Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 24
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 þar sem þeir gáfu upp hernúmer sem er eins og kennitala og heim- ilisfang.“ „This is Reinaldo, your father“ Magnea fór heim og skrifaði pabba sínum, Reinaldo Rivera, bréf með myndum af sér og þáverandi eigin- manni og börnum. „Það liðu dagar, ekki vika, þá hringdi síminn á sunnudagsmorgni klukkan átta og sagt er í símann: Good morning, this is Reinaldo, your father.“ Magnea segist ekkert hafa vitað hvernig hún átti að vera í símtal- inu. „Ég hló og grét til skiptis. Við töluðum saman í klukkutíma. Hann sagði mér að við værum frá Púertó Ríkó og ég ætti þrjá hálfbræður í Ameríku og svo spurði hann hvort hann mætti koma. Og ég sagði: Nei, guð minn góður, ekki strax. En svo var hann kominn eftir viku. Það var mjög sérstakt.“ Hún segir erfitt að lýsa því að vera allt í einu orðin dóttir manns sem hún hafði aldrei séð áður. „Svo erum við svo lík. Það var erfitt, en ofboðslega tilfinningaþrungið að hitta manninn. Hann var hérna í viku í það skiptið, en við höfðum mjög mikil samskipti þar til hann dó. Hann tók mér vel.“ Rifust um pólitík og Bandaríkin Um 100 feður komu í leitirnar fyrir tilstilli Samtaka stríðsbarna á Íslandi. „Ég var mjög heppin en margir lentu í því að feður þeirra sögðust komnir með nýtt líf og treystu sér ekki í þennan pakka. En pabbi tók mér opnum örmum. Ég er reyndar ekki í miklu sambandi við bræður mína eftir að hann faðir minn dó, en ekkert slæmu – bara ekki miklu. Pabbi var límið í þessu. Hann var fjölskyldurækinn, en skap- mikill. Hann var nýkominn heim frá Kanada í eitt skiptið, þegar hann fór í smá aðgerð og fékk hjartaslag og dó. Hann sagði alltaf: ég vona að Guð gefi að það þurfi ekkert hjúkr- unarfólk að hugsa um mig, því ég er óalandi og óferjandi. Sem var alveg rétt hjá honum. Þannig að það voru allir ægilega fegnir þegar hann dó svona snögglega. Okkur þótti rosa- lega vænt hvoru um annað. En við rifumst um pólitík og hvort Banda- ríkin væru slæm eða góð.“ Tengdó afritar samtalsmeðferðina Svo var gert leikrit? „Já, það er kap- ítuli út af fyrir sig. Ég var búin að vera lengi hjá geðlækni því ég átti erfiða bernsku og svona. Ég ákvað að fara í samtalsmeðferð og segja frá öllu. Læknirinn ráðlagði mér að skrifa niður ævina, þannig að ég fór og leigði mér bústað og skrifaði eins langt og ég mundi aftur og fram að þessum degi. Svo á ég tengdason sem heitir Valur Freyr og er leik- ari og hann fékk strax áhuga á þeim hluta ævisögunnar sem var leitin að pabba. Eftir langa umhugsun lánaði ég honum söguna. Hann lék mig og mömmu. Þetta var ótrúlega vel gert hjá honum.“ Verkið, Tengdó, var sýnt 67 sinn- um, sem er sennilega met á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu, en upp- haflega átti að sýna það átta sinn- um. Tengdó fékk fjórar Grímur. Var ekki erfitt að sjá þenn- an kafla lífsins á sviði? Var það kannski heilandi? „Ég veit ekki hvað ég á að segja, bæði og. Það var ofsalega skrítið og erfitt og það brutust fram allar mögulegar tilfinningar. Ég grét, og það grétu margir – en ég var samt svo þakk- lát hvað Valur gerði þetta vel, af virðingu. Hann sýndi mér allt sem hann skrifaði og gerði áður en hann kláraði. Ég vissi að ég gæti treyst honum. Fyrst fannst mér þetta erf- itt og hugsaði: Hvernig dettur þér í hug að setja þennan hluta ævi þinn- ar upp í ginið á almenningi? En svo þegar tíminn líður þykir mér vænt um þetta verk. Ég gæti ekki feng- ið betri tengdasyni þótt þeir væru pantaðir af pöntunarlista. Þetta gerir mig sterkari og kenndi mér að hætta að vera með leyndarmál – skömmin fór og nú er ég ánægð með þetta. Það er bara flott að vera „kanamellubarn“.