Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 48
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19. JÚNÍ 2015 Tónleikar 19.00 Tónleikar á Quest, hár, bjór og viskí bar. Dalí leikur fyrir gesti. Aðgangs- eyrir 1.500 krónur og fylgir Bríó með hverjum miða. Hvar: Laugavegur 178. Opnanir 10.00 Þrjár spennandi sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvals- stöðum í dag. Þetta eru sýningar Júlíönu Sveinsdóttur og Ruthar Smith: Tvær sterkar, veflistaverk Júlíönu Sveins- dóttur og Anni Albers: Lóðrétt / lárétt og Kjarvalssýningin: Út á spássíuna. Hvar: Kjarvalsstöðum 10.00 Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár er opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands í dag. Sýningin er framlag Þjóðminjasafnsins á aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og sýn- ingargerðin er styrkt af afmælisnefndinni. Hvar: Þjóðminjasafnið 17.00 Sýningarnar Tvær sterkar og Lóð- rétt / lárétt verða opnaðar í dag, en þær eru haldnar í tilefni þess að þennan dag eru 100 ár síðan konur fengu kosninga- rétt hér á landi. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar opnar sýningarnar. Hvar: Kjarvalsstaðir. Bæjarhátíðir 12.45 Kosningaafmælis- og Jónsmessu- hátíð á Seltjarnarnesi. Seltirningar og nágrannar eru boðnir velkomnir í fróðlega samverustund og gönguferð um Seltjarnarnesið sem Sólveig Pálsdóttir leikkona og rithöfundur stýrir. Gangan hefst inni í Mýrarhúsaskóla með léttum veitingum. Pub Quiz 18.00 Drekktu betur 618: Drekktu betur, kona! Gettu betur stelpurnar Dagbjört Hákonardóttir og María Helga Guð- mundsdóttir leiða þátttakendur í gegnum þennan 618. áfanga þekkingarleitarinnar miklu, í tilefni 100 ára kosningaafmælis kvenna. Auk hefðbundinna verðlauna verða ýmsir kynlegir aukavinningar í boði. Hvar: Ölstofa Kormáks og Skjaldar. Ljósmyndasýningar 15.00 Í dag opnar ljósmyndarinn Annie Ling sýninguna „Einstæðar mæður“ í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri kl. 15-17 og eru allir velkomnir. Sýningin er aðeins 19.-20.júní og eru allir velkomnir. Tónlist 20.00 Reykjavík Midsummer Music 2015 – Imitation. Tónlistarhátíð undir listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar sem fram fer í Hörpu í fjórða sinn á sumar- sólstöðum 18. til 21. júní 2015. Hátíðar- passi á 10 heimsklassa tónleika kostar 10.000 kr. Hvar: Harpa tónlistarhús. 20.30 Höfundur óþekktur– hátíðar- tónleikar í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Formföstum kyn- hlutverkum snúið við í tilefni dagsins. Hvar: Harpa tónlistarhús. 21.00 Hljómsveitin Stafrænn Hákon spilar í Mengi í kvöld, en bandið er að undirbúa breiðskífu sína sem kemur út með haustinu. Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2. 21.00 Dikta mun spila á Gauknum í kvöld ásamt hljómsveitunum Lucy in Blue og Greyhound. Flutt verða lög af væntanlegri plötu Diktu sem og eldri smellir. Aðgangseyrir 1.000 krónur. 21.30 Gítardúóið Four Leaves Left kemur saman og spilar á Vínsmakkar- anum í tilefni sumartónleikaraðar staðarins. Hvar: Laugavegur 73. 22.00 Ábreiðubandið Cover stígur á svið á Hressó í kvöld og leikur hvern klassíska slagarann á fætur öðrum fyrir gesti. Hvar: Hressingarskálinn í Austur- stræti. 22.00 KK spilar á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. 