Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 54
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 STÓRSKEMMTILEG NÝ ÍSLENSK GAMANMYND KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA bio. siSAM EMPIRE TOTAL FILM DWAYNE JOHNSON SPARBÍÓ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR VARIETY THE TELEGRAPH CHICAGO SUN TIMES MÖGNUÐ GRÍNMYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ. ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í FÓTBOLTA VALDI ÞESSA MYND. SHE’S FUNNY THAT WAY 8, 10 INSIDE OUT 2D - ÍSL TAL 3:50 , 6 JURASSIC WORLD 2D 5, 8, 10:35(P) HRÚTAR 4, 6 SPY 8, 10:30 TILBOÐ KL 3:50 TILBOÐ KL 5 POWERSÝNING KL. 10:35 Árlega er beðið með eftirvæntingu eftir útgáfu FIFA-tölvuleikjanna frá fyrirtækinu EA Sports. Nú eru rétt um þrír mánuðir þar til FIFA 16 kemur út og eru fjölmiðlar farnir að fjalla um hvað nýjunga sé að vænta í ár. Meðal þess sem á að bæta í útgáfunni í ár eru skot- in, fyrirgjafir og varnarleikur- inn. FIFA-leikirnir hafa komið út árlega frá 1993 og er útgáfa leikj- anna árlega einn stærsti viðburð- ur tölvuleikjaársins. Leikurinn er mikið spilaður hér á landi og eru til að mynda á fimmta þúsund manns í sérstökum Facebook-hópi fyrir Íslendinga sem spila FIFA. Þegar leikurinn kemur út hér á landi halda tölvuleikjaverslanir yfirleitt svokallaðar næturopn- anir, svo að þyrstir spilarar geti fengið leikinn í hendurnar eins fljótt og auðið er. Vinsældir FIFA 15 Síðasta útgáfan, FIFA 15, seld- ist gríðarlega vel víða um heim. Leikurinn var sá mest seldi í Bret- landi á síðasta ári og var ofarlega á vinsældalistum víða um heim. EA Sports hefur tekist að fanga stemninguna á flestum stærstu knattspyrnuleikvöngum heims eftir minnilega. Framleiðendum leiksins tókst, að mati gagnrýn- enda, að nýta möguleika nýjustu kynslóðar leikjatölva prýðilega. Leikurinn fékk góða dóma hjá flestum stærstu fjölmiðlum heims sem fjalla um tölvuleiki. Hann er með meðaleinkunnina 82 af 100 stigum hjá síðunni Metacritic á Playstation 4 og Xbox One. Á Metacritic eru dómar stærstu miðlanna teknir saman og unnin meðaleinkunn upp úr þeim. Leik- urinn fékk fjórar stjörnur í ítarleg- um dómi Fréttablaðsins sem birtist á útgáfudegi leiksins hér á landi. Árlegar framfarir FIFA-leikirnir hafa tekið stöð- ugum framförum frá því að leik- urinn FIFA International Soccer kom út árið 1993. Sama er uppi á teningnum nú og hafa gagnrýn- endur sem og fulltrúar EA Sports tilkynnt hvað eigi að bæta sér- staklega í leiknum. Framleiðend- ur leikjanna halda yfirleitt mjög góðu sambandi við hinn almenna spilara og taka mark á gagnrýni og reyna að bæta leikinn eftir ábendingum almennings. Eitt af því helsta sem á að efla í FIFA 16 er varnarleikurinn. Varnarmenn eiga, að sögn fulltrúa EA Sports, að vera agaðri. Gervigreind leikmanna á að fá þá til þess að gera tilraunir til að bregðast við skyndisóknum á raunverulegri hátt. Miðjuspilið á einnig að verða flóknara. Spilarar FIFA 15 kvört- uðu sumir yfir því hversu auðvelt það var að halda boltanum inni á miðjum vellinum. Þannig gátu nánast öll lið spilað á svipaðan hátt og Barcelona; þar sem stuttar sendingar manna