Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 2
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VEÐUR SJÁ SÍÐU 28 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag VELDU GRILL SEM EN DAST OG ÞÚ SPARA R Landmann gasgrill Avalon 4ra brennara 18,7 KW Það verður hæglætisveður framan af deginum. Það birtir til fyrir norðan og þar nær hitinn væntanlega í 18 stig þegar best lætur. Á sunnanverðu landinu verður hiti 10 til 15 stig og síðdegis gengur hann í suðaustan 5 til 10 metra á sekúndu þar með lítilsháttar rigningu. JAFNRÉTTISMÁL Hlutfall kvenna í nefndum og ráðum á vegum fjár- málaráðuneytisins hefur aldrei verið hærra. Árið 2014 var það hlutfall 43 prósent kvenna og 57 prósent karla. Það er talsverður munur frá árinu 2004 þegar konur voru 23 prósent á móti 77 prósentum karla. Í jafnréttislögum er kveðið á um að í öllum nefndum á vegum hins opinbera skuli tryggja að hlutfall annars kynsins sé ekki lægra en 40 prósent ef í nefndinni eru fleiri en þrír einstaklingar. - srs Töluverð fjölgun frá 2004: Konur í nefnd- um aldrei fleiri ÚTLÖND Flóttamaður snýr sér til Mekka á fyrsta degi Ramadan-föst- unnar, í gær. Maðurinn er staddur við landamæri Ítalíu og Frakk- lands, á strönd borgarinnar Ventimiglia. Hann er einn fjölmargra flóttamanna sem óska eftir því að komast yfir landamærin en lögregla hefur staðið í vegi fyrir fólksflutningum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að 40 þús- und sýrlenskir og erítreskir flóttamenn verði fluttir til annarra Evr- ópulanda til að létta þrýstingnum af Ítalíu og Grikklandi. - snæ Þúsundir flóttamanna hafast við á ströndu Ventimiglia: Beðið til Allah á fyrsta degi föstu SÓLARUPPRÁS Ramadan, fasta múslima, hófst í gær og stendur yfir í mánuð FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ALÞINGI Engin sátt virðist vera í augsýn varðandi lok yfirstand- andi þings og líklega verður ekki boðað til fundar formanna þing- flokkanna fyrr en á mánudaginn. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sett fram sinn listann hvor yfir for- gangsmál sinna ráðherra í ríkis- stjórn. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur stjórnarandstöð- unni miðað vel að semja við Sjálf- stæðisflokkinn um þinglok, en erfiðara hefur reynst að ná sam- komulagi milli stjórnarandstöðu og Framsóknarflokksins. Helgi Hjörvar, þingflokksfor- maður Samfylkingarinnar, vildi þó ekki tjá sig um hvernig við- ræður hefðu gengið. Hann segir engar viðræður í gangi eins og stendur. Kvótasetning á makríl og breyt- ingar á rammaáætlun standa helst í vegi fyrir þinglokum. Nú eru þrjár vikur síðan þingið átti að ljúka störfum samkvæmt starfsáætlun þess. Mörg mikilvæg mál bíða afgreiðslu. Einar K. Guð- finnsson, forseti þingsins segir æskilegt að þingi fari að ljúka. Fyrirhugaður er þingfund- ur næstkomandi mánudag. For- seti segir miklu máli skipta að sátt náist fyrir þann fund. „Ég hef boðað til þingfundar í næstu viku óháð því hvernig samninga- viðræður ganga. Það er mjög mikil vægt að sátt náist milli þing- flokka um þinglok svo sá fundur geti verið sem árangursríkastur,“ segir Einar. - sa Þingflokksformenn munu ekki hittast fyrr en á mánudag til að ræða möguleg þinglok: Forseti þings vonar að sátt náist sem fyrst EINAR K. GUÐFINNSSON Forseti Alþingis. SVEITARSTJÓRNARMÁL Kópavogs- bær hefur hug á því að flytja bæjar- skrifstofur Kópavogs frá Fann- borg og í hinn Nýja-Norðurturn við Smáralind gangi samningavið- ræður við eigendur turnsins eftir. Bæjarstjórn Kópavogs mun taka fyrir tillögu um að Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra verði veitt leyfi til samninga um kaup á þrem- ur hæðum, sem alls eru 3.489 fer- metrar, í Nýja-Norðurturninum á næsta fundi sínum á þriðjudag. Jafnframt því verði veitt heimild til að gefa út skuldabréf að nafn- virði 1,5 milljarðar króna til 25 ára. