Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 58
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42 FÓTBOLTI Gaëlle Enganamouit hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur fylgst með HM kvenna í Kanada, enda spilar hún frábær- lega auk þess sem einstök hár- greiðsla hennar fer ekki fram hjá neinum. Enganamouit skoraði þrjú mörk fyrir Kamerún í riðlinum og er ein af markahæstu leikmönn- um keppninnar. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir frammistöðu sína í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún spilaði við hlið íslensku landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Eskilstuna. Glódís Perla er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og saman hafa þær hjálpað Eskilstuna að vinna fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Liðið er í þriðja sæt- inu í HM-fríinu efir 2-1 sigur á Örebro í síðasta leiknum, þar sem Glódís Perla lagði upp sigurmarkið og Gaëlle Enganamouit skoraði það fyrra. Glódís Perla hefur annars staðið sig mjög vel í þriggja manna vörn liðs- ins. Frábær leikmaður „Hún er frábær leik- maður,“ segir Glódís Perla, sem þekkir vel til styrkleika Gaëlle Enganamouit enda dekkar hún hana mikið á æfingum Eskilstuna. „Hún er ótrúlega sterk- ur leikmaður en hefur líka góðan hraða. Það er erf- itt að spila á móti leikmanni sem hefur bæði styrk og hraða og það eru heldur ekki margir slíkir leik- menn til, enda hefur framherji oft- ast bara annaðhvort,“ segir Glódís. „Hún er rosalega góð að fá bolt- ann og halda honum fyrir liðið þannig að við getum allar fært okkur ofar. Hún skiptir rosalega miklu máli fyrir okkur,“ segir Glódís um mikilvægi Engan amouit í liði Eskilstuna. Kamerún er á sínu fyrsta heims- meistaramóti kvenna og er komið í sextán liða úrslitin sem hefjast um helgina. Kamerún tapaði öllum þremur leikjum sínum á Ólympíuleik- unum í London 2012 og Gaëlle Engan amouit hafði ekki alltof mikla trú á liðinu fyrir HM. „Það fyndnasta við þetta er þegar hún var að tala um að hún væri að fara á HM þá talaði hún alltaf um hvað Kamerún væri með lélegt lið. Hún talað um hvað þær væru ógeðslega lélegar og að hún væri langbesti leik- maðurinn,“ segir Gló- dís Perla í léttum tón. „Við vorum því bara í sjokki þegar við sáum fyrsta leik- inn þar sem þær voru að spila flott- an fótbolta. Hvað var hún að bulla því þær eru ótrúlega góðar,“ segir Glódís, en Kamerún vann 6-0 sigur í fyrsta leik þar sem Gaëlle Enganamouit skoraði þrennu dag- inn fyrir 23 ára afmælið sitt. Hún átti líka þátt í öllum sex mörkun- um og fiskaði einnig rautt spjald. „Það kom mér ekki óvart að sjá hana standa sig svona vel og var frekar pirruð að hún væri að skora þrennur með þeim frekar en okkur,“ segir Glódís hlæjandi. „Hún á að til að vera svolítið löt en mér fannst hún ekki vera þann- ig í þessum leikjum með Kamerún. Nú verðum við að pressa aðeins meira á hana og koma henni í betra form,“ segir Glódís, en Eskilstuna spilar sinn fyrsta leik eftir HM-frí 11. júlí næstkomandi. Mjög skemmtilegt stelpa „Hún er mjög fyndin og skemmti- legur karakter. Hún er til í allt og lætur mann hlæja mikið með því að segja okkur fyndnar sögur. Þetta er mjög skemmtilegt stelpa,“ segir Glódís. „Það vantaði sjálfstraust í hana í byrjun tímabilsins hjá okkur til þess að klára betur færin, en svo var hún búin að skora í síðustu þremur leikjunum með okkur áður en hún fór út. Ég er svo glöð yfir að hún skuli að standa sig vel á HM því þá kemur hún svo peppuð aftur til okkar,“ segir Glódís. „Við í liðinu vorum að vonast eftir því að Svíþjóð og Kamerún myndu komast áfram og mætast í sextán liða úrslitunum. Það hefði verði mjög skemmtilegur leikur,“ segir Glódís, en Kamerún mætir Kína á meðan Svíar spila við hið geysisterka lið Þýskalands. Til þess að Kamerún og Svíþjóð mæt- ist á HM þurfa bæði liðin að kom- ast alla leið í undanúrslitin en þá þurfa þau að vinna mjög sterk lið eins og Þýskaland og Bandaríkin. Glódís á líka liðsfélaga í sænska landsliðinu en með hverjum heldur hún á HM? Heldur með Kamerún „Ég held eiginlega með Kamer- ún. Það er alltaf gaman þegar nýtt og