Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 2. apríl 2015 | SKOÐUN | 13
Margir líta svo á, að styrkur
Bandaríkjanna sem stórveldis á
flestum sviðum vitni um traust-
ar stjórnskipulegar undirstöður.
Því beri enga brýna þörf til að
endurskoða stjórnarskrá lands-
ins frá 1787, enda hafi 27 við-
aukar við textann með tímanum
dugað vel handa breyttum tíðar-
anda. Aðrir benda á, að styrkur
Bandaríkjanna innan lands og
út á við hafi farið þverrandi m.a.
vegna ýmissa innanmeina, sem
beinlínis megi rekja til veilna í
stjórnarskránni. Í þessum síð-
ari hópi er Sanford Levinson
prófessor í lagadeild Háskólans
í Texas. Bók hans Our Undemo-
cratic Constitution bregður birtu
á vandann.
Fíladelfía 1787
Bandaríska stjórnarskráin
var umdeild strax í upphafi.
Stjórnlagaþingið í Fíladelfíu
1787 sátu 55 fulltrúar 12 ríkja
eða fylkja. Á þinginu var tekizt
á um ólíka hagsmuni norður-
ríkja og suðurríkja, fámennra
fylkja og fjölmennra. Af fulltrú-
unum 55 fengust 39, eða 70%, til
að staðfesta skjalið með undir-
skrift sinni, en þrír neituðu að
skrifa undir, og 13 fulltrúar voru
farnir heim í fússi fyrir þinglok.
Bandaríkjaþing taldi sig ekki
hafa umboð til að hnika svo miklu
sem einu orði textans og sendi
hann því óbreyttan til afgreiðslu
fylkjanna 13, þar sem sérstök
stjórnlagaþing afgreiddu frum-
varpið eða haldnar voru almenn-
ar atkvæðagreiðslur um það.
Pauline Maier prófessor í sagn-
fræði á MIT, Tækniháskólanum
í Massachusetts, lýsir því í bók
sinni Ratification, að umræður
almennings um stjórnarskrár-
frumvarpið voru líflegri en
nokkur dæmi eru önnur til um í
sögu Bandaríkjanna. Mjótt var á
munum. Hefðu 20 kjósendur sagt
nei frekar en já, hefði stjórnar-
skráin dottið niður dauð. Af þess-
ari reynslu Bandaríkjamanna
má ráða, hversu fráleitt það er að
halda því fram, eins og t.d. forseti
Íslands hefur gert, að almenn sátt
þurfi að ríkja um nýja stjórnar-
skrá. Það er þvert á móti eðli-
legt, að menn greini á um nýja
stjórnarskrá, þar eð henni er skv.
eðli máls ætlað að vega og meta
ólíka hagsmuni. Því hlýtur meiri
hluti kjósenda að ráða för eins
og raunin varð í Bandaríkjunum
1787-1788 – og á Íslandi 2010-
2012. Engin önnur lending kemur
til álita í lýðræðisríki.
Lýðræðishalli
Nú standa Bandaríkjamenn
frammi fyrir þeirri stað-
reynd, að mikill hluti kjósenda
þar vestra vantreystir Banda-
ríkjaþingi og hæstarétti og þrír
Bandaríkjamenn af hverjum
fjórum segjast telja landið vera
á rangri braut skv. skoðana-
könnunum. Þessar tölur vitna
um dvínandi styrk. Bandaríkin
hafa að vísu ekki þurft að glíma
við hreint og beint hrun síðan í
kreppunni miklu 1929-1939, en
mikið vantraust vitnar um veik-
leika og hlýtur að vekja grun-
semdir um fúa í undirstöðum
stjórnskipunarinnar líkt og í
hrundum löndum. Hvernig getur
það gerzt í lýðræðisríki, að meiri
hluti kjósenda vantreysti kjörn-
um fulltrúum?