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögunni til bæjarstjórnar með öllum greidd- um atkvæðum. Samhliða kaupum á nýju hús- næði er stefnt að því að selja núver- andi bæjarskrifstofur Kópavogs- bæjar í Fannborg sem eru sagðar í mjög slæmu ásigkomulagi. „Nú síð- ast í vetur sprungu lagnir og lak vatn og það blæs inn köldu vatni á starfsmennina sem eru því miður að fara allt of oft heim veikir eða geta ekki verið þarna út af veðri og vindum,“ segir Karen E. Halldórs- dóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Karen segir bæinn þurfa að fara í miklar viðhalds- aðgerðir eigi bæjarskrifstofurnar að vera áfram í Fannborg. Það fé sem fæst við söluna verði þá nýtt til að að fjármagna kaupin á nýja húsnæðinu að hluta. „Þetta er mjög verðmætt svæði. Þessi reitur er mjög miðsvæðis, með frá- bært útsýni og góðar samgöngur,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdótt- ir, formaður bæjarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. Tillagan byggir á skýrslu sem Mannvit vann fyrir Kópavogsbæ um hagkvæmustu kosti í húsnæðis- málum bæjarins. „Þetta er ódýr- asti kosturinn, miðað við að selja eignina sem við erum í og bygg- ingaréttinni,“ segir Theodóra. Theodóra bendir á að með því að flytja bæjarskrifstofurnar skapist mikið hagræði. Núverandi húsnæði sé um 4.500 fermetrar í þrem- ur húsum og því minnki húsnæði undir skrifstofur bæjarins veru- lega. „Til langs tíma litið er þetta mikil hagræðing,“ segir Theodóra. ingvar@frettabladid.is Skrifstofur Kópavogs flytji í Norðurturn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg í 3.500 metra húsnæði í Nýja-Norðurturninum við Smáralind. Samhliða því verði gefin heimild til 1,5 milljarða lántöku. Bæjarstjórn mun taka málið fyrir á þriðjudag. NORÐURTURN Kópavogsbær hefur hug á því að flytja í 3.500 fermetra í Nýja- Norður turninum við Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/ Til langs tíma litið er þetta mikil hagræðing, Theodóra S. Þor- steinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs. SAMFÉLAG Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra er einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiða nýtt verk- efni HeforShe. Tilkynnt var í gær hvaða ríki fara fyrir verkefninu. Leiðtogarnir tíu munu takast á hendur mikilvægar skuldbindingar til að ná jafnrétti bæði innanlands, sem og á heimsvísu. Skuldbindingarnar eru unnar í samstarfi við UN Women, jafn- réttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem hleypti HeforShe-verkefninu af stokkunum í september 2014. Mark- mið HeforShe er að ná til milljarðs karla um heim allan til stuðnings jafnrétti. - ngy Einn af tíu þjóðarleiðtogum: Sigmundur leið- ir HeforShe DANMÖRK Ljóst var þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöldi að blá blokk hægrimanna hafði sigrað í dönsku þingkosningunum. Danir gengu til kosninga í gær og kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Þegar blaðið fór í prentun var ekki búið að telja öll atkvæði en á þeim tímapunkti hafði bláa blokkin fengið 90 þingsæti og rauð blokk vinstrimanna 85. Óvæntar fréttir gærkvöldsins voru þær að Danski þjóðarflokkur- inn bætti við sig gríðarlegu fylgi og var næststærsti flokkurinn þegar blaðið fór í prentun, með 37 þing- menn. Þrátt fyrir að hægriblokkin mælist stærri er Jafnaðarmanna- flokkurinn stærsti flokkurinn með 47 þingmenn, sem er meira en flokkurinn fékk í þingkosningunum árið 2011. Hægriflokkurinn Venstre er þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt þessu með 34 þingmenn en hann tapar 13 þingmönnum á milli kosninga. Ljóst er að erfitt verk er fyrir höndum við að mynda ríkisstjórn þar sem flestir gerðu ráð fyrir að Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Venstre, yrði forsætisráðherra. Nú gæti Kristian Thulesen Dahl, leið- togi Þjóðarflokksins, átt tilkall til þess. - srs Ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt féll eftir dönsku þingkosningarnar í gær: Þjóðernissinnar vinna stórsigur KEPPINAUTAR Helle Thorning á útleið sem forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 1 -4 F E C 1 6 3 1 -4 E B 0 1 6 3 1 -4 D 7 4 1 6 3 1 -4 C 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.