Fréttablaðið - 02.04.2015, Page 48
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32
Í gær var tilkynnt um tilnefningar
til Barna- og unglingabókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Tvær
bækur eru tilnefndar fyrir hönd
Íslands að þessu sinni en það eru
Vinur minn vindurinn eftir Berg-
rúnu Írisi Sævarsdóttur og Maður-
inn sem hataði börn eftir Þórarin
Leifsson.
Bergrún Íris hefur áður fengist
við myndskreytingar barnabóka og
tölvuleikja en Vinur minn vindur-
inn er fyrsta bókin sem hún vinnur
ein og bæði skrifar og myndskreyt-
ir. Vinur minn vindurinn er ætluð
yngstu lesendunum eða öllu heldur
fyrir samlestur barna og foreldra.
„Þetta kom mér alveg svakalega
á óvart og mér finnst þetta vera
mikill heiður. Þessi saga varð til
þegar eldri strákurinn minn var
svona um tveggja og hálfs árs gam-
all og við vorum tvö saman heima.
Það var svo mikið rok úti að það
var ekki hægt að fara út að leika
svo við fórum saman út í glugga að
skoða veðrið og ræða málið.
Birgitta Elín og Marta Hlín hjá
Bókabeitunni sem gefa út fyrir
mig tóku þetta upp á sína arma og
bókin kom síðan út fyrir síðustu
jól og móttökurnar voru alveg frá-
bærar. Það er óhætt að segja að ég
hafi hitt á góðan vetur til þess að
koma með þessa bók því nóg hefur
nú verið um lægðirnar með enda-
lausu roki. Núna er ég að vinna að
næstu veður bók og fleiri skemmti-
legum verkefnum svo það er nóg
að gera.“
Maðurinn sem hataði börn er
aftur á móti fyrir eldri lesenda-
hóp en viðfangsefni Þórarins eru
afar áhugaverð. Í bókinni segir frá
innflytjandanum Sylvek Kaminski
Arias sem tekst á við barnahatara
og sem hann hefur grunaðan um að
vera drengjamorðingi sem leikur
lausum hala í Reykjavík.
„Þessi viðurkenning hefur
mjög mikla þýðingu. Þetta liðkar
til fyrir sölu erlendis og hjálpar
sennilega líka kvikmyndagerðar-
fólkinu sem skrifaði undir vilja-
yfirlýsingu um kvikmynd upp úr
bókinni í hádeginu.“
Þórarni finnst ekki mikill
munur á því að skrifa fyrir börn-
og unglinga eða fullorðna lesendur.
„Barnabækurnar setja ákveðinn
ramma, kalla á ákveðinn skýrleika
í framsetningu og neyða mig til að
vera einlægur sem er ekki endilega
sjálfgefið fyrir kaldhæðinn mann.“
Þórarinn er sem stendur búsett-
ur í Berlín og það er nóg af verk-
efnum í farvatninu. „Ég er að
skrifa bókina Kaldakol. Þetta er
bók um ævintýralegt verkefni
Íslendinga í Berlín. Þetta er nokk-
urs konar ævintýri fyrir fullorðna.
Núna bý ég að reynslu undanfar-
inna ára og skemmti mér mjög vel
í vinnunni.“ - mg
Vindurinn og hatrið
Vinur minn vindurinn og Maðurinn sem hataði börn
eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs.
TILNEFND
Valgerður
Benediktsdóttir
frá Forlaginu
sem tók við
tilnefningu
Þórarins Leifs-
sonar, sem er
búsettur í Berlín,
ásamt Bergrúnu
Írisi Sævars-
dóttur sem
hlaut einnig
tilnefningu og
það fyrir sína
fyrstu bók.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Passían hans Hafliða er, frá
mínum bæjardyrum séð, meðal
merkustu verka af þessu tagi
sem íslensk tónskáld hafa skrif-
að,“ segir Hörður Áskelsson,
organ isti í Hallgrímskirkju, um
óra tóríuna Passíu op. 28 eftir
Hafliða Hallgrímsson. Hún verð-
ur flutt í kirkjunni á Skólavörðu-
holtinu á morgun klukkan 17.
Passía var samin í tilefni af
kristnitökuafmælinu árið 2000
fyrir Hörð og hans kór. „Hún
er okkur dýrmætur hlutur, eitt
þeirra verka sem ég er hvað
stoltastur af að eiga hlutdeild
að,“ segir hann.
