Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 22
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Magnea Rivera Rein-aldsdóttir ákvað ung að hún ætlaði sér að finna pabba sinn. „Mamma sagði mér alltaf að hann væri dáinn. Innst inni vissi ég að hann var lifandi, ég hafði ein- hverja tilfinningu. En ég ákvað að leita hans ekki á meðan mamma lifði því það hefði orðið henni mikið áfall að ég kæmi allt í einu með dátann þrjátíu árum seinna inn í stofu. Þannig að ég beið þangað til hún dó,“ segir Magnea þegar blaða- maður hittir hana fyrir á kaffihúsi í bænum. Magnea er sjötíu ára gömul og hefur lifað viðburðaríka ævi, svo vægt sé til orða tekið. Hún fæddist í miðbæ Reykjavíkur og átti heima þar ásamt móður sinni og bróður, sem hún heitir í höfuðið á, Magnúsi. Rólegt skynsemishjónaband „Mamma varð ólétt eftir Amerík- ana sem lætur sig hverfa. Þann- ig að þarna stendur hún allt í einu ein, verkakona með nýfætt barn og tíu ára gamlan son. Það var ekkert sem hún gat gert annað en að gerast ráðskona í sveit. Það var ekki hægt að vinna fyrir sér sem verkakona með tvö börn á þeim tíma,“ rifjar Magnea upp. Móðir hennar lagði leið sína í Hafnirnar og varð ráðs- kona. „Hún giftist manninum þar bara strax. Ég vissi ekki fyrr en seinna að þetta var skynsemishjóna- band. Hann var embættismaður og skólastjóri og þurfti konu til að sjá um heimilið og hún þurfti mann til að ala upp börnin með sér.“ Magnea lýsir hjónabandinu þeirra á milli sem góðu og rólegu. „Svo deyr hann þegar ég er tíu ára, sem er með mestu áföllum sem ég hef orðið fyrir. Ég var svo svakalega hænd að honum. Við mamma áttum ekki jafn gott samband. Pabbi var auðvitað strokinn úr landi og hún yfirfærði það dálítið á mig. Hún talaði um að ég væri með hans nei- kvæða skap og svona.“ Svo deyr Jón, fóstri Magneu. „Við flytjum til Keflavíkur til að mamma geti unnið fyrir sér, og þarna er ég allt í einu alltaf ein, í staðinn fyrir að hafa mömmu og pabba og bróð- ur minn og fullt hús af fólki. Og það var erfitt.“ Stríðsbörn á Íslandi Magnea ólst upp í Keflavík og gekk þar í skóla. Hún beið alla tíð eftir að hefja leitina að föður sínum. „Ég byrjaði að leita að honum um leið og mamma dó. Þá var ég 28 ára. Það tók mig tuttugu ár að finna hann. Þá var maður sem skrifaði í dagblað- ið að hann hefði fundið pabba sinn í gegnum bandarísku símaskrána. Þannig að ég setti mig í samband við hann. Og það voru margir sem hringdu í hann í sömu sporum, svo hann ákvað að boða okkur öll inn á skrifstofu sína. Þarna ákváðum við að stofna samtök sem hétu Samtök stríðsbarna á Íslandi.“ Magneu fannst gaman að starfa í samtökunum. Þau útbjuggu eyðu- blöð sem þau létu fólk fylla út, hversu mikið það vissi um feður sína. „Svo reyndum við að finna þá í gegnum herinn og bandarísku símaskrána. Þarna talaði svo einu sinni maður sem sagðist hafa fund- ið pabba sinn í gegnum sakadóm- inn. Hann ákvað að athuga hvort mamma hans hefði verið í einhverju sambandi við bandaríska herinn og fann allt um manninn. Þarna er ég búin að leita í 17 ár. Ég fer sömu leið og spyr hvort til séu einhverjir pappírar um Guðbjörgu Grímsdótt- ur, móður mína. Það liðu tvær mín- útur þangað til afgreiðslustúlkan kom með þykka möppu og sakadóm- urinn var fimm mínútum frá heim- ili mínu. Það var þannig stutt í allar upplýsingarnar sem ég hafði leitað svona lengi. Þá hafði mamma verið að leita að pabba í gegnum utanrík- isráðuneytið, því bróðir ömmu var þá ráðherra, þannig að hann hafði aðgang að toppunum hérna. Og það voru bréfaskipti milli bandaríska hersins og utanríkisráðuneytisins, Ólöf Skaftadóttir olof@365.is Verslaði veglega í maníu Magnea Rivera Reinaldsdóttir, betur þekkt sem Amma Maddý, er litríkur karakter. Hún er skemmtileg, hreinskilin og afar lífsreynd. Eftir henni hafa verið nefndir leikhópar og heilt leikrit sett upp um viðburðaríka ævi hennar. Hún fann föður sinn 48 ára eftir tuttugu ára leit. Amma Maddý er greind með geðhvörf, segist hafa verið alki frá fyrsta glasi og skildi við manninn eftir hálfa öld. Hún segir jafnréttismál að konur á hennar aldri fái að vera með yngri mönnum ef þær kjósa það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -6 4 1 C 1 6 2 B -6 2 E 0 1 6 2 B -6 1 A 4 1 6 2 B -6 0 6 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.