Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 26
Ásthildur Björnsdóttir, hjúkr-unarfræðingur og ÍAK-einka-þjálfari, hefur lengi haft áhuga á eflingu á andlegri og líkamlegri heilsu og vellíðan. Henni finnst af- skaplega róandi og gott fyrir hugann að standa í eldhúsinu og búa til eitt- hvað nýtt og gott. Áhugi hennar á matargerð hófst fyrir alvöru þegar hún fór í ÍAK-einkaþjálfaranám fyrir nokkrum árum. Nú býr hún í Hol- landi og starfar við það sem henni finnst skemmtilegast að gera, sem er að aðstoða fólk og leiðbeina því í átt að betri vellíðan og heilsusamlegri og bættari lífsstíl en í Hollandi lærði hún einnig heilsumarkþjálfun við Institute for Integrative Nutrition í New York. „Með réttu matar æði er hægt að hafa áhrif á margt til hins betra eins og til dæmis of háan blóðþrýsting, sykur- sýki-2, auka úthald og orku, minnka fyrirtíðaspennu, lágmarka túrverki og mígreni tengt blæðingum. Ég get oft á tíðum gleymt mér í eldhúsinu og stunda þar alls konar tilraunir sem stundum heppnast og stundum mis- lukkast – tilraunir sem eiginmaður og dætur mínar tvær fá svo sannarlega óspart að kynnast. Þau eru hin form- lega smökkunarnefnd og hafa úrslita- áhrif á það hvort það sem ég bý til fái að birtast á blogginu mínu, Matur milli mála,“ segir Ásthildur. Hún gefur lesendum hér tvær upp- skriftir að sumarlegum réttum; salati sem einfalt er að gera og mangó-hrá- köku sem heimilisfólk Ásthildar biður ansi oft um að sé gerð. „Á sumrin renn- ur á mig „salat-æði“ og þá bý ég til alls konar útgáfur af salati og er í miklum tilraunum með hvað passar saman og hvað ekki. Mangó-hrákökuna sívinsælu þarf að gera með smá fyrirvara áður en hún er á borð borin. Það þarf að leggja cashew-hnetur í bleyti yfir nótt en annars er hún mjög einföld. Þessi hrákaka verður bara betri ef hún er gerð tímanlega – okkur finnst hún best á öðrum eða þriðja degi. Því er flott að gera hana vel tímanlega fyrir til dæmis grillveislur sumarsins.“ LOSTÆTI Ljúffeng hrákaka sem ekki þarf að baka. SPORTLEG Ásthildur og eiginmaður hennar Birgir Gunnarsson hugsa vel um heilsuna. Ásthildur gefur hér tvær sumarlegar uppskriftir að salati og köku. MYNDIR ÚR EINKASAFNI SUMARSALAT MEÐ FERSKJUM & JARÐARBERJUM „Mér finnst virkilega gaman að borða góðan mat og það sem mér finnst skipta mjög miklu máli er að það sem ég borða líti vel út því þá er svo miklu skemmtilegra að borða það.“ Blandað grænt salat – fæst tilbúið í pokum sem innihalda þá t.d. baby- leaf, romain-salat, redbeat, lollo rosso, carmoli og green oakeas. 1 stór tómatur, niðursneiddur 2-4 saxaðir sólþurrkaðir tómatar ½ rauð paprika, niðursneidd 8 stk. grænar ólífur Alfalfaspírur, magn eftir smekk Grænkáls- og smáraspírur, magn eftir smekk 1 vel þroskuð ferskja skorin í sneiðar 3-4 jarðarber, skorin í báta 1-2 msk. sólblómafræ og/eða graskersfræ 2-3 tsk. lífræn jómfrúar- ólífuolía Salatinu dreift á disk. Tóm- ötum, papriku, ólífum, spírum og ávöxtum raðað ofan á. Sól- blómafræjunum dreift yfir. Ólífu- olíunni hellt yfir. MANGÓ-HRÁKAKA Yndislega ljúffeng hrákaka sem ekki þarf að baka – bara setja í kælinn, hún geymist þar í tvo til þrjá daga og verður bara betri eftir einn til tvo daga. BOTNINN 1 ½ bolli möndlur 1 bolli döðlur (ef döðl- urnar eru mjög þurrar getur verið gott að setja þær í smástund í bleyti) ½ bolli kókosmjöl ¼ tsk. vanilla extrakt ¼ tsk. sjávarsalt Fyllingin: 2 ½ bolli cashew-hnetur sem settar hafa verið í bleyti í 4-8 tíma (til dæmis yfir nótt) ¾ bolli kókosolía ¼ bolli lucuma-duft ½ bolli kókos-cream 1 ½-2 stk. vel þroskuð mangó ¾ bolli hlynsíróp 1 tsk. vanilluextrakt Skreytingin: Vel þroskað mangó 3-5 stk. ástaraldin (passion fruit). Allt hráefnið sem á að fara í botninn er sett í matvinnsluvél og blandað vel saman þar til „deigið“ er orðið viðráðanlegt, gæti þurft að bæta við nokkrum döðlum. Botninn þjappaður vel niður á disk með hringformi. Sett til hliðar. Allt það sem á að vera í fylling- unni sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Fyllingunni er hellt yfir botninn og sett í ísskáp, í fjóra til sex tíma – gott yfir nótt. Tekið úr hringforminu, skreytt með fersku mangói og ástarald- inum. Gott að bera fram með ís eða jafnvel rjóma. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 SUMARSALAT OG MANGÓ-HRÁKAKA FÓLK| GOJI BER Húð, hár og neglur Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Sportlíf, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup Hamingjuberin GOJI BER innihalda 500 sinnum meira magn C-vítamíns en appelsínur, margfalt meira járn en spínat og tífalt meiri andoxunarefni en bláber • Hár, húð og neglur • Vellíðan • Sjón og minni • Stútfull af andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum, amínósýrum og HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER #BYLGJANBYLGJAN989 SIGURJÓN M. EGILSSON OG ÞJÓÐMÁLIN Í BEINNI SPRENGISANDUR ER Í LOFTINU MILLI KL. 10:00 - 12:00SUNNUDAG HELGIN 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 2 -4 B B C 1 6 3 2 -4 A 8 0 1 6 3 2 -4 9 4 4 1 6 3 2 -4 8 0 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.