Fréttablaðið - 19.06.2015, Page 4

Fréttablaðið - 19.06.2015, Page 4
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SPURNING DAGSINS Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Krít Frá kr. 69.900 Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 84.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Omega Apartments 22. júní í 10 nætur 47.450 Flugsæti frá kr. LEIÐRÉTT Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn var ranglega nefnt Búseti í frétt í Markaðnum á miðvikudag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. SJÁVARÚTVEGUR Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekk- ert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir yfir fullkomnu van- trausti á embættisfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- ráðherra og segir vinnubrögð hans forkastanleg. „Ég er með á skrá makrílafla af 164 bátum frá upphafi veiðanna. Rúmlega helmingur af úthlut- uðum kvóta, eða 55%, færi til 24 báta. Fjölmargir eru því með fjár- festingu sem brennur inni, enda ekki farandi af stað á veiðar fyrir einhvern skítaslatta,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og bætir við: „Það er verið að gefa smábátasjómönnum þau skila- boð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Þetta er ekkert flókið.“ Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki; að fengnu veiðileyfi eru viðkomandi sjómanni heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti sem var í fyrra 4,9% af heildarafla. Nú liggur fyrir frumvarp um stjórn veiða á makríl þar sem byggt er á kvóta- setningu allra útgerðarflokka – sóknarmark aflagt og í þess stað úthlutað kvóta á hvern bát sam- kvæmt veiðireynslu. Reglugerð um makrílveiðar, sem sett var til eins árs, rennur í sama farvegi. Þessum tillögum mótmælti LS frá byrjun. Þetta er nú staðreynd, segir Örn, sem bætir við að öll stjórn LS, sem telur 16 menn frá félögum allt í kringum landið, standi einhuga að baki vantraustsyfirlýsingunni í garð ráðherra – sem sýni alvöru málsins. „Það er enginn að segja að ráðherra hafi ekki lögin sín megin, en þegar menn fara með mikil völd verða menn að fara vel með þau,“ segir Örn. Í upphafi tóku fáir smábátar þátt í makrílveiðum en eftir góða veiði 2012 hefur bátum fjölgað hratt, alls hafði 121 bátur leyfi til veið- anna í fyrra. Því er í mörgum til- fellum staða sjómanna þannig að þeir hafa fjárfest í veiðitækjum en hafa litla veiðireynslu. Áætlar Örn að sú fjárfesting hlaupi á sex til átta milljónum á hverja útgerð – sem nú nýtist ekki og setji sjómenn í mikinn vanda. svavar@frettabladid.is Tugir sitja uppi með ónýtta fjárfestingu Kvótasetning makríls í öllum útgerðarflokkum þýðir að margir smábátasjómenn fá ekki heimildir sem standa undir veiðum. Af 164 bátum sem veitt hafa makríl frá 2010 fá 24 bátar 55% af kvótanum. Samtök sjómanna gagnrýna ráðherra hart. Á HÓLMAVÍK Makrílveiðar smábáta víða um land hafa gefist vel. MYND/JÓNJÓNSSON DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að stúlka, sem hand- tekin var ásamt móður sinni á Keflavíkurflugvelli í byrjun apríl, verði í farbanni til 26. júní. Mæðgurnar eru grunaðar um að hafa smyglað um tuttugu kíló- um af fíkniefnum hingað til lands. Stúlkan kveðst ekki hafa vitað af fíkniefnunum í farangri sínum. Fíkniefnin fundust í farangri mæðgnanna við komu þeirra til landsins frá Amsterdam, tæp níu kíló af amfetamíni, rúm tíu kíló af MDMA og tæp 200 grömm af kókaíni. - ngy Grunur um fíkniefnasmygl: Farbann 17 ára stúlku staðfest HÆSTIRÉTTUR Mæðgur eru grunaðar um að hafa smyglað um tuttugu kílóum af fíkniefnum til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefndi Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra Borg- arlistamann Reykjavíkur 2015 í gær, á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg kemur fram að útnefningin sé heiðursviðurkenning til lista- manns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Kristín Jóhannesdóttir á far- sælan feril sem meðal annars leik- stjóri kvikmynda og sjónvarps- mynda. - ngy Útnefnd á þjóðhátíðardaginn: Valin listamað- ur borgarinnar LEIKSTJÓRI Kristín hefur leikstýrt fjölda leikverka bæði í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Stúdentaleikhúsinu og Nemendaleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAG Miðaldra íslensk hjón unnu tæpar átján milljónir í síð- asta Eurojackpot-útdrætti. Hjónin komu glaðlynd á skrif- stofu Íslenskrar getspár í gær til þess að vitja vinningsins. Í fyrstu héldu hjónin að þau hefðu unnið sautján þúsund krónur en þegar nánar var athugað kom í ljós að