skemmtilegt lið kemur inn og á gott mót,“ segir Glódís, en þegar hún horfir á HM er hún að horfa á marga leikmenn sem hún er að mæta í sænsku deildinni. Er skemmtilegra að horfa á HM þannig? „Ég verð bara meira svekkt yfir því að Ísland sé ekki þarna. Þegar ég er að horfa á þessa leiki þá hugsa ég að við eigum fullt erindi þangað,“ segir Glódís. ooj@frettabladid.is Fyndinn karakter sem er til í allt Kamerún hefur komið hvað mest á óvart á HM kvenna í fótbolta en þær kamerúnsku komust í sextán liða úrslit í frumraun sinni á HM. Stærsta stjarna liðsins er hin litríka Gaëlle Enganamouit, sem er samherji Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska liðinu Eskilstuna. SÖGULEG STUND Gaëlle Enganamouit fagnar hér með stuðningsfólki Kamerún eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum á HM í Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY „Þessi hágreiðsla hennar kemur eiginlega í kjölfar þess að við í Eskilstuna- liðinu vorum að segja henni að gera þetta,“ segir íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir, um ljósa hárbrúskinn hjá kamerúnska framherj- anum Gaëlle Enganamouit, en þær spila saman hjá sænska liðinu Eskils- tuna. Gaëlle Enganamouit hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum Kamerún og liðið er komið í sextán liða úrslitin á HM í fyrsta sinn. „Við sögðum við hana að hún þyrfti að láta taka eftir sér á HM og það væru flestar með dökkt hár í liðinu hennar. Hún ætti að láta bera á sér með því að vera með svona hvítan hárlit,“ segir Glódís Perla og þær gengu lengra: „Fyrir leikinn á móti Rosengård vorum við í tvo daga á hóteli. Þá lituðu tvær stelpur í liðinu hárið á henni svona ljóst. Hún er síðan búin að bæta í þetta með einhverjum hárlengingum og svona, til þess að gera það voðalega fínt,“ segir Glódís. ➜ Hárgreiðslan hugmynd frá liðsfélögunum FÓTBOLTI Kvennalið Breiðabliks er ekki aðeins á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar þriðjungur deildar- keppninnar er að baki því liðið á einnig tvo markahæstu leikmenn- ina eftir sex umferðir af átján. Breiðabliksliðið hefur skorað 22 mörk í fyrstu sex leikjunum eða 3,7 mörk í leik og hefur náð í sex- tán af átján stigum í boði. Fanndís Friðriksdóttir er markahæsti leikmaður deildarinn- ar með sjö mörk og Telma Hjalta- lín Þrastardóttir hefur skorað einu marki minna. Þrátt fyrir að vera í mikilli baráttu um gullskóinn þá hafa þær stöllur verið duglegar að leggja upp mark hvor fyrir aðra í fyrstu sex umferðunum. Fanndís hefur skorað í öllum sex leikjunum nema einum og í honum lagði hún upp sigurmarkið fyrir Telmu. Það var svo sannarlega ekki fyrsta markið sem Fanndís leggur upp fyrir Telmu í sumar. Telma þakkaði reyndar fyrir sig í næsta leik og átti stoðsendinguna á Fanndísi í báðum mörkum henn- ar í 6-0 stórsigri á Val á útivelli. Telma skoraði einnig í sigrinum á Val og hefur hún nú skorað í þrem- ur leikjum Breiðabliks í röð og öllum leikjum nema einum. Þetta þýðir að annaðhvort Fanndís og Telma hafa skorað í öllum sex leikjum Blika í sumar og í fjórum leikjanna hafa þær báðar verið á skotskónum. - óój MARKAHÆSTU LEIKMENN PEPSI- DEILDAR KVENNA EFTIR 6. UMFERÐIR: Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki 7 Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Breiðabliki 6 Kristín Erna Sigurlásdóttir, ÍBV 5 Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi 5 Elín Metta Jensen, Val 5 Vesna Elísa Smiljkovic, Val 5 Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 5 Sandra María Jessen, Þór/KA 5 Shaneka Jodian Gordon ÍBV 4 Sarah M. Miller, Þór/KA 4 Klara Lindberg, Þór/KA 4 Blikar eiga þær tvær markahæstu Breiðablik er á toppi Pepsi-deildar kvenna með tvo framherja í miklu stuði. SJÖ MÖRK Fanndís Friðriksdóttir hefur verið dugleg að skora og leggja upp mörk í Pepsi-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í KVÖLD KL. 21:00 GOÐSAGNIR EFSTU DEILDAR SIGURSTEINN GÍSLASON 365.is Sími 1817 #godsagnir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 2 -1 F 4 C 1 6 3 2 -1 E 1 0 1 6 3 2 -1 C D 4 1 6 3 2 -1 B 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.