Fjórar meintar veilur
Til að svara spurningunni til-
greinir Sanford Levinson pró-
fessor í Texas fjórar meintar
veilur í stjórnarskrá Bandaríkj-
anna. Hin fyrsta varðar ójafnt
vægi atkvæða. Málamiðlunin í
Fíla delfíu 1787 milli fámennra
fylkja og fjölmennra fól í sér lög-
gjafarþing í tveim deildum, þar
sem fjöldi fulltrúa hvers fylkis
skyldi standa í réttu hlutfalli við
fólksfjölda í neðri deild (fulltrúa-
deild) og öll fylki skyldu óháð
fólksfjölda hafa tvo fulltrúa í
efri deild (öldungadeild). Mis-
vægi atkvæðisréttarins hefur í
krafti þessa ákvæðis ágerzt með
tímanum. Nýlegt er dæmið um
tvær konur, sem voru kjörnar til
setu í öldungadeildinni, önnur frá
Kaliforníu 2012 með 6,5 milljón-
ir atkvæða að baki sér og hin frá
Alaska 2010 með 100.000 atkvæði
að baki sér. Alaska er alræmt
fyrir það, sem Bandaríkjamenn
kalla svínarí (pork barrel) og við
köllum kjördæmapot.
Næsta veila snýr að forsetan-
um. Þingið getur ekki losað sig
við forsetann, nema hann verði
uppvís að lögbroti. Þannig gat
Bandaríkjaþing t.d. ekki losað
sig við George W. Bush forseta,
þótt hann væri rúinn trausti, líkt
og meiri hluti Íhaldsflokksins í
brezka þinginu gat losað sig við
Margréti Thatcher forsætisráð-
herra, þegar hún þótti vera komin
fram yfir síðasta söludag. Við
bætist, að forsetinn hefur upp á
sitt eindæmi neitunarvald gagn-
vart Bandaríkjaþingi án þess að
þurfa að skjóta ágreiningsmálum
í dóm kjósenda eins og t.d. mál-
skotsréttur forseta Íslands felur
í sér bæði skv. gildandi stjórn-
arskrá frá 1944 og skv. nýju
stjórnarskránni, sem kjósend-
ur samþykktu í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 2012.
Þriðja veilan snýr að skipun
hæstaréttardómara ævilangt. Það
fyrirkomulag freistar forsetans
til að skipa unga meðreiðarsveina
í réttinn og hægir á endurnýjun
þar, svo að réttinum hættir til að
dragast aftur úr þjóðfélagsþró-
uninni og glata trausti almenn-
ings. Örari endurnýjun í Hæsta-
rétti myndi fækka skaðlegum
dómum og réttarhneykslum.
Fjórða veilan varðar endurskoð-
unarákvæði. Aðeins 13 fylki af
50 með 4% kjósenda á landsvísu
þarf til að koma í veg fyrir endur-
skoðun stjórnarskrárinnar. Engan
þarf því að undra, að stjórnarskrá
Bandaríkjanna skuli hafa staðið
óbreytt frá 1787, ef frá eru taldir
viðaukarnir. Sanford Levinson
lýsir vandanum nánar í nýrri bók
sinni, Framed. Meira næst.
Bandaríska
stjórnarskráin:
Er hún úrelt?
Í DAG
Þorvaldur
Gylfason
hagfræðiprófessor
Af þessari reynslu
Bandaríkjamanna
má ráða, hversu fráleitt það
er að halda því fram, eins
og t.d. forseti Íslands hefur
gert, að almenn sátt þurfi
að ríkja um nýja stjórnar-
skrá.
Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og
fastur penni Fréttablaðsins, upp-
lýsti alþjóð um það í grein sem birt-
ist í blaðinu þann sjötta mars sl.
að faðir minn, Ævar Jóhannesson,
væri níðingur svipaðrar tegundar
og Nígeríusvindlarar eða þá þeir
sem standa fyrir píramídasvindli.
Þessa upphefð hlaut hann fyrir að
hafa með blekkingum vélað lúp-
ínuseyði ofan í tvær aldraðar, lífs-
reyndar en eldklárar frænkur Sifjar
fyrir margt löngu. Þessi skuggalega
starfsemi stóð yfir í áratugi, en talið
er að yfir tíu þúsund Íslendingar
hafi orðið þessum níðingi að bráð.
Þar sem ég er þess umkominn, tel
ég fulla ástæðu til að varpa ljósi á
þessi myrkraverk.
Hafandi alist upp í föðurhúsum,
og verið síðasti unginn til að yfir-
gefa hreiðrið, þá gafst mér einstakt
tækifæri til að fylgjast með verk-
um þessa níðings frá því að hann
hóf iðju sína og í mörg ár þar á eftir.
