Fréttablaðið - 01.05.2015, Page 39

Fréttablaðið - 01.05.2015, Page 39
 | FÓLK | 3 TATTÚ OG SKART Svanur, Sessa og Málfríður eru nýbúin að taka stofuna á Hverfisgötu 108 í gegn. MYND/VILHELM Við tókum stofuna í gegn um páskana, brutum niður veggi, flotuðum gólfin og gerðum allt mun vistlegra og meira smart. Núna geta kúnnarnir horft inn og séð tattúmeistarana að störfum sem er mjög skemmtilegt enda myndast stemning eins og maður upplifir á tattúráðstefnunum,“ segir Seselía Sig- urðardóttir, eða Sessa eins og hún er alltaf kölluð. Hún og Svanur Guðrúnar- son, eiginmaður hennar, eru löngu þekkt í tattúbransanum enda er stofan þeirra ein sú elsta á landinu og hefur verið á sama stað í fimmtán ár. BREYTT MENNING Svanur hefur tattúerað í 21 ár og starf- aði í Svíþjóð áður en hann kom heim og stofnaði Tattoo og skart. Sessa hefur starfað við hlið hans í þrettán ár en saman mynda þau gott teymi. Hann húðflúrar og hún gatar. Þau segja miklar breytingar hafa orðið á þessum árum í húðflúrmenningu Íslendinga. „Tattúin eru alltaf fjöl- breytt en þó er meira um að fólk fái sér stór tattú og heilar ermar en var áður. Aðal breytingin er hins vegar í viðhorfi fólks til húðflúrs,“ segja þau og benda á að tengingin við undirheima sé ekki lengur til staðar. „Tattú eru orðin mjög algeng í knattspyrnunni og í ýmsu jaðarsporti og hingað til okkar kemur breiður hópur af fólki, bæði karlar og konur, og aðal- lega heilbrigt ungt fólk,“ segir Sessa. Hún bendir einnig á að húðflúrin hafi fengið allt aðra meðferð í fjölmiðlum en áður. „Í bíómyndum eru ekki leng- ur bara glæpamennirnir með tattú. Við finnum að fordómarnir eru að minnka enda eru tattústofur ekki lengur í bakhúsum heldur allt gert fyrir opnum tjöldum þar sem mikil áhersla er lögð á hreinlæti.“ HÚÐFLÚR ER LISTFORM Málfríður Sigrúnardóttir hefur starfað á Tattoo og skart í tvö ár en hún hefur gengið í listaskóla og lærði húðflúrlistina í Detroit og New York. „Ég er forláta mynd- listanörd og nýti húðflúrið til að skapa mína list,“ segir Málfríður, sem er afar vinsæl á meðal kven- kyns viðskiptavina Tatto og skart. Málfríður er sammála Svani og Sessu um að tattú- menningin hafi breyst til hins betra. „Ein af breyt- ingunum sem ég tek eftir er að konur eru ekki eins feimnar við að fá sér stór tattú. Margar hverjar fá sér ermar sem tíðkaðist ekki áður,“ segir Málfríður. Hún segir langflesta hafa fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það sem þeir vilja láta gera en oft fær Málfríður einnig frjálsar hendur í listsköpun sinni. En hvað er í tísku í húðflúrum í dag? „Tattúin eru mjög fjölbreytt en ornamental tattú eru mjög vinsæl núna. Það eru mandölur með flókin mynstur sem oft tekur langan tíma að vinna.“ GERIR EKKI ALLT Málfríður segist stundum fá furðulegar beiðnir. „Skrítnustu tattúin verða líklega til vegna vinnustaða- veðmála og veðmála í vinahópum. Sá sem tapar slíku veðmáli þarf oft að fá sér tattú á borð við fyrirtækja- lógó eða álíka,“ segir hún glettin. Hún segist þó alls ekki gera allt sem hún er beðin um. „Ég áskil mér rétt til að velja og hafna verkefnum og segi oft nei. Stundum er ég til dæmis ekki sátt við hönnunina,“ segir Málfríður og bendir á að það sé í tísku á meðal stúlkna í dag að fá sér húðflúr á fing- urna. „Mér finnst siðferðilega rangt að skrifa eitthvað sem endist að eilífu á fingur átján ára stelpna,“ segir hún. Þess má geta að hjá Tattoo og skarti er stíft ald- urstakmark. „Hér fær enginn tattú nema hann sé átján ára eða eldri og á því eru engar undantekningar.“ GÖTUNIN ALLTAF VINSÆL Sessa segir talsverða aukningu í götuninni. „Vinsælast er að gata geirvörtur og nef,“ segir hún og bendir á að viðskiptavinir sínir séu á öllum aldri. „Hér koma foreldrar til að láta gata eyru barna sinna og svo hef ég verið með konur um áttrætt sem hafa fengið sér hring í naflann,“ segir hún. Sessa segir viðhorfið til tattústofa mjög breytt. „Fyrir tíu árum hefði fólk aldrei komið á tattústofu til að fá göt í eyrun en í dag erum við meira eins og snyrtistofa og fólk er ekkert feimið við að koma til okkar.“ ÁHERSLA Á HREINLÆTI „Við erum með fullkomnasta búnað á landinu til dauð- hreinsunar og hæstu einkunn frá heilbrigðiseftirlit- inu,“ segir Sessa. „Við pössum allt slíkt alveg hundrað prósent.“ Ráðstefna á Hótel Sögu Icelandic tattoo expo KONUR FÁ SÉR Æ STÆRRI TATTÚ TATTOO OG SKART KYNNIR Hjónin Svanur og Sessa eiga og reka tattústofuna Tattoo og skart á Hverfisgötu 108. Þar hefur stofan verið í fimmtán ár, allt frá því Svanur stofnaði hana. Svanur er gamalreyndur í bransanum og segir miklar breytingar hafa orðið í tattúmenningu Íslendinga síðustu árin. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 A -7 9 3 C 1 6 3 A -7 8 0 0 1 6 3 A -7 6 C 4 1 6 3 A -7 5 8 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.