Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 64
FÓLK|HELGIN BERJAMÚFFUR Það er mjög auðvelt að gera múffur. Þær eru alltaf bestar beint úr ofn- inum en geymast ágætlega. Auk þess er í lagi að frysta þær. Í þessari upp- skrift eru notuð bláber en það er hægt að hafa jarðarber, hindber eða önnur ber. 100 g smjör 2 dl sykur 3 egg 4 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft 1,5 dl súrmjólk 2 dl bláber Hrærið saman smjör og sykur þar til bland- an verður létt og ljós. Bætið einu og einu eggi út í og hrærið vel. Því næst er hveiti og lyftidufti blandað saman við ásamt súr- mjólkinni. Berjunum er hrært saman við með sleif í lokin. Skiptið deiginu niður í múffuform og bakið við 175°C í 15-20 mín- útur. Kælið aðeins áður en borið er fram. Athugið að fylla ekki formin nema að 2/3. FRÁBÆR RABARBARARÉTTUR Nú er tími rabarbarans. Oft er sagt að fyrsta uppskeran á sumri sé best og því ekki úr vegi að fá sér góðan rabar- bararétt með kaffinu. Með réttinum er hægt að bera fram ís eða þeyttan rjóma. 600 g rabarbari 100 g sykur 1 tsk. kanill Hnetumulningur 50 g valhnetur 60 g sykur 60 g púðursykur 160 g hveiti 100 g smjör Nota má hvaða hnetur sem er í mulninginn en ef einhver er með hnetuofnæmi má líka sleppa þeim alveg. Einnig má bæta jarðar- berjum saman við rabarbarann en það gefur gott bragð. Þvoið rabarbarann og skerið í 3 cm bita. Látið hann sjóða smástund með sykri undir loki, um það bil 5 til 10 mínútur. Bætið kanil út í. Setjið síðan rabarbarann í botninn á eldföstu móti. Blandið saman hökkuðum valhnetum, sykri og hveiti. Skerið lint smjör niður í teninga og setjið út í blönduna með fingrunum. Deigið á að vera klessulegt. Stráið blöndunni gróflega yfir rabarbarann og setjið síðan í 180°C heitan ofn. Bakið í 30 mínútur. KLASSÍSK OG GÓÐ EPLABAKA Mjög góð eplabaka en án botns er hún sérstaklega góð með ís. 5 epli 100 g smjör 50 g sykur 250 g hveiti Rifinn börkur af einni sítrónu 1 msk. maizenamjöl 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. kanill 1,5 dl rjómi Eggjarauður Rífið niður sítrónubörk. Geymið helminginn. Hnoðið því næst saman smjörinu, sítrónu- berki, 50 g af sykri og hveiti. Ef deigið verð- ur of þurrt má setja nokkra dropa af mjólk saman við. Geymið deigið í ísskáp í minnst hálfa klukkustund. Skrælið eplin og skerið hvert þeirra í átta báta. Blandið saman hinum helmingnum af sítrónuberki, vanillusykri, kanil, rjóma og einni eggjarauðu. Raðið eplabátunum í eldfast, vel smurt bökuform. Hellið rjóma- blöndunni yfir eplin. Fletjið úr deigið og leggið ofan á formið. Snyrtið það í köntum. Penslið með einni eggjarauðu sem blandað hefur verið saman við smávegis vatn. Hitið ofninn í 190°C og bakið í 30 mínútur. Látið síðan hvíla á meðan mesti hitinn rýkur úr kökunni. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. ■ elin@365.is SUMARLEGT OG GOTT MEÐ KAFFINU GÓÐGÆTI Er ekki upplagt að prófa eitthvað sumarlegt með kaffinu í góða veðrinu, jafnvel til að borða utandyra? Hér eru uppskriftir að vinsælum og klassískum réttum sem henta sem eftirréttir eða bara með kaffinu. BLÁBERJAMÚFFUR Einfalt að gera og alltaf góðar með kaffinu. Það má setja súkkulaði- eða karamellusósu ofan á kökurnar ef fólk vill breyta til. RABARBARA- MULNINGUR Alltaf ferskt og gott. EPLABAKA Þessi strákur hefur ástæðu til að brosa því hann er að setja epla- böku í ofninn. Æðisleg með ís. Skipholti 29b • S. 551 0770 Útsala hafin! Frábær tilboð á Útsölu #BYLGJANBYLGJAN989 HAPPY HOUR ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR SIGGI HLÖ ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30LAUGARDAG 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -9 5 7 C 1 6 2 B -9 4 4 0 1 6 2 B -9 3 0 4 1 6 2 B -9 1 C 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.