Níðingurinn faðir minn, sem
hefur til fjölda ára haft mikinn
áhuga á heilbrigðu líferni, byrjaði
eins og níðingum er tamt á sak-
leysis legan hátt með því að benda
fólki á ýmis hollræði, t.a.m. að
hvetja barnshafandi konur til að
reyna að forðast kvikasilfursfyll-
ingar í tennur og hlaut þá bágt
fyrir hjá tannlæknum. Hann barðist
gegn flúorblöndun drykkjarvatns á
höfuð borgarsvæðinu, benti á gagn-
semi ómettaðra fitusýra, trefjaríkra
matvæla og inntöku magnesíums, en
það, rétt eins og tannfyllingarnar,
er auðvitað fásinna.
Seyði skyldi það vera
Steininn tók síðan úr fyrir tæpum
40 árum þegar níðinginn dreymdi
afar skýran draum sem var honum
í ljósu minni daginn eftir. Í draumn-
um kom fram uppskrift og aðferð
við að sjóða jurtaseyði og fylgdi með
að þetta seyði ætti að geta gert eitt-
hvert gagn. Verandi níðingur, þá var
ekkert annað í stöðunni en að safna
saman þeim jurtum sem fram komu
í draumnum og prófa þetta.
Helsjúkur vinur níðingsins var
nýttur sem tilraunadýr og þegar
hann braggaðist, þá fengu fleiri
vinir hans að prófa drykkinn. Mönn-
um þótti hann ekki verri en svo
að þeir komu aftur og fengu ábót.
Þetta spurðist síðan út og með árun-
um fjölgaði þeim stöðugt sem sáu
ástæðu til að heimsækja níðinginn
og fá hjá honum seyði.
Sem fyrr segir, þá var ég áhorf-
andi að þessu öllu saman og get ekki
með nokkru móti sagt að þetta hafi
verið unglingnum að skapi. Heimilið
varð á endanum undirlagt af fram-
leiðslu á lúpínuseyðinu. Það var
soðið á öllum hellunum á eldavél-
inni, þannig að maður fékk stundum
ekki að borða fyrr en eftir dúk og
disk, nú eða komast í bað, þar sem
baðkarið var fyllt með ísköldu vatni
og notað til að halda seyðinu köldu
á heitum sumar-
dögum. Sumarfrí
urðu aldrei lengri
en langar helgar,
því það þurfti að
komast í bæinn
til að framleiða
meira.
Allt var þetta
gert svo níðing-
urinn gæti full-
nægt annarlegum
hvötum sínum og
afhent blásak-
lausum fórnarlömbunum, sem stóðu
nú í röð við útidyrnar, ókeypis lúp-
ínuseyði. Rafmagnsreikningur níð-
ingsins, sem hann greiddi reyndar
samviskusamlega úr eigin vasa, var
á endanum svipaður og í lítilli blokk,
en hver er að fást um það.
Staðreyndin er sú, Sif, að faðir
minn fékk köllun. Hann hafði óbil-
andi trú á því sem hann var að gera
og það hafði fjöldi manns í kringum
hann líka. Hundruð manna lögðu
fram vinnu sína kauplaust svo hægt
væri að halda þessu úti. Ástæðan
fyrir því að allt þetta fólk var tilbúið
að leggja þetta á sig er margþætt.
Betri lífsgæði en ella
Einhverjir hlutu bata af veikind-
um sínum og þökkuðu það seyðinu.
Einhverjir áttu ættingja eða ástvini
sem þökkuðu þessu seyði bætt lífs-
gæði. Síðan er það einfaldlega hóp-
urinn sem vissi hver Ævar Jóhann-
esson var og hafði trú á að þetta
væri ekki snákaolía heldur eitthvað
stórmerkilegt.
Ævar Jóhannesson var ekki ein-
hver meðalmaður þegar þetta
byrjaði allt saman, heldur einn
virtasti og framsæknasti uppfinn-
inga- og vísindamaður landsins.
Hann starfaði til fjölda ára við vís-
indastörf hjá Raunvísindastofnun
Háskóla Íslands og hannaði m.a.
hina stórmerku Íssjá, og notaði til
þess aðferðir sem þótti sannað að
gætu ekki gengið upp. Þá uppgötv-
aði hann sem ungur maður aðferð-
ina sem er notuð í heiminum í dag
til að framkalla litfilmur. Skamm-
sýni ráðandi afla varð þess valdandi
að ekki varð hann ríkur af þessari
uppgötvun frekar en öðru. Þessi
tvö dæmi sem ég nefni sýna djúpan
skilning og þekkingu Ævars á efna-,
eðlis- og rafmagnsfræði, en á sama
tíma sýna þau takmarkaðan áhuga
hans á veraldlegum gæðum.
