Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2015, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 19.06.2015, Qupperneq 32
6 • LÍFIÐ 19. JÚNÍ 2015 Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is H elga Margrét Reyk- dal hefur skipulagt komu ótal kvikmynda- og auglýsingafram- leiðenda til Íslands við gott orðspor undanfarin tólf ár og unnið hörðum höndum að því að koma landinu á kortið sem heppi- legum upptökustað. Hún seg- ist vera fædd og uppalin í fjöl- miðlaheiminum enda liggi ástríða hennar þar. „Þegar langa verk- fallið var 1984 fóru prentarar í verkfall og verkbann var sett á blaðamenn, auk þess sem opin- berir starfsmenn voru í verk- falli og því var hvorki útvarp né sjónvarp. Blaðamenn á DV tóku þá upp á því að setja á lagg- irnar „ólöglegt“ útvarp, Frétta- útvarpið, og þar var pabbi, Jó- hannes Reykdal, innsti koppur í búri. Hann fékk mig til þess að hjálpa sér við að gera prufuút- sendingarnar, þannig urðu mín fyrstu beinu kynni af fjölmiðl- um. Síðar sama ár var ég svo fengin til þess að skrifa grein í Vikuna. Það hafði þá eitthvað komið upp á hjá pistlahöfundin- um sem sá um poppið og blað- ið við það að fara í prent. Á þess- um tíma bjó ritstjóri Vikunnar í næsta húsi og þekkti því til mín. Það varð úr að ég skrifaði grein um Wham, sem var mér mjög nærtækt á þessum tíma. Það hitti líka svo vel á að þegar grein- in kom út þá skaust Everything She Wants á topp vinsældalista Rásar 2, þannig að greinin átti vel við. Meðfram menntaskólaár- unum vann Helga á smáauglýs- ingadeild DV og styrkti tengsl sín innan fjölmiðlaheimsins og upp frá því var framtíðarfarvegur hennar ráðinn. Eftir háskólanám ákvað Helga að sækja sér nýja reynslu áður en hún færi í fram- haldsnám tengt fjölmiðlum og réð sig til bókaútgáfunnar Arnar & Örlygs þar sem hún kynnt- ist Ingólfi Margeirssyni rithöf- undi. Þau áttu skap saman og úr varð að Helga gerðist aðstoðar- manneskja hjá honum og Völu Matt við gerð sjónvarpsþáttanna Í sannleika sagt, sem framleiddir voru af Saga film. „Það var mitt verk að aðstoða þau við efnistök og finna réttu viðmælendurna. Að þeim þáttum loknum ílengd- ist ég hjá Saga film og flakkaði þar á milli deilda. Þetta var mikið fjör og alltaf eitthvað í gangi, sér- staklega þurfti maður að vera á tánum í beinu útsendingunum, en þá þarf allt að ganga upp.“ Orðsporið skiptir öllu Hjá Saga film kynntist Helga þeim Leifi Dagfinnssyni og Árna Páli Hanssyni, en þau stofnuðu framleiðslufyrirtækið True North árið 2003 með það að markmiði að þjónusta erlend kvikmynda- og framleiðslufyrirtæki. „Við vild- um gera hlutina á okkar hátt og einbeita okkur að því að þjónusta erlenda aðila sem vildu taka upp efni hérna á Íslandi. Það er ótrú- legt að það séu komin tólf ár síðan og það akkúrat í dag, 19. júní,“ segir Helga. Boltinn fór fljótlega að rúlla hratt hjá þríeykinu, en eitt af fyrstu verkefnunum sem fyrirtækið fékk var að koma La- tabæ á koppinn og finna allt sem þurfti til þess að sú framleiðsla yrði að veruleika. Síðan hafa þau tekið á móti þekktum nöfnum í kvikmynda- og auglýsingaheim- inum. „Þetta er mikil vinna og í þessum geira skiptir orðsporið og traust mestu máli. Það mætti í rauninni segja að þetta sé lít- ill heimur því kjarninn í þess- um kvikmyndaheimi þekkist vel og ef einhverjum dettur í hug að nota Ísland sem tökustað þá fer hann oftast þá leið að fá meðmæli frá einhverjum öðrum sem hefur verið hér,“ segir Helga. Traust og trúnaður eru grundvallaratriði þegar verið er að gera bíómynd- ir og segir Helga það skipta einna mestu máli að halda söguþræðin- um leyndum allt til loka upptaka. „Það veit enginn hvað við erum að gera fyrr en eftir á og ástæð- an fyrir því myndi ég segja að við höfum verið mjög heppin með starfsfólk sem komið hefur að kvikmyndunum hérna heima. Það verður að halda spennunni þar til myndin kemur í bíó.“ Hrósaði Íslandi í hástert Það er öllum ljóst sem ferðast um landið að Ísland er eitt fegursta land sem fyrirfinnst og auðvelt að búa til spennandi ævintýraheim hvar sem er, en hverjir eru fleiri kostir þess, fyrir utan fegurðina, að taka upp kvikmyndir og aug- lýsingar á Íslandi? „Það sem fólk er aðallega að sækja hingað til Ís- lands er náttúran, ljósið og auð- vitað fegurðin auk þess sem það er tiltölulega stutt á milli staða út frá hringveginum, miðað við til dæmis svæði í Bandaríkjunum og annars staðar í heimunum. Ís- lendingar eru líka jákvæðir gagn- vart erlendri kvikmyndagerð og það hjálpar að sjálfsögðu mikið til,“ segir Helga og bætir við að það sé einnig jákvæð þróun að ís- lensku stöðugildunum við erlenda framleiðslu hér á landi fari sífellt fjölgandi. „Eftir því sem reynsl- an verður meiri hjá Íslendingun- um fá þeir sífellt stærri og viða- meiri verkefni. Útlendingarn- ir hafa verið mjög hrifnir af því fólki sem valið hefur verið í verk- UPPALIN Í FJÖLMIÐLAHEIMINUM Helga Margrét Reykdal hefur tekið á móti og skipulagt framleiðsluferli fyrir stór erlend kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki sem framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins True North. Hún segir gott orðspor skipta höfuðmáli í viðskiptum. Helga Margrét segir Ísland hentugan tökustað fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Við vildum gera hlutina á okkar hátt og einbeita okkur að því að þjónusta erlenda aðila sem vildu taka upp efni hérna á Íslandi. Það er ótrúlegt að það séu komin tólf ár síðan og það akkúrat í dag, 19.júní. IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 1 -5 E B C 1 6 3 1 -5 D 8 0 1 6 3 1 -5 C 4 4 1 6 3 1 -5 B 0 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.