Frá því passían var frum-
flutt í febrúar 2001 og hljóðrit-
uð ári síðar, hefur að hún aldrei
verið flutt opinberlega, að sögn
Harðar. Hann furðar sig á því
þar sem henni var hrósað mjög
í erlendum tónlistartímaritum
eftir útgáfu hennar á geisladiski
árið 2003. „Ég tel að verkið eigi
erindi út fyrir skerið okkar því
tónlistin er mjög mögnuð, þó
ekki sé hún auðveld. Tónmálið
er ágengt enda fjallar það um
píslir og orðið passía er leiðar-
stef gegnum allt verkið.“
Hörður segir val Hafliða á
stefbrotum úr íslenskum ljóðum
eftir Hannes Pétursson, Stein
Steinar, Matthías Johannessen
og Baldur Óskarsson sterkt og
seinni parturinn sé úr Passíu-
sálmum Hallgríms, síðustu orð
Krists, sunginn af tenór. „Það er
svolítið leikræn útfærsla, samt
ekki óratóría sem segir beinlín-
is söguna heldur meira tónaljóð
um þjáninguna,“ lýsir Hörður.
„Engin skemmtitónlist en mjög
grípandi og lætur engan sæmi-
lega lifandi ósnortinn.“
gun@frettabladid.is
Tónaljóð um þjáningu
Elmar Gilbertsson tenór og Hanna Dóra Sturludóttir sópran eru einsöngvarar
með Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju í fl utningi óratóríunnar Passíu
op. 28 eft ir Hafl iða Hallgrímsson á morgun, föstudaginn langa.
FLYTJENDUR Hanna Dóra og Elmar Gilbertsson sjá um einsönginn á morgun með Mótettukórnum og kammersveitinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Tónlistarskóli FÍH
auglýsir eftir umsóknum um skólavist fyrir skólaárið 2015-2016
Innritun nýnema fyrir næsta skólaár 2015-2016 stendur yfir hjá Tónlistarskóla FÍH til 10. apríl n.k.
• Sótt er um skólavist á heimasíðu skólans www.tonlistarskolifih.is og á rvk.is (Rafræn Reykjavík).
• Allir nýnemar þreyta inntökupróf í skólann.
• Umsækjendur fá bréf um miðjan apríl um tíma fyrir inntökupróf en þau fara fram dagana 24.-25. apríl n.k.
• Umsækjendur fá svar um skólavist í byrjun maí.
Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel menntaða úrvalskennara sem eru virkir þátttakendur í íslensku
tónlistarlífi. Skólinn hefur mikla sérstöðu meðal tónlistarskóla landsins þar sem kennd er hefðbundin tónlist
(sígild tónlist) og rythmisk tónlist (djass, popp og rokk). Tónlistarskóli FÍH býður nemendum sínum gott náms-
umhverfi og fjölbreytt námsframboð og um leið gerir skólinn kröfur til nemenda hvað varðar ástundun og
námsframvindu. Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður er Tónlistarskóli FÍH rétti skólinn fyrir þig.
Á laugardagskvöldið rekur á fjörur
Reykjavíkur skemmtilega gesti
en þar eru á ferð djasstónlistar-
mennirnir í bandinu 5000 Jazz
Assassins frá Brooklyn. Þeir ætla
að troða upp á Sæmundi í spariföt-
unum kl. 21 og verður frítt á tón-
leikana og því tilvalið að skella sér
á djassinn eftir alvöruþunga föstu-
dagsins langa. Sveitina skipa þeir
Nathan Lambertson, Alex Harvey,
James Monahan og Jono Waldman.
5000 Jazz Assassins spila ragtime/
swing-djass með evrópsku yfir-
bragði og vinna þessir ungu djass-
istar nú hörðum höndum að sinni
fyrstu breiðskífu sem er væntan-
leg seinna á þessu ári. Kapparn-
ir eru þekktir fyrir að klæða sig
mjög í stíl við tónlistina og minna
tónleikar þeirra oft meira á tryllt-
ar veislur en tónleika. - mg
Dillandi djass fyrir alla
Brooklyn-sveitin 5000 Jazz Assassins spilar á laugardag.
5000 JAZZ ASSASSINS Tónlistarmennirnir eru þekktir fyrir glæsilegan klæðaburð og
líflega sviðsframkomu.
MENNING
Engin skemmtitón-
list en mjög grípandi og
lætur engan sæmilega
lifandi ósnortinn.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
D
-0
9
E
C
1
6
3
D
-0
8
B
0
1
6
3
D
-0
7
7
4
1
6
3
D
-0
6
3
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K