Fréttablaðið - 01.05.2015, Side 30

Fréttablaðið - 01.05.2015, Side 30
4 • LÍFIÐ 1. MAÍ 2015 Lífið sjálft snýst oft og tíðum mikið um venjur. Foreldrar okkar vöndu okkur á það að bursta tenn- ur kvölds og morgna og við venj- um krakkana okkar á það. Við venjum okkur á það að þvo hend- urnar eftir salernisnotkun og að ganga frá eftir matinn. Það að koma sér upp nýjum venjum getur þó verið meira en að segja það. Maður þarf virkilega að leggja sig allan fram við að búa til nýjar venjur og halda þeim gangandi því það reynir svo sann- arlega á þolinmæðina. Það er oft talað um að það taki að minnsta kosti 30 daga að koma upp nýjum venjum. Prófaðu því að skrifa það sem þú stefnir að á blað og hengdu upp á ísskápinn eða hafðu í dagbókinni svo þú sjáir það á hverjum degi. Ef markmiðið er til dæmis að drekka fleiri vatnsglös á dag þá eru allar líkur á því að það þurfi að minna á það með ein- hverjum hætti, til dæmis áminn- ingu í símanum. Ef þú gleymir því sem þú ætlaðir að venja þig á einn daginn, ekki gefast upp. Haltu áfram næsta dag og reyndu að gera enn betur. Einblíndu á eitt í einu Málshátturinn segir: Róm var ekki byggð að einum degi. Það að taka sér upp hollari venjur gerist heldur ekki á einum degi. Byrjaðu rólega og á einhverj- um einum hlut, eins og til dæmis að borða tvo ávexti á dag. Þegar það er orðið að venju bættu þá einhverju öðru við, eins og til dæmis að hreyfa þig á hverjum degi. Maður getur ekki búist við því að geta allt í einu hætt öllu sukki, borðað eins og Solla á Gló í öll mál og æft eins og Jón Páll á hverjum degi. Góðir hlutir ger- ast hægt! Finndu það sem hentar Það að borða hollt og hreyfa sig verður að vera skemmtilegt, ann- ars mun þetta ekki verða að lífs- stíl. Prófaðu þig áfram og finndu þér hollt fæði sem þér líkar við. Það eru til ótal vefsíður, bækur og miðlar sem deila skemmti- legum, hollum uppskriftum. Það sama gildir um hreyfinguna. Ef þér finnst líkamsræktin leiðinleg eru allar líkur á því að þú gefist upp. Ef þér finnst ekki gaman að mæta í líkamsræktarsal prófaðu þá hóptímana, finndu þér skokk- hóp í nágrenninu, farðu í sund og syntu eða finndu þér einhverja íþrótt að þínu skapi. Möguleik- arnir eru endalausir! Jákvæð hugsun Reyndu að fara af stað alla daga með tilhlökkun fyrir komandi verkefnum. Að skapa sér nýjar, hollar venjur er ekkert annað en verkefni sem þarf að takast á við með bros á vör. Það er stað- reynd að öllum líður vel við það að hreyfa sig og fá holla og góða næringu. Endorfínið flæðir um líkamann að hreyfingu lokinni. Stoppaðu í augnablik eftir æf- inguna og njóttu þess að finna fyrir þessari góðu tilfinningu sem þú færð eftir átökin. Ef þú átt svo einhvern tíma erfitt með að rífa þig upp til að fara á æf- ingu, leitaðu þá að þessari tilfinn- ingu í minninu og drífu þig svo af stað. Launaðu líkamanum svo erfiðið með hollri og góðri nær- ingu sem byggir líkamann enn frekar upp. Ég vona að þessi ráð hjálpi ein- hverjum sem reynir að koma sér upp nýjum og hollum venjum í átt að heilbrigðum lífsstíl. Þetta tekur tíma en þegar venjurnar eru orðnar að daglegum athöfn- um er ekkert betra en að njóta þess að hlakka til þess að hreyfa sig á hverjum degi og borða holl- an og góðan mat. „Maður þarf virkilega að leggja sig allan fram við að búa til nýjar venjur og halda þeim gangandi því það reynir svo sannarlega á þolinmæðina. Það er oft talað um að það taki þrjátíu daga að koma upp nýjum venjum.“ Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur VENDU ÞIG Á VENJURNAR Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. Góðar venjur skila árangri. Lesendur Lífsins geta alltaf sent inn fyrirspurnir um kynlíf og fengið svarið birt hér í þessum dálki. ? Ég er með spurningu um meðaltal í samlífi hjóna á fertugsaldri. Er það eðlilegt að ætlast til þess að maki stundi kynlíf 3-4 sinnum í viku? Getur það verið merki um að annar að- ilinn sé kynlífsfíkill eða er þetta bara það sem hjón almennt gera? SVAR Kærar þakkir fyrir spurn- inguna, þetta er málefni sem brennur á mörgum pörum og er eitt algengasta deiluefni para hvað kynlíf viðkemur. Mismun- andi kynlöngun getur haft virki- lega slæm áhrif á sambönd þar sem endalaus togstreita í kyn- lífi og ólík löngun einstaklinga fer að hafa áhrif á aðra þætti sambandsins. Það er ómögu- legt fyrir mig að segja hvort maki þinn sé haldinn kynlífs- fíkn og er það hugtak út af fyrir sig umdeilt. Þegar talað er um fíkn þá lýtur það þeim lögmál- um að það valdi viðkomandi mik- illi truflun í lífinu og þá í raun væri kynlíf með maka aðeins skammgóður vermir. Hitt er svo annað, fólk hefur mismikla löng- un í kynlíf og geta margir þættir spilað þar inn í. Hvati fyrir að stunda kynlíf getur verið annar en kynlöngun og það getur verið að maki noti þetta sem leið til að tengjast tilfinningalega og auka nánd ykkar á milli. Þetta er allt- af spurning um samræmingu og að finna leið sem ykkur hentar þannig að jafnvægi náist í sam- lífinu. Það að krefjast kynlífs frá maka er í sjálfu sér vanda- samt því þetta er eitthvað sem þið þurfið bæði að koma að, ann- ars getur viðkomandi stundað sjálfsfróun ef eina málið er útrás en í flestum tilvikum er kyn- líf meira en bara það. Kynlíf er meira en bara samfarir og er gott að muna það, mörg pör finna sitt jafnvægi með því að minna á það og víkka út kynhegðunina sína með gælum. Þið þurfið því að ræða hreinskilnislega saman um hvað hentar ykkur. Til að aðstoða ykkur við þessar samn- ingaviðræður þá gæti verið gott að leita til kynfræðings í ráð- gjöf. Gangi ykkur vel og munið að sýna hvort öðru kurteisi, þolinmæði, skilning og virðingu í þessum samræðum. ER MAKI MINN KYNLÍFSFÍKILL? Heilsuvísir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 9 -F 3 E C 1 6 3 9 -F 2 B 0 1 6 3 9 -F 1 7 4 1 6 3 9 -F 0 3 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.