vinningsmiðinn var upp á tæpar átján milljónir. - ngy Vitjuðu vinningsins í gær: Hjón unnu átj- án milljónir Það er verið að gefa smábátasjó- mönnum þau skilaboð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS REYKJAVÍK „Við erum orðin mjög þreytt á þessu. Reykjavíkur- borg þverneitar að ræða efndir á samningnum sem er til skamm- ar,“ segir Ólafur Gylfason, fyrr- verandi stjórnarmaður Íþrótta- félags Reykjavíkur, um samning félagsins við Reykjavíkurborg frá árinu 2006. Ólafur stendur nú fyrir undir- skriftasöfnun þar sem skorað er á borgarstjórn að standa við samn- ing um byggingu fjölnota íþrótta- húss frá árinu 2006. „Íþróttaaðstaða ÍR, nærri fimmtíu árum eftir að ÍR flutt- ist í Breiðholtið, er enn ókláruð,“ segir Ólafur, sem telur hallað á ÍR miðað við önnur íþróttafélög. Árið 2008 þáði borgarstjóri lóðir sem ÍR lét af hendi gegn samningum um uppbyggingu á íþróttasvæðinu. „Ári síðar sam- þykkti ÍR að fresta byggingu íþróttamannvirkisins til ársins 2014 vegna ástandsins eftir hrun,“ segir Ólafur og bætir við að nú sé Reykjavík að gefa lóðirnar sem ÍR gaf þeim, þrátt fyrir vanefndan samning. „Ég krefst þess að lóð- unum í kring um íþróttasvæðið verði skilað aftur,“ segir Ólafur. „Eins og staðan er í dag erum við að fara yfir stöðu húsnæðismála og er starfshópur í því að setja upp forgangsmálin,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborg- ar, og bætir við að nýr samning- ur hafi tekið gildi árið 2015 sem leysi borgina frá skuldbindingu fyrri samninga. „Það er ekki einhver skipulögð mismunun í gangi en þetta verður skoðað.“ - ngy Mikil óánægja er meðal ÍR-inga með vanefndir Reykjavíkurborgar: Segja borgina ekki efna samning ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Ólafur Gylfason hvetur Reykjavíkurborg til þess að standa við gerða samninga. MYND/VILHELM ÞÓRGNÝR THORODDSEN ÓLAFUR GYLFASON LANDBÚNAÐUR „Það er varasamt að draga of miklar ályktanir, en vanda- málið virðist ekki eins mikið og leit úr fyrir í fyrstu,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir um rann- sókn vegna óútskýrðs fjárdauða víða um land. Bændur af 167 bæjum hafa svarað spurningalista Mat vælastofn- unar og Bænda sam taka Íslands sem um 2.000 bændur fengu sendan. Af þessum 167 sem svarað hafa er dauðatíðnin þrjú prósent að meðal- tali, en í venjulegu árferði er tíðnin eitt til tvö prósent. „Þegar útbreiðsla fjárdauðans er skoðuð þá sker Austurland sig úr, en þar er dauðatíðni lægri. Hæstu svör- in sem eru að berast frá einstökum bændum er 12 til 14%,“ segir Sigur- borg, sem bætir við að dýrin virðist almennt séð hafa haft góða lyst en nærist ekki. „Það bendir til að þær hafi ekki verið veikar, en dýr sem eru veik hætta oftast að éta þó það sé ekki algilt.“ Spurð um orsakir fjárdauðans segir Sigurborg ljóst að illa viðraði til heyskapar í fyrrasumar. Þó sé ekki hægt að fullyrða að léleg hey séu ástæðan. „Það er allavega ljóst að sjúkdómsmyndin er næringar- skortur, en af hverju vitum við ekki; hvort þær hafa ekki fengið næga næringu eða hvort þær hafa ekki getað tekið hana upp úr fóðrinu.“ Sigurborg efast stórlega um að eld- gosið í Holuhrauni hafi eitthvað með fjárdauðann að gera, enda sé lægsta dauðatíðnin á Austurlandi þegar litið er til svara þeirra bænda sem hafa veitt upplýsingar um fjárdauðann til þessa. - shá Yfirdýralæknir segir að sjúkdómseinkenni fjárdauðans sé næringarskortur en ástæðan er enn ófundin: Vandinn virðist minni en talið var í fyrstu RÉTTIR Kenningin um samband fjár- dauða og eldgoss í Holuhrauni virðist ekki standast. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Birkir, skítur þetta ekki skökku við? Jú, Pollurinn iðar af lífi. Birkir Björnsson, er verkefnastjóri báta- smiðju siglingafélagsins Nökkva á Akureyri. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra varar við sundferðum í víkinni við flotbryggju Nökkva vegna mikils magns saurgerla í sjónum. UMHVERFISMÁL Nýjar mælingar sýna að saurgerlamagn í Pollin- um á Akureyri hefur horfið eins og dögg fyrir sólu. Síðasta sýna- taka staðfestir það. Sjósýni sem tekin voru úr Poll- inum á Akureyri þann 8. júní síðastliðinn sýndu að magn saur- gerla var yfir viðmiðunarmörk- um. Eftir nýjustu mælingar getur siglingaklúbburinn Nökkvi haldið áfram starfsemi sinni á Pollinum en klúbburinn bauð krökkum upp á kajak- og siglinganámskeið í gær. - srs Krakkarnir komust á Pollinn: Saurgerlarnir í Pollinum farnir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 1 -9 0 1 C 1 6 3 1 -8 E E 0 1 6 3 1 -8 D A 4 1 6 3 1 -8 C 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.