Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 19. júní 2015 | SPORT | 43 FÓTBOLTI FH-ingar eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir þrjá sigra í röð og tvær þrennur framherja liðsins í undanförnum þremur leikjum. Það boðar gott fyrir toppliðið og framherjar liðsins ættu að spila með sjálfs- traustið í botni í næstu leikjum liðsins. Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu í 4-1 sigri á ÍBV í Eyjum í 8. umferð og Steven Lennon skoraði þrjú mörk í 4-2 heimasigri á Leikni í 6. umferð. Báðir voru þeir að skora sína fyrstu þrennu í efstu deild í þessum leikjum. Þetta er fyrsta framherjaparið í áratug sem skorar þrennu í úrvalsdeildinni eða síðan þeir Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt skoruðu báðir tvær þrennur fyrir FH-liðið sumarið 2005. Sama lið hefur jafnframt ekki átt tvo leik- menn með þrennu síðan Óskar Örn Hauks- son og Björgólfur Takefúsa skoruðu þrennur í tveimur síðustu umferðunum haustið 2009 en Óskar Örn lék þá á kantinum í 4-4-2 leik- kerfinu og Björgólfur var í framlínunni með Guðmundi Benediktssyni. Tryggvi og Allan voru báðir komnir með þrennu eftir áttundu umferð alveg eins og þeir Kristján Flóki og Lennon en samtals skoruðu þeir Tryggvi og Borgvardt 29 af 53 mörkum FH-liðsins um sumarið og voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar. Kristján Flóki og Lennon hafa skorað 9 mörk saman og eru nú í öðru (Lennon, 5 mörk) og þriðja sæti (Kristján Flóki, 4 mörk) listans yfir markahæstu leikmenn Pepsi- deildarinnar. FH-liðið á nú fjórtán leiki eftir í Pepsi-deildinni og því næg tækifæri til að bæta við mörkum í sumar. FH er reyndar aðeins fjórða félagið á þessari öld (frá og með 2000) sem hefur tvo leikmenn sem skora þrennu en framherjinn Sævar Þór Gíslason og miðjumaðurinn Sverrir Sverrisson skoruðu báðir þrennu fyrir nýliða Fylkis sumarið 2000. Það þarf að fara allt til sumarsins 1997 til að finna fleiri liðsfélaga með þrennu en þá áttu Leiftur, KR og ÍBV öll tvo menn sem skoruðu þrjú mörk í leik í deildinni. Hjá öllum voru menn að skora þrennu af miðjunni. Til að finna annað framherjapar með þrennu þurfum við því að fara 19 ár aftur í tímann eða til þess að þeir Bjarni Guð- jónsson og Mihajlo Bibercic skoruðu báðir þrennur fyrir ÍA Íslandsmeistarasumarið 1996. Þeir voru báðir komnir með þrennu eftir 5. umferðina 24. júní og enduðu á því að skora saman 20 af mörkum Skagamanna í deildinni. - óój FH á fyrsta framherjaparið í áratug sem skorar þrennu í úrvalsdeildinni ÖFLUGIR FRAMHERJAR Steven Lennon (til vinstri) og Kristján Flóki Finnbogason. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ Lið með tvo menn með þrennur í efstu deild á þessari öld: FH er aðeins fjórða félagið í efstu deild karla á síðustu fimmtán árum sem hefur innanborðs tvo leikmenn sem hafa skorað þrennu. FH 2015 KRISTJÁN FLÓKI FINNBOGASON Í 8. UMFERÐ 14. JÚNÍ - framherji í 4-1 sigri á ÍBV STEVEN LENNON Í 6. UMFERÐ 31. MAÍ - framherji í 4-2 sigri á Leikni KR 2009 BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA Í 22. UMFERÐ 26. SEPTEMBER - framherji í 5-2 sigri á Val ÓSKAR ÖRN HAUKSSON Í 21. UMFERÐ 20. SEPTEMBER - vinstri kantmaður í 7-3 sigri á Stjörnunni FH 2005 TRYGGVI GUÐMUNDSSON Í 18. UMFERÐ 17. SEPTEMBER - framherji í 5-1 sigri á Fram ALLAN BORGVARDT Í 13. UMFERÐ 10. ÁGÚST - framherji í 8-0 sigri á Grindavík BORGVARDT Í 8. UMFERÐ 26. JÚNÍ - framherji í 5-2 sigri á Fylki TRYGGVI Í 2. UMFERÐ 22. MAÍ - framherji í 5-1 sigri á Grindavík FYLKIR 2000 SÆVAR ÞÓR GÍSLASON Í 12. UMFERÐ 31. JÚLÍ - framherji í 5-1 sigri á Stjörnunni SVERRIR SVERRISSON Í 11. UMFERÐ 23. JÚLÍ - miðjumaður í 7-1 sigri á Leiftri FÓTBOLTI Birkir Bjarnason getur valið úr liðum til að spila fyrir á næstu leiktíð, en nokkur lið úr Seríu A á Ítalíu berjast nú um kappann. Torino og Palermo hafa bæði haft samband við Pescara vegna Birkis og eru í viðræðum við félagið, en nú hefur þriðja ítalska félagið bæst við í baráttuna um íslenska landsliðsmanninn. Sportitalia greinir frá því að Atalanta, sem var þremur stigum frá falli úr A-deildinni á síðustu leiktíð, sé búið að gera Pescara tilboð í Birki. Atalanta er tilbúið að greiða 1,1 milljón evra eða 164 milljónir íslenskra króna fyrir Birki og býður tvo leikmenn með í kaupbæti. Ekki kemur fram hvaða leikmenn um er að ræða. Forráðamenn Atalanta funda með Pescara í dag, en það virðist liggja nokkuð ljóst fyrir að Birkir er á leið frá félaginu og mun spila í efstu deildinni næsta vetur. - tom Bjóða 164 millj ónir og tvo menn í Birki EFTIRSÓTTUR Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 365.is Sími 1817 Gummi Ben stýrir Manstu? sem er skemmtilegur spurningaþáttur á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 þar sem hann fær til sín þekkt afreksfólk úr heimi íþróttanna. Tvö tveggja manna lið mætast og glíma við alls kyns útfærslur af íþróttatengdum spurningum Gumma og þá reynir á þekkingu, útsjónarsemi og taugar keppenda. Fylgstu með á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 í allt sumar. SPORTVÆNN SPURNINGAÞÁTTUR MEÐ GUMMA BEN ÞEGAR STÓRT ER SPURT Fyrsti þátturinn í kvöld Í KVÖLD KL. 20:00 LAUGARDAG KL. 19:20 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 1 -E 4 0 C 1 6 3 1 -E 2 D 0 1 6 3 1 -E 1 9 4 1 6 3 1 -E 0 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.