22.00 Ljótu Hálfvitarnir halda tónleika á Café Rósenberg í kvöld. Hvar: Klapparstíg- ur 25. 22.00 Prins Póló verður með tónleika á Kaffi Rauðku á Siglufirði í kvöld. Bækur 14.30 Höfundar lesa úr væntanlegri bók um reynslu kvenna af fóstureyðingum. Einnig verður ýtt úr vör fjármögnunarátaki á Karolina Fund þar sem hægt verður að kaupa bókina, Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum í forsölu á tilboðum sem ekki er hægt að hafna. Hvar: Bergsson mathús, Templarasundi 3. Samkoma 08.00 Í tilefni Hundrað ára kosningaaf- mælis kvenna á Íslandi verður viða- mikil dagskrá í miðborginni í allan dag, sem og um land allt. Hluti viðburða í miðborginni er unninn í samstarfi við Reykjavíkurborg, söfnin í borginni, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenrétt- indafélag Íslands og Kvennakirkjuna. Dagskráin hefst klukkan átta með sýningum á verkum í Ráðhúsi Reykja- víkur, Sjóminjasafni og á fleiri stöðum og stendur dagskráin yfir fram á kvöld. Nánari upplýsingar um hvað verður í boði í dag má finna á heimasíðunni www.kosningarettur100ara.is/ Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. FA S TU S _H _0 2 .0 1 .1 5 Verið velkomin í verslun okkar í Síðumúla 16, 2.h. Veit á vandaða lausn Spurðu um sveskjusafann í næsta apóteki. „Þetta er fullkomið fyrir þær sem leggja niður störf á hádegi,“ segir Jóní Jónsdóttir, ein þeirra þriggja kvenna sem standa að baki Gjörn- ingaklúbbsins, en þær Eirún Sig- urðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir mynda hópinn. Er gjörningurinn partur af hátíðardagskrá hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi, en dagskráin er ansi digur. „Þetta er sum sé gjörningur sem ber heitið Möskvi og er til heiðurs höggmyndalistakonum, sem voru frumkvöðlar á sínu sviði og við viljum minnast þeirra með þess- um hætti,“ segir Jóní. Gjörningur- inn fer fram í Perlufestinni, högg- myndasvæði Hljómskálagarðarins í dag. „Þetta er abstrakt en samt fók- userað verk, þar sem við vísum líka mikið í samtímann,“ segir hún og skýtur að, að áhorfend- ur spili stóra rullu í gjörningn- um. „Við höfum unnið mikið með áhorfendum í gegnum okkar tutt- ugu ára feril í Gjörningaklúbbn- um,“ útskýrir Jóní, og bendir á að gjörningurinn sé með þeim hætti að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af að slasa sig og engin ástæða sé til að verða hræddur við þátttöku. „Þeir sem taka þátt munu finna að ákveðin hreinsun á sér stað, en þetta er engin nýaldarstúdía. Flestir geta gert þetta í samtím- anum, en allir geta þetta í gjörn- ingnum,“ segir Jóní , full dulúðar, því ekki verður upplýst frekar um hvað muni eiga sér stað í Perlufest- inni. - ga Dulúðlegur gjörningur í Perlufestinni í dag Möskvi er gjörningur sem Gjörningahópurinn framkvæmir, og óskar eft ir framlagi almennings í verkinu. MINNAST FRUMKVÖÐ- LA Hópurinn ætlar sér að kíkja ofan í jarðlög kvennasögun- nar og draga fram perlur. MYND/BJARNI GRÍMSSON DIKTA ÓLAFUR ÖRN JOSEPHSSON TÓNLISTARMAÐURINN STAFRÆNN HÁKON Hundrað ára kosninga- afmæli kvenna Ýmis dagskrá Í tilefni Hundrað ára kosninga- afmælis kvenna á Íslandi verður viðamikil dagskrá í miðborginni í allan dag. EKKI MISSA AF 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 1 -5 E B C 1 6 3 1 -5 D 8 0 1 6 3 1 -5 C 4 4 1 6 3 1 -5 B 0 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.