Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 28
2 • LÍFIÐ 1. MAÍ 2015 ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Valgarður Gíslason Lífi ð www.visir.is/lifid Skipholti 29b • S. 551 0770 Það er flestum ljóst að við Íslend- ingar innbyrðum allt of mikið af sykri. Talið er að hver ein- staklingur innbyrði að meðal- tali eitt kíló af sykri vikulega, sem verða þá 52 kíló á ársgrund- velli. Ef skoðaðar eru upplýsing- ar úr rannsóknum á sykurneyslu fyrri ára virðist ekkert lát vera á neyslunni, þvert á móti er hún að aukast. Við Íslendingar höfum státað okkur af því að eiga sterk- ustu karlmennina, fallegustu konurnar og nýlega lentum við í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðir í heiminum en metin eru ekki upptalin því við getum stát- að okkur af því, eða ekki, að eiga Norðurlandamet í sykurneyslu. Hvað er sykur? Hvítur sykur eða súkrósi er tví- sykra samsett úr frúktósa eða ávaxtasykri og glúkósa eða þrúgusykri. Líkaminn nýtir glúkósa sem orkugjafa líkt og bíll þarf bensín eða rafmagn, ef því er að skipta, en lifrin þarf að breyta ávaxtasykrinum í glúk- ósa til þess að líkaminn geti nýtt hann sem skyldi. Ef sykurs, og þá sérstaklega ávaxtasykurs, er neytt í óhófi veldur það töluverðu álagi á lifrina sem getur leitt til offitu, kransæðasjúkdóma og sykursýki. Ávextir á bannlista? Nú gætu margir talið að allir ávextir væru komnir á bannlista vegna ávaxtasykursins en svo er hreint alls ekki raunin. Tökum til dæmis fyrir eitt gott dásam- lega safaríkt epli. Það inniheld- ur fyrrnefndan ávaxtasykur en einnig trefjar og önnur næring- arefni. Trefjar gera líkaman- um gott og hægja meðal annars á upptöku sykurs í blóðrásinni og hafa jákvæð áhrif á meltinguna svo fátt eitt sé nefnt. Ávextir eru því að þessu leyti ekki á bann- lista en það er eins með þá og aðrar fæðutegundir að þeirra ber að njóta í hófi og í sem fjöl- breyttustu formi. Hvað með ávaxtasafa? Þá komum við að ávaxtasöfunum. Höldum okkur við eplið góða sem dæmi. Þegar búið er að flysja eplið og skutla því í gegnum safa- pressu, hvað er þá eftir? Ávaxta- sykurinn fór ekki neitt en trefj- arnar fóru í ruslið. Hver er þá hollustan við að drekka ávaxta- safa út í eitt? Maður spyr sig. „Við höfum státað okkur af því að eiga sterkustu karlmennina og fallegustu konurnar.“ Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is KÁTUST, STERKUST, SÆTUST Þeir sem fróðari eru um næringarfræðin en þverskurður þjóðarinnar mæla með því að neytt sé fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. En skiptir máli hvort við njótum þeirra í fljótandi eða föstu formi? Kemur þetta ekki allt á sama stað niður hvort sem er, eða hvað? Allra best reynist að borða sitt lítið af hverju Björt Ólafsdóttir er kraft mikil þingkona Bjartrar framtíðar sem er einnig menntaður sál- fræðingur. Hér deilir hún með lesendum Lífsins lögunum sem eru í uppáhaldi hjá henni. JOHN AND MARY TODD TERJE, BRYAN FERRY CHERRY-COLOURED FUNK COCTEAU TWINS CONTINENTAL SHELF VIET CONG EASY SON LUX PATIENCE ÓLÖF ARNALDS FOURTH OF JULY SUFJAN STEVENS NEVERTHELESS THE BRIAN JONESTOWN MASSACRE SHUGGIE FOXYGEN LET IT HAPPEN TAME IMPALA LAGALISTI ÞINGKONUNNAR Það að fara í sund er bæði gott fyrir líkama og sál. Það er frábær líkamsrækt fyrir flesta þar sem hægt er að synda á sínum eigin hraða en einnig er gott að losa um spennu og bjúg með því að gera léttar teygjur ofan í lauginni. Í heitu pottunum má láta nuddstútana vinna á hnút- um í baki og öxlum og ekki er verra að spjalla við nærstadda um málefni líðandi stundar. Þá er hægt að kíkja í gufuna til að hreinsa húðina og fá smá andlega útrás með því að ímynda sér svitaperlur sem vandamál sem þú losar þig við með hverjum dropanum sem sprett- ur fram. Þá skemmir það ekki fyrir að veðurspáin fyrir helgina er frábær svo um leið og þú nærir andann og líkamann getur þú náð þér í smá D-vítamínskammt í boði sólarinnar. SUNDI LÍFIÐ MÆLIR MEÐ Heilsuvísir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 A -2 F 2 C 1 6 3 A -2 D F 0 1 6 3 A -2 C B 4 1 6 3 A -2 B 7 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.