Í fjöldamörg ár var ég vitni að
því að fólk með alls konar sjúk-
dóma bankaði upp á hjá foreldrum
mínum. Þetta fólk á það sameigin-
legt að það var tekið vel á móti því,
hlustað á það og því sýnd virðing
og hluttekning. Um þetta geta þús-
undir velunnara föður míns borið
vitni. Fólk var aldrei hvatt til að
hætta krabbameinsmeðferð og
því var aldrei lofað bata. Fólki var
hins vegar bent á að svo virtist sem
fólk þyldi krabbameinsmeðferðina
betur þegar það drykki seyðið auk
þess sem ýmsir aðrir kvillar virtust
jafnvel minnka eða hverfa. Ekki veit
ég til þess að nokkrum manni hafi
orðið meint af þessu seyði.
Þetta fólk á það líka sameiginlegt
að það þurfti aldrei að reiða fram
svo mikið sem eina krónu fyrir
seyðið, öll þessi ár, þó talsverður
fjöldi manna hafi ekki tekið mót-
bárur föður míns gildar og skilið
eftir lítilræði.
Seyðið hefur verið rannsakað
bæði hér á landi og erlendis, og er
ekki annað að sjá en að faðir minn
hafi hitt naglann á höfuðið þarna
eins og stundum áður.
http://www.visindavefur.is/svar.
php?id=3185
Ævistarfið lítilsvirt
Ég hef því miður ekki erft neina af
hæfileikum föður míns og er svipað
vitlaus og þú, Sif. Ég er efasemda-
maður og það er útilokað að ég færi
að vinna ókeypis fyrir bláókunnugt
fólk svo áratugum skipti. Menn
eins og faðir minn eru hins vegar í
útrýmingarhættu og eiga allt annað
skilið á síðustu metrunum en að á
þá sé ráðist og óeigingjarnt ævi-
starf þeirra lítilsvirt, til þess að þú
getir sett þig í töffarastellingar.
Ég ætlaði ekki að svara þér og
var að vonast til að ömurleg grein
þín hefði farið fram hjá föður
mínum, en svo er því miður ekki.
Það að draga saman í einn dilk alla
þá fjölmörgu aðila sem koma að
óhefðbundnum lækningum og kalla
þá níðinga lýsir í besta falli dóm-
greindarleysi, hroka og fáfræði. Þú
ert ekki bara að hrauna yfir hann,
heldur stóran hóp samstarfsaðila
sem allir unnu að þessu af heil-
indum og í sjálfboðavinnu. Þú ert
einnig að segja við þær þúsundir
einstaklinga sem upplifðu bætt lífs-
gæði eftir að hafa drukkið seyðið
að þeir séu trúgjarnir einfeldning-
ar sem ekki eru dómbærir á eigin
líðan.
Þegar saga læknavísindanna er
skoðuð kemur í ljós að marga af
skelfilegustu sjúkdómunum sem
herjuðu á fólk hér á árum áður,
t.a.m. skyrbjúg og beinkröm, mátti
koma í veg fyrir með einföldum
breytingum á mataræði. Þeir sem
bentu á þetta á sínum tíma voru
sannarlega að benda á óhefðbundn-
ar lækningar á þeirra tíma mæli-
kvarða og hlutu iðulega bágt fyrir,
enda óhugsandi að það væri hægt
að útrýma illvígum sjúkdómum
með sítrónum eða hýðishrísgrjón-
um.
Að mínu mati ættir þú að íhuga
vel hvort þú eigir yfir höfuð erindi
til þjóðarinnar með frekari skrif-
um fyrir Fréttablaðið og mér kæmi
ekki á óvart, að ef eldklárar frænk-
ur þínar sem minnst er á í upphafi
væru enn meðal vor, þá hefðu þær
verið mér sammála.
Að alast upp með níðingum
SIGURJÓN M. EGILSSON
OG ÞJÓÐMÁLIN Í BEINNI
SPRENGISANDUR
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 10:00 - 12:00SUNNUDAG
SAMFÉLAG
Þórarinn
Ævarsson
framkvæmdastjóri
IKEA
Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi .
Sendu greinina þína á greinar@visir.is
og við komum henni á framfæri hið snarasta.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
D
-7
6
8
C
1
6
3
D
-7
5
5
0
1
6
3
D
-7
4
1
4
1
6
3
D
-7
2
D
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K