á milli voru ein- faldar. Samkvæmt gagnrýnendum sem hafa spilað leikinn eru breyt- ingarnar í nýjustu útgáfunni mest- ar í gegnum spilunina. Grafíkin og myndvinnslan er nokkuð svipuð á milli ára, ef marka má frumútgáf- ur, að sögn gagnrýnenda. kjartanatli@frettabladid.is Níu nýjungar kynntar í FIFA 16 Þrír mánuðir eru í að nýjasti leikurinn í FIFA-seríunni komi út. Útgáfa leikjanna markar árlegan hátíðisdag í tölvuleikjaheiminum. MIKLAR FRAMFARIR Meðal þess sem verður hægt í FIFA 16 er að spila með kvennalið. VINSÆLIR LEIKIR FIFA-leikirnir njóta gífurlegra vinsælda um allan heim. 1. Knattrak án snertingar. Leikmenn eiga að geta hlaupið fyrir aftan knöttinn, haft hann á sínu valdi, án þess að snerta hann í hverju skrefi. Svipað og Lionel Messi gerir gjarnan áður en hann tekur stefnubreytingar á miklum hraða. EA Sports notaði sérstaka tækni til að fanga hreyfingar Messi og skila þeim inn í leikinn. 2. Að klára færin með stæl. Framherj- ar eiga að hafa fleiri vopn í fórum sínum þegar þeir komast í færi. Skotin eiga að batna í FIFA 16 sem ætti að fækka óraunverulegum mörkum, sem mörg hver rötuðu á YouTube. 3. Dýpri stillingar á fyrirgjöfum. Spil- arar eiga að hafa meira vald yfir fyrirgjöfum í FIFA 16 og hreyfingar leikmanna inni í vítateignum eiga að vera raunverulegri, eftir því sem fulltrúar EA Sports segja. 4. Sendingar með tilgangi. Auðveldara á að vera að miða á leikmenn sem eru kannski ekki í beinni sendinga- línu við leikmann með boltann. Fjölmiðlar erlendis telja að fulltrúar EA Sports séu að reyna að fanga stíl Barcelona-liðsins enn betur. En nákvæmni í sendingum er auðvitað bundin við þá allra bestu. 5. Leikurinn lesinn í vörn. Gervigreind varnarmanna á að vera nægilega góð til þess að þeir geti lesið send- ingar og komist betur inn í þær. Of auðvelt var að spila boltanum á milli manna í FIFA 15 að mati margra og nú eiga varnarmennirnir að vera betri. 6. Þéttari og agaðri varnir. Heildar- bragur varnarinnar á að batna í FIFA 16. Vörnin á að hreyfast í betri takti en áður, þar sem menn lesa sína stöðu á vellinum og fylla í eyður þegar sóknir andstæðing- anna eru orðnar of hættulegar. 7. Sveigjanlegri varnarmenn. Fulltrúar EA Sports segja að varnarmenn eigi að geta verið sveigjanlegri og lesið hættulegar sóknir betur. Þannig geti þeir metið hvenær þeir eigi að „ráðast“ á sóknarmanninn eða „detta niður“ í varnarlínuna. 8. Bættar tæklingar. Leikmenn geta nú lesið sóknarmanninn enn betur og hætt við tæklingar þegar þeir eru að leggja af stað í þær. Það kemur í veg fyrir að varnar- menn liggi víða um völl eftir að sóknarmenn hafi brotist framhjá þeim með einfaldri stefnubreyt- ingu. Spilarar geta þannig hótað tæklingu til þess að fipa sóknar- manninn. 9. Kvennalið kynnt til sögunnar. Í fyrsta sinn í rúmlega tveggja ára- tuga sögu FIFA-leikjanna eru konur kynntar til leiks. Hægt verður að spila sem tólf bestu landsliðin í kvennaboltanum og hafa margir fagnað þessari nýjung. ➜ Níu þættir sem á að bæta 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 1 -E 4 0 C 1 6 3 1 -E 2 D 0 1 6 3 1 -E 1 9 4 1 6 3 1 -E 0 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.