Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 20
19. júní 2015 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS H ún út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér Í dag eru 100 ár frá hinum örlagaríka 19. júní 1915 – þeim tímamótum þegar íslenskar konur 40 ára og eldri fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Í um þrjá áratugi fram til þess dags höfðu konur háð kröftuga baráttu fyrir jöfnum réttindum og auknum umsvifum í íslensku samfélagi. Var baráttan fyrir kosningaréttinum þar í forgrunni. Ég veit að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauða- þreytt Þó að dagurinn hafi vissulega markað tímamót í sögu kvenrétt- inda hallaði enn á hlut kvenna. Það var nefnilega svo að karl- menn þurftu einungis að ná 25 ára aldri til að hljóta sömu rétt- indi. Aldursákvæði laganna frá 1915 var einsdæmi í heiminum en einungis Bretar höfðu sett við- líka aldurstakmark bundið við 30 ár. Þessi takmörkun þingkarla á kosningarétti kvenna var talin byggð á ótta þeirra við hið nýtil- komna sterka pólitíska afl. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði það snoppung fyrir konur að fá það í andlitið, að fyrst við 40 ára aldur teldust þær viðlíka þroskaðar og 25 ára karlmenn. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð Bríet Bjarnhéðinsdóttir talaði einhverju sinni um riddaraskap íslenskra karla og göfuglyndi við konur. Þá höfðu íslenskir þing- karlar barist óumbeðnir fyrir réttarbótum kvenna. Það fer lítið fyrir slíkum riddaraskap íslenskra ráðkarla í dag. Göfuglyndið við hefðbundnar kvennastéttir lítið. Ekki berjast þeir óumbeðnir fyrir kjarabótum kvenna. Ekki einu sinni umbeðnir. Jafnvel sárbændir. Launin sem hún fær, eru last og daglegt brauð Sterk heilbrigðis- og menntakerfi mynda grunnstoðir sam- félagsins. Ekkert þróað samfélag getur þrifist án slíkra hornsteina. Undirstöður allra framfara. Undirstöður, sem konur mynda. Ekki má hunsa að verulegar launahækkanir heilu stéttanna geti haft neikvæðar efnahagslegar afleiðingar. Það breytir því þó ekki að finna þarf lausn á vandanum sem blasir við. Það er aðkallandi fyrir samfélagið allt. Kvennastéttir færa samfélaginu meiri verðmæti en aðrar stéttir. Það skýtur því skökku við hve endurgjaldið er grátlegt. Lítið gagnast jafnlaunabaráttan þessum konum. Engin himinhá laun innan stéttanna. Engin karlalaun til samanburðar. Það er virðingar leysi við konur – og snoppungur að fá það í andlitið. Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá Þennan dag fyrir 100 árum, stóðu konur með vonarglampa í augum og framtíðarsýn um jöfnuð. Nú, 100 árum síðar, búum við enn í samfélagi sem hlúir illa að kvennastéttum – stéttunum sem hlúa að okkur. Stéttunum sem byggja grunnstoðir samfélagsins og skapa forsendur fyrir allt annað. Þær skapa og varðveita verðmæt- in sem öllu máli skipta. Þær ættu að njóta umbunar til samræmis við framlagið. Þær ættu að njóta virðingar umfram flesta aðra. En þannig er það ekki – og eitthvað þarf að breytast. Þær ættu að njóta eldanna sem fyrstar kveikja þá. Þær ættu að njóta eldanna Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is 365.is Sími 1817 Færðu fjarskiptin yfir til 365 og fáðu vandað sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttis- málum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og rétt- indi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttis- baráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundr- að árum, heldur vegna þess að kosninga- réttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismál- um á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóða- vettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttis- mála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttis- baráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www. HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu fram- tíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur. Jafnrétti er verkefni allra JAFNRÉTTI Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Áhugaverð könnun Niðurstöður skoðanakönnunar sem birtist í Fréttablaðinu í dag sæta nokkrum tíðindum. Samkvæmt könnuninni fengi Björt framtíð ekki kjörinn þingmann. Samfylkingin, sem er hvað líkust Bjartri framtíð í stefnu, bætir heldur ekki við sig að ráði. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni, ekki bara fyrir Guðmund Steingrímsson, formann flokksins, heldur líka fyrir stuðningsmenn aðildar að Evrópusambandinu. En flokkurinn er einn tveggja sem hafa verið hvað jákvæðastir fyrir aðild að Evrópusam- bandinu og upptöku evru. Turnarnir tveir Niðurstöðurnar eru kannski ekkert síður áhyggjuefni fyrir Samfylk- ingarmenn. Flokkur þeirra var upp- runalega stofnaður til þess að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Var talað á þá leið að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn yrðu turn- arnir tveir sem berðust um áhrifin í íslenskum stjórnmálum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og óþol fólks fyrir hefðbundnum stjórn- málamönnum með hefð- bundnar hugmyndir um fulltrúalýðræði aukist til muna. Er tilefni til að hlusta? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf- stæðis flokksins, sagði í pistli á Pressunni í gær að tilefnislaust væri fyrir stjórnarflokkana að bregðast við mótmælunum á 17. júní. „Það er ekk- ert slíkt ástand við stjórn landsins að bregðast verði við þótt nokkrir stjórnar- andstæðingar gargi niðri á Austur- velli á þjóðhátíðardeginum,“ sagði þingmaðurinn. Könnun Fréttablaðsins bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn auki við fylgi sitt í könnuninni frá síðustu kosningum. En fylgi Fram- sóknarflokksins hefur aftur á móti farið úr 24,4 prósentum og niður í 8,5 prósent nú. Það er því í það minnsta umhugsunarefni fyrir forystumenn þar á bæ hvort þeir þurfi að hlusta betur á kjósendur. jonhakon@frettabladid.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 1 -B 7 9 C 1 6 3 1 -B 6 6 0 1 6 3 1 -B 5 2 4 1 6 3 1 -B 3 E 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.