Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 18
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SKÍRDAGUR | 18 Leiklistarskólann, í Kramhús- inu. Þar hafa því margir af okkar þekktustu leikurum stigið sín fyrstu skref í leiklist. „Alls konar fólk kemur inn með hugmyndir og maður þarf bara að vera opinn fyrir því. Stundum virkar það ekki og þá bara virkar það ekki en yfir- leitt hefur það virkað.“ Það geta allir dansað Hafdís og samstarfsmenn henn- ar hafa líka stuðlað að fjölmenn- ingu með því að fá ólíka strauma og stefnur inn til landsins. Afró, magadans og argentínskur tangó eru allt dæmi um dansstefnur sem byrjuðu í Kramhúsinu. „Þetta er auðvitað mikið fjölmenningar- samfélag og við höfum örugglega stuðlað að því að víkka sjóndeild- arhringinn hjá fólki,“ segir hún. Hafdís segir að eitt af því skemmtilegasta við starfið sé að sjá fólk sem hafi haldið að það gæti ekki dansað verða dansara. Og hún fullyrðir að allir geti dans- að. „Já, það geta allir dansað. Dans og tónlist er í okkur öllum. Sumir halda að þeir séu falskir og geti ekki sungið. Það er alveg eins með það og dans. Það geta allir lært að syngja og það geta allir lært að dansa.“ Kramhúsið á marga fastakúnna sem hafa sumir hverjir verið þar frá opnun hússins, einhverjir hafa meira að segja fylgt Hafdísi frá því áður en hún opnaði húsið. „Það eru þrjár kynslóðir sem sækja húsið. Sumir hafa verið frá byrjun og svo allt niður í börnin sem eru í barnastarfinu.“ Stundum tvísýnt Þrátt fyrir að reksturinn hafi yfir- leitt gengið vel þá hefur það samt stundum verið tvísýnt. „Við höfum bæði barist í bökkum og bönkum. Þegar við vorum nýbúin að opna þá varð 100% gengisfelling og það hrundi allt. Þá var maður með lán og bara allt í kaldakoli. Einhvern veginn náðum við að klóra okkur í gegnum það. Það var bara hægt af því ég er alltaf að vinna með svo góðu fólki. Ég er svo heppin að hafa alltaf haft svo rosalega gott samstarfsfólk sem hefur drifið þetta áfram,“ segir hún. Það var líka tvísýnt eftir hrun hvort reksturinn gæti staðið undir sér. „Það var eitt ár sem var alveg rosalega erfitt. Aðsóknin minnk- aði mikið, fólk þurfti að spara við sig og við vissum ekki hvort þetta myndi ríða okkur að fullu. Sá tími var rosalega erfiður og oft áður líka. Til dæmis þegar eróbikkið kom til landsins, þá datt niður allur dans og það fóru allir á pallana. En það kom aftur, þetta kemur svo mikið í bylgjum,“ segir hún. „Það eru líka ákveðnir punktar sem haldast alltaf eins og barnastarfið, leikfimi og jóga, það helst alltaf sterkt. Og svo auð vitað þessir föstu punktar, afró, tangó og götudansinn.“ Núna gengur vel og í raun þyrfti húsnæðið að vera stærra. „Núna er þetta frekar upp á við en hitt. Stundum er ekki nóg pláss, stund- um hefur það verið of stórt og stundum of lítið. Eins og núna. Það hefur verið svo mikil aðsókn að húsinu í vetur að það hefði ekki veitt að öðrum sal. Þetta hefur aldrei verið hugsað sem stórt batt- erí eða útibú annars staðar. Við þjónum mikið miðsvæðinu þó að eldri kúnnar komi margir hverjir langt að því þeir vilja vera í þessu húsi.“ Fær aldrei leið Hafdís verður sem áður segir 77 ára í haust. Hún segist þó hvergi nærri vera hætt og ætlar sér að kenna eins lengi og hún getur. Núna kennir hún um 6–7 tíma viku. „Það er passlegt fyrir mig. Áður fyrr var maður stundum í fullri vinnu og að kenna 20 tíma,“ segir hún. „Ég fæ aldrei leiða á þessu. Ég man aldrei eftir að hafa kviðið því að fara í vinnuna, ég er svo heppin. Aldur er svo afstæður. Mér finnst ég alveg eins vera 55 ára eða yngri. Mér bregður stund- um hvað ég er orðin gömul,“ segir hún hlæjandi enda ekki á henni að sjá að aldurinn hamli henni á nokkurn hátt. „Ég er heppin. Ég er hraust og passlega kærulaus. Ég hef ekki miklar áhyggjur af hversdagslegum hlutum. Ég held að það sé gott að flæða bara svona áfram með. Það er ekki margt sem er að bögga mig.“ FARIÐ YFIR MÁLIN Hafdís, Guðný Helgadóttir og Bryndís Petra í afgreiðslu Kram- hússins 1987. MYND/VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR FRUMKVÖÐULL Hafdís á upphafsárum hússins. MYND/VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Í UPPHAFI Fyrstu kennarar Kramhússins, þau Ásdís, Kolbrún, Halla Margrét, Hafdís Jóns, Hafdís Árna, Lella og Abdul samankomin á góðri stundu. GUFA Hópur að loknu gufubaði. Gufubaðið í Kramhúsinu hefur alltaf verið vinsælt að æfingum loknum. AF SÝNINGU Kramhúsið heldur alltaf stórar sýningar árlega þar sem nemendur koma fram. Í FRAMKVÆMDUM Húsið sem hýsir Kramhúsið var mjög illa farið. Hér sést Hafdís á framkvæmdatímanum. ➜ Kramhúsið var stofnað 1984 og hafa margir líkt því við gróðurhús þar sem hug- myndir fá að spíra, vaxa og dafna. Meðal þeirra sem hafa tekið fyrstu skref- in í húsinu eru Kvennakór Reykjavíkur, Sirkus Íslands, Soðið svið, Leikhússport og Tangófélag Íslands. Starf- semin hefur ávallt verið í sama húsnæðinu. Mánudaginn 13. apríl 2015 verður aðalfundur Félags íslenskra félagsliða haldinn í húsi BSRB, Grettisgötu 89, 1. hæð. Fundurinn byrjar kl.17:00 og hvetjum við alla félagsliða til að mæta á fundinn. Aðalfundur 2015 – fundarefni: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla formanns 3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga 4. Lagabreytingar – tillögur liggja fyrir fundinum 5. Kosning formanns 6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál Mætum tímanlega • Léttar veitingar í boði að fundi loknum • Fagnælan verður til sölu á staðnum á 2000 kr. • Penni merktur félaginu á 500 kr. • Minnislykil 5.000. kr. og lyklabönd 1.500 kr. – Munið reiðufé. Félagsmenn, fjölmennum á fundinn. Stjórn Félags íslenskra félagliða Fyrirhugað er að senda fundinn út í fjarfundi en nánari upplýsingar um staði verður á www.felagslidar.is Aðalfundur Félags íslenskra félagsliða 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -2 C 7 C 1 6 3 D -2 B 4 0 1 6 3 D -2 A 0 4 1 6 3 D -2 8 C 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.