“ „Góði minn, ég ræð mínu lífi“ Magnea er greind með geðhvörf. Hún hefur átt löng góð tímabil, en svo veikst mikið á milli. Þá hringdi síminn á sunnudagsmorgni og sagt er í símann: Good morning, this is Reinaldo, your father. En veistu hvað ég gerði? Ég henti lyfjunum. Ég ákvað einn daginn að mér væri batnað. Ég keypti tvo sumar- bústaði, eina íbúð, nokkur hundruð metra af gardínuefni, tólf farseðla til Bandaríkjanna. Það er ekki viðtekið á Íslandi að konan sé þetta eldri en maðurinn í ástarsambandi! En þetta er bara jafnréttismál. „Líkamleg veikindi eru ekk- ert við hlið kvíða. Þú myndir ekki óska óvini þínum svona kvíða. En ég ef verið ofboðslega heppin með lækna, bæði inni á geðdeild og á Kleppi og lækninn úti í bæ, sem ég geng enn þá til. Þetta er dásamlegt fólk. Það er eins og ég hafi verið leidd að bestu læknunum. Svo hef ég mikla hjálp fengið í Hugarafli, sem er algjör vin í eyðimörkinni fyrir fólk með geðraskanir. Allir með svo stórt hjarta og vilja hjálpa, kærleiksríkt og klárt fólk. Og að eiga fjölskyldu sem maður getur hvílt í þegar maður er veikur, eins og ég á, það er auðvitað engu líkt.“ Magnea lýsir aðdraganda veik- inda sinna fyrir tveimur árum sem viðburðasnauðum tíma. „Það var nákvæmlega ekkert að ske í mínu lífi nema gott. En veistu hvað ég gerði? Ég henti lyfjunum. Ég ákvað einn daginn að mér væri batn- að. Geðlæknirinn minn var mjög mótfallinn þessu – sagði það stór- hættulegt. Hann var 41 og ég var 68 þegar þetta gerist, og ég sagði: Góði minn, ég ræð mínu lífi, ég er 68 ára.“ Verslaði veglega í maníunni Það liðu nokkrar vikur þangað til Magnea veiktist meira en nokkru sinni fyrr. „Það skrítna er að ég fór aftur á sömu lyf og ég hafði hent og þá virkuðu þau ekki. Það veit eng- inn af hverju. Það voru reynd sjö þunglyndislyf á mér áður en lyfin byrjuðu að virka. Ég lá inni á deild í tíu mánuði. Það er samt svo miklu eðlilegri nálgun af geðlæknum núna en fyrst þegar ég var að veikj- ast. Þegar ég lá inni á geðdeild ’97 talaði enginn um mataræði, svefn og hreyfingu, en núna er mikið lagt upp úr því. Það er jákvæð breyting. En ég hef bara farið í eina alvöru maníu á ævinni. Það var rétt fyrir Hrun.“ Magnea hlær þegar hún rifjar upp maníuna. „Mér datt í hug að versla veglega, þannig að ég keypti tvo sumarbústaði, eina íbúð, nokk- ur hundruð metra af gardínuefni, tólf farseðla til Bandaríkjanna, og eitthvað fleira. Við vorum að fara á ættarmót til Púertó Ríkó að hitta föðurfjölskylduna. Þá vorum við tólf í fjölskyldunni. Mér fannst þetta alveg rakið, ég bauð þeim til BNA og þau keyptu flugið áfram. Þegar ég fór svo upp á deild sagði geðlæknirinn við mig: Magnea mín, ég skil þetta ekki, ætlarðu 12 sinn- um til Ameríku? Nei, nei, við erum tólf sko, dæturnar og tengdasyn- ir og barnabörn og við förum öll. Og við fórum. Þá var mér reyndar batnað.“ Góður tími til að fara í maníu „Svo þurfti maðurinn minn að fara í að vinda ofan af þessum ósköp- um. Ég hafði líka selt húsið sem við bjuggum í. Það var ekki hægt að draga það til baka. Ég falsaði nafn- ið hans á alla pappíra og fannst það ekkert mál. Fór í bankann, fyrir hornið með pappírana, skrifaði nafnið hans og inn aftur og þjón- ustufulltrúinn gerði enga athuga- semd við það að ég var tvær mínút- ur að verða mér úti um undir skrift mannsins. En þá gátu allir fengið lán. Ég lenti á voða góðum tíma í maníunni.“ Magnea hlær. Magnea segist vera fín þegar hún er á lyfjunum. „Ég mun aldrei hætta aftur á lyfjunum. Fólk hefur svo mikla fordóma fyrir geðlyfjum, en ég þakka Guði fyrir að þau séu til. Annars væri ég dauð. Ef ég er alveg heiðarleg þá held ég að þetta hafi verið fordómar gagnvart geð- lyfjum. Mér hefði aldrei dottið í hug að hætta á lyfjunum ef ég væri með sykursýki.