Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 6
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Deila um tungumál lögreglunnar 1 ÁLANDSEYJAR Deilurnar um hvaða tungumál lögreglan á Álandseyjum, sem eru finnskt sjálfstjórnarsvæði milli Svíþjóðar og Finnlands, eigi að tala hafa blossað upp á ný vegna nýrra laga um lögregluembættið þar. Sænska er töluð í stofnunum á Álandseyjum og í samskiptum við stofnanir í Finnlandi. Lögreglu- stjóranum Teijo Ristola, sem kom til eyjanna frá Finnlandi fyrir einu ári, finnst hins vegar fáránlegt að þurfa að fara að tala sænsku við starfsfélaga sem hann hefur talað við á finnsku í 30 ár. Hann hefur fengið það svar að sama regla eigi að gilda um lögregluembættið og aðrar stofnanir. Danskir bændur vilja rækta kannabis 2 DANMÖRK Samtök danskra bænda og matvælaframleið- enda, Landbrug og Fødevarer, leggja til að sett verði á lagg- irnar nefnd sem hugi að kostum kannabisræktunar í Danmörku. Samtökin benda á að kannabis- iðnaður í meðal annars Banda- ríkjunum velti sem samsvarar tugum milljarða íslenskra króna. Hægt sé að nota kannabis til margs annars en reykinga, eins og til dæmis í fóður, vefnaðarvöru, snyrtivörur og lyf fyrir bæði menn og dýr. Vinningar Bi rt án á by rg ›a r Volkswagen Passat Comfortline 1.4 TSI, 4.890.000 kr. 49124 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 72661 154475 Sumarhappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur 17. júní 2015 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr. Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr. 1244 3156 4057 6333 10370 10413 12006 13158 13589 13723 14193 15094 16611 18139 20900 20957 22708 25561 28409 29111 29159 29278 29709 29949 30935 31097 31150 31211 31422 32913 35739 36189 37728 38549 39626 40507 41915 45836 46034 47175 47677 48962 49472 52406 53307 53310 55125 55163 58900 59465 59622 60950 63391 64199 65621 67242 68031 69189 69873 70337 74392 75247 75823 77091 77192 77990 83477 84627 84735 85516 86370 88177 91178 92944 94077 94105 94733 96888 98416 98607 101659 105188 105429 105643 106769 109161 109794 110358 114885 115127 115552 115773 117103 118564 120410 120592 122307 124331 124364 125754 128850 130819 132049 133650 135789 140679 140806 142686 143305 143949 143973 144928 145895 145924 146897 148519 148692 152118 152974 153482 936 3812 5330 5761 8409 9783 10597 12304 14483 15950 16193 19219 23958 26984 34498 34546 35583 37144 41461 43666 45730 46116 51530 51556 52848 53333 53613 54445 55213 57507 58515 59003 62385 62850 63559 66552 67782 67907 70744 70755 73516 74349 76108 76695 77599 78773 80293 81675 83249 84355 85055 87060 88839 89424 90738 91261 91831 93350 94121 95184 97624 97875 98373 99436 100307 102748 103472 103727 104486 105498 108516 111310 111563 111637 111782 112602 112656 114746 121762 122221 123420 126629 127469 129550 136370 136621 140387 143033 144860 145562 145627 146637 147246 147445 149499 150418 151918 153664 153887 154641 Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 2. júlí nk. KJARAMÁL Engar viðræður hafa átt sér stað í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið frá því lög voru sett á verkfallið um síðustu helgi. Félagsfundur hjúkrunarfræð- inga skoraði í vikunni á stjórn- völd að ganga án tafar til samn- inga og hefur Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, lýst vilja til þess að reyna til þrautar að landa samningi. Ríkissáttasemjari hefur verið í sambandi við deiluaðila, en enn hefur ekki þótt ástæða til að boða til funda, að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur, skrifstofustjóra hjá Ríkissáttasemjara. Síðustu fund- ir í deilunum voru haldnir tíunda þessa mánaðar, en lög voru sett á verkfallið laugardaginn þrett- ánda. Lögboðið er að fundað sé að minnsta kosti hálfsmánaðarlega í kjaradeilum hjá Ríkissáttasemj- ara. Komi ekki til funda fyrr verða samninganefndirnar því í síðasta lagi að hittast miðviku- daginn 24. júní. Ríkissáttasemj- ari myndi þá boða til fundarins. Þórunn Sveinbjarnardóttir segir mjög erfitt að segja til um líkurnar á því að saman náist í kjaradeilunni við ríkið fyrir til- skilinn frest í lögunum sem sett voru á verkfallið, 1. júlí. Hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma skipar Hæstiréttur gerðar- dóm sem kveða á upp úr um kjör stéttanna fyrir 15. ágúst. „Í rauninni er málið í höndum samninganefndar ríkisins,“ segir Þórunn. „Ef ríkið hyggst taka skref í áttina til krafna BHM þá væri sannarlega tilefni til að hittast, en það hefur ekkert slíkt gerst.