hljóðritun fari fram og ekkert sem kallar á samþykki þeirra fyrir hljóðrituninni sem slíkri, enda fælist það í áframhaldandi samtali ef um slíkt yrði að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum rangfærslum. fanney@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -F B D C 1 6 3 D -F A A 0 1 6 3 D -F 9 6 4 1 6 3 D -F 8 2 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.