“ Kýldist út af einni pípu Móðurfólk Magneu smakkaði varla vín, en sjálf átti hún í vandræðum með áfengi og vímuefni. Þegar hún hitti föðurfjölskyldu sína loksins, 48 ára, fór ýmislegt að renna upp fyrir henni. „Þegar ég hitti fólkið mitt úr föðurfjölskyldu og kynnt- ist bræðrum mínum, þá vorum við öll alkóhólistar og kallinn líka. Mér dettur í hug að þarna sé tenging,“ segir Magnea og hlær. Hún hóf 16 ára að drekka og seg- ist hafa verið alki frá fyrsta glasi. „Ég drakk mig dauða á fyrsta fyll- eríinu og svo bara drakk ég og drakk. Svo þegar ég var rúmlega tvítug og bjó í Keflavík, þá flæddi bara niður af Keflavíkurflugvelli hassið og það þótti ekkert meira en að reykja sígarettur í þá daga. Ekk- ert gras, þetta var bara hass frá Líbanon og ógeðslega sterkt. Maður kýldist út af einni pípu. Þannig að ég fór fljótt að reykja daglega, svo fór ég að nota pillur, róandi og örv- andi, spítt um helgar og róandi til að ná mér niður. Síðustu tíu árin var ég í daglegri neyslu, Valíum á morgnana. Ég fór í gegnum nám og fékk fína vinnu með þessu.“ Þegar Magnea var enn í neyslu, sem hún lét af fyrir rúmum þrjá- tíu árum var ekki búið að greina hana með geðhvörf. „Fyrst hélt ég að ég væri ekki í nægilegum bata frá alkóhólisma en svo komst ég að því að þetta var honum algjörlega óskylt, annar sjúkdómur.“ Skildu eftir hálfa öld Talið berst að fyrrverandi eigin- manni Magneu. „Ég kynntist manninum þegar ég var tíu ára. Við vorum saman í bekk í Kefla- vík. Hann sagði nú stundum, að þegar hann sá mig koma inn í bekk- inn, með svarta hárið og krullurn- ar og dökku húðina, þá hefði hans líf verið skráð. Hann er ofboðslega góður maður og pabbi og afi og eiginmaður, finnst mér. Við vorum búin að búa saman í tæplega fimm- tíu ár þegar við skildum fyrir hálfu ári.“ Hvernig er að skilja eftir hálfa öld? „Hann óskaði eftir skilnaði. Það kom eins og þruma úr heið- skíru lofti og var rosalega erfitt. Af því að ég hafði aldrei átt neitt líf sem fullorðin kona án hans. En ég tók strax þann pól í hæðina að hafa þennan skilnað ekki eins og stríð, við vorum á leiðinni að verða langafi og -amma og ég vildi ekki stríð. Við höfum alltaf haft tals- vert samband og höfum enn, farið saman í afmæli hjá barnabörnum sem eru níu, útskriftir og frum- sýningar, því við eigum börn sem starfa mikið í listum og í leikhúsi. Ég var ótrúlega fljót að jafna mig og líta á þetta sem nýtt tækifæri, að kynnast sjálfri mér betur og hvað ég vil, ein. Núna er ég orðin sátt.“ Magnea hafði aldrei gert neitt nema með honum. „Þetta var eins og nýtt líf. Bara það að búa ein, vakna ein á morgnana. Hvað á maður að gera einn klukkan átta á morgnana? Við vorum rosalega góðir vinir og erum í raun og veru enn, það er ekk- ert tekið í burtu.“ Jafnréttismál að fá að elska yngri En er Magnea eitthvað að slá sér upp? „Já. Sem er mjög sérstakt og óvenjulegt á Íslandi af því að mað- urinn er talsvert yngri en ég. Við erum að tala um áratugi.“ Magnea skellir upp úr. „Það er ekki viðtekið á Íslandi að konan sé þetta eldri en maðurinn í ástarsam- bandi! En þetta er bara jafnréttis- mál. Af hverja mega mennirnir vera miklu eldri en konurnar? Ég viður- kenni alveg að ég hrekk stundum sjálf í kút þegar ég man eftir þess- um aldursmun og hugsa: Á hvaða ferðalagi ert þú eiginlega Magnea? Ég var mjög hrædd um hvað fólk myndi segja um okkur, þegar við fórum að vera saman og ég tala nú ekki um að opinbera þetta hér í við- tali í Fréttablaðinu. Ég óttast for- dómana og ég óttast höfnun. En ég er 70 ára og ég ætla ekki að láta for- dóma samfélagsins stoppa mig í þessu. Það kemur ekki til greina.“ Hún heldur áfram. „Ég mæli með því að konur á mínum aldri láti ald- urinn ekki stöðva sig. Við getum allt og það er æðislegt að fá að kynn- ast sér svona upp á nýtt. Svo á ég dásamlega fjölskyldu sem styður við bakið á mér hvað sem á dynur og heldur mér ungri – besta vinkona mín er 25 ára, barnabarnið mitt hún Kolfinna. Ég er æðislega þakklát fyrir þau.“ Tvær af ömmustelpum Magneu, Salka og Kolfinna, eru í hljómsveit- inni Reykjavíkurdætrum. „Svo hef ég óskað eftir því að fá að vera með- limur í hljómsveitinni. Mér finnst þær vera æðislegar og ég er mjög stolt af þeim eins og af allri minni fjölskyldu. Reykjavíkurdætur hafa tekið því vel og málið er í athugun.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -7 7 D C 1 6 2 B -7 6 A 0 1 6 2 B -7 5 6 4 1 6 2 B -7 4 2 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.