Fréttablaðið - 01.05.2015, Side 48
1. maí 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32
„Brot er fyrsta einkasýning mín
frá því ég útskrifaðist úr Listahá-
skólanum 2012, ég tók mér barn-
eignarleyfi í millitíðinni,“ segir
Katrín Erna Gunnarsdóttir sem
sýnir í Mjólkurbúðinni í Lista-
gilinu nú um helgina. Um er að
ræða vatnslitaverk á brotinn
pappír.
„Ég byrja á að brjóta pappírinn
og með því myndast skemmtileg
form sem ég fylli inn í með litum.
Þannig kemur þrívídd í verkin.“
Katrín Erna segir vídeóverk og
teikningar það sem hún hafi mest
fengist við til þessa.
„Þessi vatnslitaverk eru nokk-
urs konar framhald því ég lít á
brotlínurnar eins og teikningu í
víðum skilningi.
Sýningin verður opnuð klukkan
15 á morgun, föstudag, og stendur
aðeins þessa einu helgi. Allir eru
velkomnir. - gun
Eins og teikning í víðum skilningi
Katrín Erna opnar sýninguna Brot í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
LISTAMAÐURINN „Verkin eru tilraun
til að samþætta skúlptúragerð og
teikningu,“ segir Katrín Erna.
EITT VERK ANNA Listakonan notar
mest gráskalann en fer aðeins út í
blátt.
„Já, ég er að opna sýningu eina
ferðina enn. Þær eru orðnar nálægt
áttatíu. Milli þrjátíu og fjörutíu
hér á landi og álíka margar í Dan-
mörku,“ segir Tryggvi Ólafsson
myndlistarmaður um sýningu sem
hann er að opna í Galleríi Fold á
morgun. Hún heitir Ný grafík enda
eru þar eingöngu grafíkmyndir
frá tveimur síðustu árum, að sögn
listamannsins. „Ég hef sett mér það
markmið að reyna að búa til eina
grafíkmynd á mánuði og mér tekst
það. Fyrir aumingja, þá er það
gott.“ Hér er hann að vísa til þess
að hann hefur ekki fulla starfsorku
og er bundinn hjólastól. „Ég datt og
hálsbraut mig. Bara úti á svölum
heima hjá mér í Kaupmannahöfn,“
útskýrir hann. „Frúin mín, hún
Gerður, var sem betur fór heima,
annars er ekkert víst að ég væri á
lífi en eftir þetta slys fluttum við
heim til Íslands.“
Tryggvi segist ekkert vita hvað-
an hann hafi listfengið. „Ég er
bara fæddur með þessa mynda-
dellu, hún hefur fylgt mér síðan ég
var smákrakki, ég sökkti mér í að
skoða myndir, bækur og bæklinga
og þegar ég ferðast er ég alltaf að
skoða söfn og kirkjur.“
Tryggvi verður 75 ára í sumar og
hefur málað í 60 ár. Hann ólst upp á
Norðfirði til sextán ára aldurs. „Ég
málaði fjöllin og skipin eins og allir
strákar úti á landi,“ segir hann en
kveðst þó ekki eiga margar slíkar
myndir heldur vera búinn að gefa
þær allar. Það beinir huganum að
höfðinglegri gjöf hans á sumardag-
inn fyrsta er hann afhenti borgar-
stjóranum 210 myndir, tvær til
handa hverjum grunn- og leikskóla
borgarinnar. Með því vildi hann
tryggja að börn hefðu myndlist
fyrir augunum í skólunum. Sjálfur
Með myndadellu
frá því ég var krakki
Listmálarinn Tryggvi Ólafsson er upprunanum trúr og velur verkalýðsdaginn til
þess að opna sýningu. Sú er í Galleríi Fold við Rauðarárstíg og nefnist Ný grafík.
LISTAMAÐURINN „Ég hef sett mér það markmið að reyna að búa til eina grafík-
mynd á mánuði og mér tekst það,“ segir Tryggvi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
naut hann ekki slíks munaðar. „Það
var ekki ein einasta mynd í skólun-
um á Norðfirði þegar ég var þar,
hvorki barnaskólanum né gagn-
fræðaskólanum,“ minnist hann og
finnst svona gjöf ekkert tiltökumál.
„Ég er búinn að gefa fleiri hundr-
uð myndir um dagana,“ segir hann.
„Það hefur alltaf verið mín skoðun
að þeir eigi að gefa sem eiga. Hef
alltaf verið sósíalisti.“
Þegar ég spyr Tryggva hvort ég
megi ekki senda til hans ljósmynd-
ara svo við getum myndskreytt
þetta viðtal svarar hann: „Jú, ætli
það ekki, þó ég hati að vera mynd-
aður. Mér finnst það alltaf vera
eins og að vera fermdur upp á
nýtt!“
Sýningin hans Tryggva, Ný graf-
ík, verður opnuð í Galleríi Fold,
Rauðarárstíg, í dag, 1. maí, milli
klukkan 15 og 17. Þar verður vín-
glas og músík og allir velkomnir.
gun@frettabladid.is
Ég er bara fæddur
með þessa myndadellu,
hún hefur fylgt mér
síðan ég var smákrakki,
ég sökkti mér í að skoða
myndir, bækur og bækl-
inga og þegar ég ferðast
er ég alltaf að skoða söfn
og kirkjur.
