Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 28
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Einn sunnudagsmorguninn á grísku sælueyjunni Kos hitti ég Qamar. Hún er frá Dara’s þar sem helvítið í Sýrlandi byrjaði fyrir fjórum árum. Nú er hún komin alla þessa leið með börnin sín þrjú, með tveggja ára biðstöðu í flóttamannabúðum í Austur-Tyrklandi, við landamæri Sýrlands. Þangað fór hún eftir að eiginmaðurinn var drepinn. Eða brenndur. Hann vann hjá raf- veitunni og eftir að tvær bílsprengjur höfðu sprungið í bænum var hann handtekinn fyrir það eitt að vera súnní-múslimi. Þremur mánuðum seinna birtist hann, á líkbörum, en læknirinn hvíslaði að henni að dánar- orsökin væri raflost í kynfærin, þau væru brunnin. Hún flúði til Tyrklands. Það eru tvær milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Önnur milljón er á vergangi. En Qamar segir aðbúnaðinn vera til fyrirmyndar hjá Rauða krossinum og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, eins langt og það nær. „En eftir tvö ár varð ég að fara, fyrir börnin mín. Þau verða að komast í skóla, læra að reikna, lesa, eiga framtíð. Það er engin framtíð fram undan í Sýrlandi. Þetta stríð mun vara í tíu ár hið minnsta. Sýrland sem var verður aldrei aftur til. Jafnvel hel- vítis forsetinn veit það. Þetta óguðlega stríð hefur ekkert að gera með okkur Sýrlend- inga, við erum bara peð í valdatafli milli Írans og Sádi-Arabíu, eins og Jemen. Og einhver sagði mér, nú á leiðinni, að ástand- ið þar væri enn verra en hjá okkur. Hvern- ig er það hægt? En nú er ég þó komin til Evrópu,“ segir Qamar sem hefur búið um sig og börnin sín undir tré í garðinum. „Hér er mér alla vega frjálst að anda og tala, er það ekki?“ spyr hún og hlær í garðinum á Hótel Capitain Elias. 5.700 á einni helgi Á hótelinu búa rúmlega 300 flóttamenn; í 22 litlum herbergjum, í matsalnum, í garðinum í fimm tjöldum sem Rauði krossinn hefur komið upp – og svo undir berum himni eins og Qamar. Það er ekki rafmagn, rennandi vatn eða salernisaðstaða á hótelinu. Já, vel- komin til Evrópu. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 100 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðar- haf, á bátskænum, í leit að framtíð. Nær allir til Ítalíu og Grikklands, enda þau lönd sem næst eru Afríku og Asíu. Nokkur þúsund hafa drukknað. Eina helgina í maí er 5.700 flóttamönnum bjargað af Miðjarðarhafi, þar af eru 620 sem koma frá Tyrklandi. Fyrstu farþegarnir eru dregnir í land klukkan fimm á sunnudagsmorgni. Síð- asti báturinn finnst um sjö. Klukkutíma síðar eru síðustu flóttamennirnir komnir á bryggjusporðinn, þar sem hinir bíða, eins og fé á leið í réttir. Upp úr átta er síðan gengið í gegnum Kos- bæinn, tveggja kílómetra leið í lögreglu- fylgd, að Hotel Capitain Elias, þar sem fólkið er skilið eftir. Árrisulir ferðamenn, á leið í árbít, horfa undrandi á þessa skrúðgöngu. Sumum finnst truflandi, í fríi að sleikja sól- ina, að þurfa að mæta þessum flóttamönn- um. Fjölskyldum með allt sem þær eiga í einum litlum bakpoka. Á Kos snýst lífið um ferðamenn og hefur þetta haft mikil áhrif. Í maí komu helmingi færri til Kos en í sama mánuði í fyrra. Ég hitti lögreglustjórann í Kos fyrir utan lögreglustöðina. Þar bíða flóttamennirnir eftir að láta skrásetja sig inn í Evrópu. Ég býð kurteislega góðan dag en bregður svo- lítið þegar hann hækkar róminn: „Not a very good morning, no morning is now a good morning here in Kos.“ EKKERT SUMAR Á SÝRLANDI Páll Stefánsson ljósmyndari ferðaðist til Sýrlands, Tyrklands og Grikklands þar sem hann hitti fjölda flóttamanna í leit að betra lífi. Hann segir sögur af augnablikum í lífi þessa fólks sem er nýkomið til grísku eyjarinnar Kos frá hörmungum í Sýrlandi. VELKOMIN TIL EVRÓPU Flóttamenn búa sér til athvarf á auðum lóðum. BEÐIÐ EFTIR BETRA LÍFI Fólkið drepur tímann með því að sofa, hugsa og með leik. Algjör kynjaskipting er í leikjum unglinganna. Strákarnir fara í fótbolta, stelpurnar í brennó. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -5 F 2 C 1 6 2 B -5 D F 0 1 6 2 B -5 C B 4 1 6 2 B -5 B 7 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.