“ Þórunn segir ljóst af orðanna hljóðan í lögunum, sem sett voru á verkfallið, að ekki megi grípa til neinna aðgerða til að þrýsta á samninga fram að þeim tíma að gerðardómur kveður upp úrskurð sinn. „Og það er ekki hægt að lesa lögin öðru vísi en svo að það sé jafnvel svo að fólk sem segir starfi sínu lausu geti ekki hætt á tilskildum tíma heldur sé hægt að lengja upp- sagnarfrestinn.“ Þá vísar hún til ákvæða í lögum um opinbera starfsmenn um framlengingu uppsagnarfrests ef „til auðnar horfi“ í starfsstétt. Í lögin sem sett voru um síð- ustu helgi banna verkfalls- aðgerðir BHM og hjúkrunar- fræðinga „svo og frekari vinnustöðvanir eða aðrar aðgerð- ir þessara aðila sem er ætlað að knýja fram aðra skipan kjara- mála en lög þessi ákveða“. „Samkvæmt lögunum þá hefur ríkið öll tromp á hendi og búið að setja rammann fyrir gerðar- dóminn, með efnahagslegum for- sendum,“ segir Þórunn og kveð- ur ríkið búið að festa starfsfólk sitt með einhvers konar bandi. „Kannski vistarbandi.“ BHM hefur lýst því yfir að stefna eigi ríkinu vegna lagasetn- ingarinnar á verkföllin. „Sá undir- búningur hefur verið í fullum gangi undanfarna sólarhringa,“ segir Þórunn og bætir við að farið verði fram á flýtimeðferð málsins fyrir dómi. Hún segist vonast til að stefnan verði tilbúin sem allra fyrst. olikr@frettabladid.is Vistarbandi komið á opinbera starfsmenn Ríkið með öll tromp á hendi í slagnum við aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) og hjúkrunarfræðinga, segir formaður BHM. Telur lög á verkföll líka geta náð til uppsagna. Ríkið getur lengt uppsagnarfrest komi til hópuppsagna stétta. FRÁ SÍÐASTA FUNDI Í KARPHÚSINU Samninganefnd ríkisins er vinstra megin og samninganefnd BHM til hægri, en í miðið situr Bryndís Hlöðversdóttir ríkissátta- semjari. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sam- kvæmt lög- unum þá hefur ríkið öll tromp á hendi og búið að setja ramm- ann fyrir gerðardóminn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM 37. gr. Nú vill embættismaður biðjast lausnar, og skal hann þá gera það skriflega og með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrir- sjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest. Skylt er að veita lausn ef hennar er löglega beiðst. Þó er óskylt að veita lausn frá þeim tíma sem beiðst er ef svo marg- ir leita lausnar samtímis eða um líkt leyti í sömu starfsgrein að til auðnar um starfrækslu þar mundi horfa ef beiðni hvers um sig væri veitt. Getur stjórnvald þá áskilið lengri uppsagnar- frest, allt að sex mánuðum, en á meðan heldur embættismað- urinn óbreyttum launakjörum og réttindum. Ákvörðun þessi skal tilkynnt embættismanni svo fljótt sem verða má og eigi síðar en þegar sex vikur eru eftir af upphaflegum uppsagnarfresti. Lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins „Ég er ekki farinn að skoða þetta, en vel getur verið að Landspítalinn sé að skoða þetta eða einhverjar heilbrigðisstofnanir,“ segir Kristján Þór Júlíusson, um ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem heimila ríkinu að lengja uppsagnarfrest horfi til vandræða í starfsstétt vegna fjöldauppsagna. „En ástæða þess að ég er ekki að bera mig eftir þessu nú þegar, er að ég hlýt að treysta á og vonast til þess að menn reyni til þrautar að ná samningum í þessum glugga sem er opinn núna til 1. júlí. Það er öllum fyrir bestu að ná samningum ef gerlegt er.“ Vill gefa fólki tækifæri til að ná saman KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Mannréttindasamtök kærð fyrir peninga- þvætti 3 NOREGUR Mannréttindasamtökin GNRD, Global Network for Rights and Development, sem eru með að- setur í Stafangri í Noregi, hafa verið kærð fyrir peningaþvætti. Grunur leikur á að 100 milljónir norskra króna, sem samtökin hafa fengið um þriggja ára skeið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, tengist refsiverðri starfsemi. Leiðtogi sam- takanna, Loai Deeb, segir samtökin ætla að höfða mál gegn norskum yfirvöldum og krefjast 6 milljarða norskra króna. REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 365.is Sími 1817 NORÐURLÖND 1 2 3 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 1 -E 4 0 C 1 6 3 1 -E 2 D 0 1 6 3 1 -E 1 9 4 1 6 3 1 -E 0 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.