Ég byrja á að brjóta
pappírinn og með því
myndast skemmtileg
form sem ég fylli inn í
með litum. Þannig kemur
þrívídd í verkin.
Aðdáendur írska skáldsins Sam-
uels Beckett hafa ástæðu til þess
að gleðjast þessa dagana. Leik-
ritið Endatafl, eitt af helstu verk-
um skáldsins og leikbókmennta
síðustu aldar, verður frumsýnt í
Tjarnarbíói í kvöld. Uppfærslan
er hluti af dagskrá Listahátíðar-
innar í Reykjavík sem hefst form-
lega seinna í þessum mánuði.
Stefán Jónsson leikari er á
meðal þeirra sem stíga á fjal-
irnar í kvöld ásamt þeim Þor-
steini Bachmann, Þór Tulinius
og Hörpu Arnardóttir í leik-
stjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Stefán hefur reyndar ekki leikið
á sviði í ein tíu ár en hann segir
að það hafi ekki verið nein með-
vituð ákvörðun. „Nei, þetta æxl-
aðist bara svona. Leikstjórn og
kennsla tóku yfir lífið og tíminn
til æfinga hvarf. Ég hef þó bleytt
í leikaranum af og til í sjón-
varpi og kvikmyndum og svo er
ég í raun leikandi allan daginn í
kennslu, enda leikara-leikstjóri
eins og það er kallað.“
Stefán segir að það hafi vissu-
lega komið einhver tilboð á þess-
um tíu árum en hann bara ekki
stokkið. „En nú bara passaði
þetta og Kristín leikstjóri var
svo liðleg og henni var svo mikið
í mun að fá mig til liðs við sig að
þetta var kjörið tækifæri. Þetta
er líka svo stórkostlegt verk og
hlutverkið afmarkað.
Það er líka svo yndislegt fólk
þarna innanborðs, kærir vinir
og uppáhaldsleikarar, þannig að
þetta er fallegt og rétt. Svo er
líka gott að koma og fá að vera án
ábyrgðar og láta segja sér fyrir
verkum. Það er frábært að vinna
með Kristínu og svo hefur Sig-
urður Pálsson, eiginmaður henn-
ar, líka verið að koma að þessu
sem dramatúrg. Ég hef þekkt þau
hjón í mörg ár og þau eru einstak-
lega nærandi og góður félags-
skapur.“
Verk Becketts þykja mörgum
vera mikil áskorun, jafnt leik-
urum sem áhorfendum, en Stef-
án segist alltaf hafa heillast af
verkum hans. „Beckett nær með
svo einstökum hætti yfir fárán-
leika tilvistarinnar. Texti og
kringumstæður eru á einhvern
hátt svo raunverulegar og mann-
legar í senn. Textinn er allur svo
nákvæmur og meitlaður að maður
finnur vel hvernig legið hefur
verið yfir hverju einasta orði og
nostrað við hvert smáatriði.
Mennskan er yfirþyrmandi
í verkum Becketts og allt sem
hann var að takast á við á sínum
tíma á ekki síður við í dag. Líkast
til vegna þess að okkur mönnun-
um virðist fyrirmunað að læra af
reynslunni.
Beckett gerir kröfur til áhorf-
enda. Það þarf að gefa sér tíma
og hugsa og spegla sig í listinni.
Heimurinn er eins og hann er af
því að við hugsum of lítið og neyt-
um of mikið – látum mata okkur
hugsunarlaust. En Beckett krefst
þess af þér að þú gerir meira, látir
ekki undan þessu markaðsstýrða
samfélagi og hugsir um mennsk-
una og það er hlutverk listarinn-
ar.“ magnus@frettabladid.is
Við hugsum of lítið
Stefán Jónsson er á meðal leikenda sem frumsýna í
kvöld Endatafl eft ir Samuel Beckett í Tjarnarbíói.
ENDURKOMA
Stefán Jóns-
son leikari
snýr aftur
á fjalirnar
í Endatafli
Becketts eftir
tíu ára hlé.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Mennskan er yfir-
þyrmandi í verkum
Becketts og allt sem
hann var að takast á við
á sínum tíma á ekki síður
við í dag. Líkast til vegna
vegna þess að okkur
mönnunum virðist
fyrirmunað að læra af
reynslunni.
Stefán Jónsson
leikari
MENNING
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
9
-B
D
9
C
1
6
3
9
-B
C
6
0
1
6
3
9
-B
B
2
4
1
6
3
9
-B
9
E
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K