Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 82
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 38TÍMAMÓT
MERKISATBURÐIR
1835 Vísur Íslendinga („Hvað er svo glatt sem góðra vina fund-
ur“) eftir Jónas Hallgrímsson fyrst sungnar opinberlega. Söngur-
inn fer fram í Hjartakershúsum í Danmörku.
1855 Danska gufuskipið Thor kemur til Reykjavíkur og er það
fyrsta gufuskip sem kom til Íslands.
1857 Fyrsta gufuskipið kemur til Akureyrar og er það enska
eftir litsskipið HMS Snake.
1903 Fyrsta kvikmyndasýningin á Íslandi fer fram í Góðtempl-
arahúsinu á Akureyri.
1920 Fyrsta slys af völdum flugvélar á Íslandi verður er barn
varð fyrir flugvél í Vatnsmýrinni í Reykjavík og beið bana.
1921 Rafstöðin við Elliðaár er vígð.
1925 Lög um mannanöfn ganga í gildi á Íslandi og eftir það er
bannað að taka sér ættarnafn.
1930 Skógræktarfélag Íslands er stofnað á Þingvöllum.
Í marsmánuði árið 2006 var ákveðið að
verja 1,5 milljónum til að fjármagna
breytingar á grunnforritum Hagstofunnar
svo að hægt væri að skrá samkynhneigða
í sambúð í þjóðskránni. Tillaga þess efnis
var fyrst lögð fram árið 2004 og það tók
því langan tíma til þess að fá hana sam-
þykkta. Þegar tillagan var lögð fram þá
var kirkjan einnig hvött til þess að leyfa
samkynhneigðum að giftast í kirkjum
landsins sem hún leyfði ekki á þeim tíma.
Það tók mun lengri tíma að fá giftingu
samkynhneigðra í leyfða, en það var ekki
samþykkt fyrr en árið 2010.
Fyrir árið 2006 höfðu samkynhneigðir,
þannig séð, geta skráð sig í sambúð
frá árinu 1996 að einhverju leyti en þó
með undantekningum. Til dæmis var
það ekki skráð hjá Hagstofu Íslands.
Það var einnig lagt til að samkyn-
hneigðir mættu ættleiða börn, en fram
að þeim tíma höfðu þeir aðeins mátt
ættleiða stjúpbörn sín. Stærsta hindr-
unin í vegi fyrir samþykkt á breytingu
ættleiðingarreglnanna var samskipti
við lönd ytra þar sem yfirvöld vildu ekki
að samkynhneigð pör ættleiddu börn
þaðan.
ÞETTA GERÐIST: 27. JÚNÍ 2006
Samkynhneigðir fá að staðfesta samvist sína
Á sunnudaginn verður haldið upp á að
35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finn-
bogadóttir var kosin forseti Íslands.
Haldin verður stór hátíð á Arnar-
hóli sem hefst klukkan 19.30 og mun
standa til klukkan 21.00. Stofnun Vig-
dísar Finnbogadóttur annast skipulag
hátíðarinnar í samstarfi við Alþingi,
Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg,
Samband íslenskra sveitarfélaga, Sam-
tök atvinnulífsins, framkvæmdanefnd
um 100 ára afmæli kosningaréttar
kvenna, skógræktar- og landgræðslu-
félög ásamt fjölda annarra stofnana og
félagasamtaka.
Dagskráin verður fjölbreytt og inni-
heldur blöndu af tónlist og töluðu máli.
Kolbrún Halldórsdóttir er listrænn
stjórnandi hátíðarinnar. „Fyrir þessi
merkilegu tímamót langaði okkur
að horfa á líf og störf Vigdísar með
augum þeirra sem ekki voru vaxnir úr
grasi á árunum 1980-1996. Svo við leit-
uðum til sviðslistadeildar Listaháskóla
Íslands og Stúdentaleikhússins og
fengum til liðs við okkur unga sviðs-
höfunda og leikara til þess að kynna
sér aðdraganda þess að Vigdís gaf kost
á sér í embætti forseta Íslands og árin
hennar á forsetastóli,“ segir Kolbrún.
Efnið sem þessir ungu listamenn
settu saman verður svo eins konar
lím í dagskránni, rammi sem teng-
ir saman fjölbreytt tónlistaratriði og
ávörp.
Kolbrún segir unga listafólkið hafa
lesið sér vel til um málefni Vigdísar.
„Eftir að hafa kafað ofan í efnið og
skrifað hugleiðingar sínar, var orðið til
tæplega 30 bls. handrit með fjöldanum
öllum af skemmtilegum hugmyndum.
