Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 50
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 34 260 g speltmjöl (130 g gróft og 130 g fínmalað) 25 g ger 2,5 dl heitt vatn 2 msk. ólífuolía 2 tsk. Santa María-kryddblanda 1 msk. graslaukur 50 g fetaostur Fylling: 100 g fetaostur 150 g Philadelphia-rjómaostur með hvítlauks-og kryddbragði. 3 tómatar, skornir smátt niður Santa María-kryddblanda Hitið ofninn í 200°C. Blandið þurr- efnunum vel saman, hellið vökv- anum út í og hrærið vel í nokkrar mínútur. Látið deigið hefast á hlýjum stað í 30-40 mínútur. Gott er að setja heitt vatn í vaskinn og láta skálina standa ofan í. Hnoðið deigið vel og fletjið út. Gott er að setja smá hveiti undir deigið svo það festist ekki við borðið. Komið deiginu fyrir í eldföstu móti og látið restina af deiginu flæða yfir barmana. Deigið er smurt með Philadelphia-rjómaost- inum og tómötum er síðan bætt við sem og fetaostinum og rúmlega einni matskeið af kryddblöndunni. Lokið brauðinu og penslið með smá smjöri. Bakið brauðið í ofni í rúmlega þrjátíu mínútur. Uppskrift fengin af evalaufeykjaran.com Fyllt brauð með fetaosti og tómötum Það er alltaf notalegt að baka brauð og þetta ljúff enga fyllta brauð er kjörið helgarverkefni. Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur svo sannarlega átt góðu gengi að fagna undanfarið. Önnur breiðskífa sveitarinn- ar, Beneath the Skin, kom út á Íslandi þann 8. júní síðastliðinn og degi síðar um allan heim. Of Monsters and Men er sem stendur á tónleikaferðalagi sem stendur til 29. nóvember og kemur fram víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Asíu. Fyrir tæpri viku var hljóm- sveitin gestur í The Tonight Show hjá Jimmy Fallon ásamt leikkon- unni Whoopi Goldberg þar sem sveitin flutti lagið Crystals. Beneath the Skin komst á miðvikudaginn í þriðja sæti á bandaríska Billboard-listanum sem þykir sæta talsverðum tíð- indum fyrir íslenska hljómsveit en fyrri platan, My Head is an Animal, komst í sjötta sæti Bill- board-listans. En listinn er gefinn er út vikulega og greinir frá vin- sælustu og söluhæstu hljómplöt- unum vestanhafs. Í fyrsta sæti listans er hljómsveitin Muse með nýútkomna plötu sína Drones og í öðru sæti Taylor Swift með plöt- una 1989. Beneath the Skin hefur frá útgáfu selst í 61.000 eintökum og 57.000 heilum plötum. Hljóm- sveitin var stofnuð árið 2010 og vann Músíktilraunir sama ár. Meðlimir Of Monsters and Men eru þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhalls- son, Brynjar Leifsson, Arnar Rósenkranz Hilmarsson og Krist- ján Páll Kristjánsson. Of Monsters and Men slá fyrra met Hljómsveitin Of Monsters and Men náði sínum besta árangri til þessa þegar hún fór rakleiðis í þriðja sæti bandaríska Billboard-listans með nýjustu plötu sína Beneath the Skin. Sveitin fór í sjötta sæti Billboard-listans árið 2012 með plötuna My Head Is an Animal. GENGUR VEL Það er heldur betur allt í gangi hjá íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men sem er nú á tónleikaferðalagi og nýbúin að gefa út sína aðra breiðskífu. MYND/MEREDITHTRUAX Í LONDON Of Monsters and Men spilaði í The Forum í London á þriðju- daginn. Uppselt var á tónleikana en The Forum tekur 2.100 tónleikagesti. NORDICPHOTOS/GETTY „Þau eru búin að ná alveg rosa- legum árangri þarna í Bandaríkj- unum,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu um hljómsveitina. Hann segir það talsverðan sigur fyrir hljómsveit að önnur plata hljóti viðlíka viðtökur. „Það er oft talað um að önnur plata lista- manns geti verið svona erfiðasta skrefið á ferlinum og með þessu sýnir það sig að þau eru heldur betur búin að stíga yfir þann þröskuld.“ Sjálfur er hann hrifinn af plötunni og segir árangur Of Monsters and Men magnaðan. „Mér finnst þessi plata alveg ná að bæta við, í sambandi við tónlistina. Mér finnst hún vera mjög vel gerð svona við fyrstu hlust- anir.“ „Þau eru mjög mainstream hljómsveit þarna í Bandaríkj- unum. Ég var að flækjast þarna fyrir tveimur, þremur árum og það var alltaf verið að spila þau í útvarpinu,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, af mörgum þekktur sem Dr. Gunni. „Þau voru heppin að vera með þetta lag, Little Talks. Það var svona lagið sem ýtti þeim í gang,“ segir hann og hefur einnig orð á að það hafi verið svekkjandi að Muse og Taylor Swift hafi verið að flækjast fyrir þeim á Bill- board- listan- um. „Að mínu viti er þetta ekkert annað en frábær árangur. Sér- staklega að vera að koma með þessa, sem allir tala um „erfiðu“ plötu númer tvö og ná að toppa sig á bandaríska Billboard- listanum er ekkert annað en frábært,“ segir Kári Sturluson hjá Sigur Rós. „Að selja 57.000 eintök í dag í fyrstu viku í Banda- ríkjunum er bara frábær árangur. Það er gaman að fylgjast með því sem þau eru að gera,“ segir hann að lokum og biður fyrir hamingjuóskir til sveitarinnar á öldum ljós- vakans. LÍFIÐ 19. júní 2015 FÖSTUDAGUR 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 1 -4 F E C 1 6 3 1 -4 E B 0 1 6 3 1 -4 D 7 4 1 6 3 1 -4 C 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.