Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 78
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 34 Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða, búa til úr þeim skutlur og skutla þeim í net sem eru í öllum söfnum Borgarbóka- safns. Vikulega er einn þátttakenda útnefndur Lestrarhestur vikunnar og sá eða sú hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Emilía Ingibjörg Heimisdóttir 8 áraLestrarhestur vikunnar Freyja er tíu ára nemandi í Vesturbæjarskóla en er þessa dagana stödd í sveitinni í Skagafirði hjá afa sínum og ömmu. Þau búa á bænum Flugumýrarhvammi sem er meðalstórt mjólkurbú og Freyja hjálpar til í fjósinu. En áður en hún fór í sveitina fór hún í bíó og sá myndina Inside Out. Um hvað fjallar myndin Inside Out? Hún fjallar um tilfinning- ar ákveðinnar stúlku. Þetta eru fimm tilfinningar sem eru aðal- persónurnar í myndinni. Þær heita Ofsi, Glöð, Leiði, Ótti og Andstyggð. Stelpan er eiginlega ekki aðalpersónan. Hvernig eru þessar tilfinn- ingar? Glöð er sú sem sér um allt sem kætir stelpuna. Ofsi er mjög oft pirraður og stýrir reiðinni. Ótti er alltaf hrædd- ur og ofverndar stúlkuna. Leiði stjórnar því hvað gerir stúlk- una leiða, eins og til dæmis að hún þurfi að flytja. Fimmta til- finningin, Andstyggð, er alltaf í gelgjukasti. Hún ákveður hvað henni finnst vont og hjálpar stelpunni að vita hverjir eru kúl og hverjir eru ömurlega leiðin- legir. Hvaða persóna finnst þér skemmti- legust? Ofsi. Hann er rosalega fyndinn og ákveðinn. Hvernig mynd er þetta? Hún er spennandi og fyndin en samt ekki beint gaman- mynd. Það er fjör í henni en líka kaflar sem eru sorglegir. Myndir þú mæla með þessari mynd? Já. Fyrir hvaða aldur? Svona fimm til tólf ára. Það eru flókin atriði í henni og þetta er krakkamynd sem passaði vel fyrir litla bróð- ur minn (5 ára) og mig. Svo er þessi mynd örugglega mjög góð fyrir fólk sem dáir hokkí, því stelpan æfir hokkí. Þetta eru svona aðstæður sem gætu verið í Kanada. Fjörug og fyndin en líka sorgleg á köfl um Freyja Sigrún Freysdóttir fór á myndina Inside Out. Hún segir myndina vera frábæra fyrir þá sem fíla hokkí og að persónan Ofsi sé skemmtilegust. Ísold Emma Andra- dóttir, 6 ára, sendi Frétta- blaðinu þessa fínu sumarmynd. Hvað er skemmtilegast við bækur? Það sem mér finnst skemmtilegast við bækur eru öll ævintýrin sem hægt er að lesa. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Síðasta bókin sem ég las heitir Ungi litli og er bók með mörgum sögum. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Já, það er nýja bókin eftir Ævar Þór, Risa- eðlur í Reykjavík. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Það er langskemmtilegast að lesa ævintýri. Í hvaða skóla gengur þú? Norðlingaskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, mjög oft. Amma mín vinnur á bókasafninu og svo er líka safn í skólan- um mínum sem ég heimsæki oft. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og að fara á hestbak, ég er einmitt á mjög skemmtilegu hestanámskeiði í sumar. SVEITASTELPA Kvikmyndarýnir vikunnar er nú staddur í sveitinni í Skagafirði. En hún komst í bíó að sjá Inside Out áður en hún fór burt í sveitina. Bragi Halldórsson „Þetta er nú meiri ruglings teningasúpan,“ sagði Róbert og það hnussaði í honum. „Það er ekki hægt að sjá neitt út úr þessu. „Jú,“ sagði Konráð. „Hér eru teningar sem búið er að raða í form. Formunum hefur verið snúið allavega svo erfitt getur verið að sjá hvaða form eru eins. Þrjú formin eru eins, þótt þau snúi mismunandi, en það fjórða er öðruvísi.“ Getur þú séð hvaða form er öðruvísi en hin þrjú? A B D E SVAR: D 154 Hversu mikið hefur eignin þín hækkað í verði ? 510 7900 Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali. Kristján Þ. Hauksson Sölufulltrúi. 696 1122 kristjan@fastlind.is www.fastlind.is Þú getur komist að því með fríu verðmati. Framúrskarandi þjónusta í þína þágu 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -6 4 1 C 1 6 2 B -6 2 E 0 1 6 2 B -6 1 A 4 1 6 2 B -6 0 6 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.