En þar sem tíminn er afar takmark-
aður þarf formið að vera knappt, svo
þau sigtuðu sig í gegnum textann með
fínlegasta sigtinu í skúffunni og eftir
sitja nokkur gullkorn sem þau munu
flytja hátíðargestum á sunnudag.“ Alls
komu átta sviðshöfundar og leikarar
að þessari sköpun og sex þeirra munu
standa á sviðinu og flytja afrakstur-
inn.
„Þetta er búið að vera virkilega gef-
andi verkefni, sérstaklega að fá tæki-
færi til að skoða þessi merku tímamót
í sögu okkar Íslendinga með augum
þeirra sem muna Vigdísi ekki sem
forseta en finnst hún samt hafa verið
nálæg sem leiðtogi og fyrirmynd alla
tíð.“
Þau sem koma að verkefninu eru
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Domin-
ique Gyða Sigrúnardóttir, Birnir Jón
Sigurðsson, Daníel Takefusa Þórisson,
Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir og
Kristín Ólafsdóttir. Auk þeirra lögðu
Guðmundur Felixson og Þorvaldur S.
Helgason hönd á plóg við handritsgerð
og Andri Snær Magnason var þeim til
halds og trausts. -gj
Forsetatíð Vigdísar með
augum unga fólksins
Haldið verður upp á 35 ára kosningaafmæli Vigdísar Finnbogadóttur á sunnudagskvöldið
á Arnarhól. Kolbrún Halldórsdóttir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
ALLT AÐ VERÐA KLÁRT Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, nemi á sviðshöfundabraut LHÍ, og
Kolbrún Halldórsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR
Haldið verður upp á kosninga-
afmæli Vigdísar á Arnarhóli á
sunnu daginn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR
áður til heimilis að Garðavegi 9,
Hafnarfirði,
lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 17. júní.
Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði föstudaginn 3. júlí kl. 13.00.
Lilja Sölvadóttir
Ásgeir Sölvason
Þórdís Sölvadóttir
Erla Sölvadóttir
Kristín Sölvadóttir Benedikt Kröyer
Steinunn Sölvadóttir Stefán Símonarson
barnabörn og barnabarnabörn.
551 3485 • udo.is
Davíð
útfararstjóri
Óli Pétur
útfararstjóri
Útfararþjónusta síðan 1996
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát
og útför systur okkar og mágkonu,
KATRÍNAR SIGRÚNAR
GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Hemru í Skaftártungu,
síðast til heimilis í
Langagerði 122 í Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins þar fyrir nærgætni og frábæra
umönnun.
Brynrún Bára Guðjónsdóttir
Kristín Guðjónsdóttir Rúnar Viktorsson
Þórir Páll Guðjónsson Helga Karlsdóttir
Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
PETRU ÓSKAR GÍSLADÓTTUR
áður Hólavegi 26, Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild
2, Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks, fyrir góða
umönnun og kærleika í garð móður okkar.
Einnig færum við Flugumýrarsystkinum og mökum ástarþakkir
fyrir ómetanlega hjálpsemi og umhyggju.
Guð blessi ykkur,
Gísli Hafsteinn Einarsson Kolbrún Sigurðardóttir
Guðlaug Ragna Jónsdóttir Einar Stefánsson
Ingimar Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR
Melabraut 9, Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 29. júní
kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent er á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Guðmundur Jóhannesson Bergljót Helga Jósepsdóttir
Alexander Jóhannesson Helga Hafsteinsdóttir
Anna Birna Jóhannesdóttir Steingrímur Ellingsen
Guðlaug Ingibjörg Hecher Gary Hecker
barnabörn og barnabarnabörn.
70 ára afmæli
Kristjón Sigurðsson
Kæru ættingjar, vinir og félagar.
Í tilefni sjötugsafmælis Kristjóns verður
opið hús hjá Rafal að Hringhellu 9,
Hafnarfirði, þann 4. júlí nk.
Stuðið hefst kl. 19.30 og verður fram á
nótt. Veislustjóri verður hinn landsþekkti
Jóhannes Kristjánsson.
Það væri okkur mikill heiður ef þið, ásamt
mökum, sjáið ykkur fært að mæta.
Í boði eru léttar veitingar og fjölbreytt
k
Þetta er búið að vera
virkilega gefandi verkefni,
sérstaklega að fá tækifæri
til að skoða þessi merku
tímamót í sögu okkar
Íslendinga með augum
þeirra sem muna Vigdísi
ekki sem forseta en finnst
hún samt hafa verið nálæg
sem leiðtogi og fyrirmynd
alla tíð.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
B
-7
2
E
C
1
6
2
B
-7
1
B
0
1
6
2
B
-7
0
7
4
1
6
2
B
-6
F
3
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
1
0
4
s
_
2
6
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K