Fréttablaðið - 06.05.2015, Síða 6
6. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
BOZZ
sturtuklefi
80x80cm
41.990
Fást einnig í 90x90cm á
kr. 43.990. Einnig eru til
rúnnaðir 90x90 klefar
á kr. 43.990
Sturtustöng og -brúsa fylgja.
GÆÐAVARA
Vatnslás og botnventill frá
McAlpine seldur sér á kr. 1.290
Guoren-BO Hitastýrt
tæki með niðurstút
kr.13.990
HEILBRIGÐISMÁL „Það er samband
á milli endurtekins sólbruna hjá
börnum og þess að greinast síðar
á ævinni með sortuæxli. Við leggj-
um þess vegna áherslu á mikilvægi
þess að verja börnin. Húð þeirra er
þynnri en húð fullorðinna og miklu
viðkvæmari,“ segir Guðlaug B.
Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Maí er alþjóðlegur árveknimánuð-
ur gegn sortuæxlum, að sögn Guð-
laugar.
„Íslenska sólin er sterk. Það er
talið að börn fái nægilegt D-vítamín
séu þau með bert andlit og hendur
úti í sól þrisvar í viku, 15 mínútur í
senn. Við ættum að forðast að vera
úti lengi í einu þegar sólin er hæst á
lofti eða gera eitthvað skemmtilegt í
skugganum,“ bendir hún á.
Nú greinast árlega 18 karlar og 25
konur með sortuæxli. Meðalaldur við
greiningu er 58 ár hjá körlum og 49
ár hjá konum. Dánartíðni hjá 50 ára
og eldri hefur tvöfaldast frá 1990
og er hækkunin meiri hjá körlum
en konum. Tíðni á lengra gengnum
sortuæxlum hefur aukist undanfarna
áratugi hjá körlum eldri en 50 ára.
„Karlar koma seinna en konur til
læknis til að láta skoða bletti. Þær
fylgjast betur með sér,“ segir Guð-
laug.
Nýgengi sortuæxla á Íslandi jókst
gífurlega hratt á árunum 1990 til
2000 og mest hjá ungu fólki, sér-
staklega ungum konum. Skýring-
ar eru helst taldar tengjast óvenju-
mikilli sólbekkjanotkun á Íslandi og
aukinni greiningarvirkni. Nýgengið
hefur lækkað aftur. - ibs
Samband á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli:
Mikilvægt að verja börnin fyrir sólinni
GUÐLAUG B. GUÐJÓNSDÓTTIR
GEFÐU
HÆNU
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
FJÖLSKYLDA „Það hefur stundum
verið meiri áhersla á rétt foreldra
en rétt barna við skilnað. Það er
mikilvægt að fyrirkomulag um
búsetu sé ákveðið út frá þörfum
barnsins,“ segir Margrét Bárðar-
dóttir sálfræðingur, sem verður
fundarstjóri á málþinginu Börn og
skilnaðir, sem haldið verður í Nor-
ræna húsinu á fimmtudag.
Á málþinginu verður rætt um
aðstæður barna við skilnað, öryggi
og tengsl, mikilvægi foreldrafærni
beggja foreldra, skipta búsetu og
fleira sem tengist skilnaði.
Margrét bendir á að í dag sé
orðið algengt að foreldrar skipti
umgengni við barnið, viku og
viku. Það sé þó aðferð sem henti
alls ekki öllum börnum. „Það
hefur ekki verið nógu mikið inni í
umræðunni að taka þurfi tillit til
aldurs barnsins þegar búseta er
skipulögð í framhaldi af skilnaði.
Mörgum okkar þykir orðið alltof
algengt að það sé nánast sjálfkrafa
fyrirkomulag vika og vika,“ segir
Margrét.
„Ef við skoðum rannsóknir um
öryggi og tengsl barna þá er mjög
mikilvægt að það sé tekið mið af
aldri barnsins í þessu fyrirkomu-
lagi. Slíkt fyrirkomulag getur verið
í góðu lagi fyrir eldri börn en fyrir
yngri börnin er mikilvægt að laga
búsetuskiptingu að þroska barnsins
og hafa þá frekar styttri heimsókn-
ir hjá öðru foreldrinu. Lítið barn,
kannski 1-3 ára, þolir ekki vel viku
aðskilnað frá foreldri. Það er mjög
mikilvægt að foreldrar komi sér
saman um hvers konar fyrirkomu-
lag hentar hverju aldurs- og þroska-
stigi. Skapgerð barnsins er einnig
mikilvæg, tengsl við foreldra fyrir
skilnað og svo framvegis.“
Margrét segir það lykilatriði
varðandi velferð barna eftir skiln-
að að samskipti foreldra sín á milli
og við barnið séu góð. „Við vitum
að allar rannsóknir ber að sama
brunni hvað það varðar að góð
samskipti eftir skilnað eru það sem
skiptir mestu máli varðandi líðan
barna og aðlögun ,“ segir hún.
„Börn búa líka yfir alveg sér-
stakri aðlögunarhæfni en rann-
sóknir segja okkur að börn geti
aðlagast skilnaði vel en að það sé
algjört lykilatriði að vel sé stað-
ið að skilnaðinum; að breytingar
séu hafðar í lágmarki, að hugað
sé að góðri foreldrafærni beggja
foreldra og að foreldrar geti talað
saman eins og manneskjur. Þetta
eru mikilvægar breytur þegar
skoðað er hvað hefur áhrif á vel-
farnað barna eftir skilnað.“
Málþingið hefst klukkan 16 á
fimmtudag og stendur til 18.45.
viktoria@frettabladid.is
Setja rétt barna ofar
rétti foreldra þeirra
Viku og viku fyrirkomulag hentar ekki öllum börnum eftir skilnað og síst yngri
börnum. Að sögn sálfræðings skipta góð samskipti milli foreldra eftir skilnað
mestu máli varðandi líðan og aðlögun barna eftir skilnað.
SKILNAÐUR Það
er mikil áfall fyrir
alla fjölskyldu-
meðlimi þegar
foreldrar ákveða
að skilja. Margrét
segir mikilvægt
fyrir börnin að
samskipti milli
foreldra séu góð
eftir skilnað.
NORDICPHOTOS/GETTY
Mörgum
okkar þykir
orðið alltof
algengt að
það sé nánast
sjálfkrafa
fyrirkomulag
vika og vika.
Margrét Bárðardóttir, sálfræðingur.
VINNUMARKAÐUR Króötum verð-
ur heimill aðgangur að íslenskum
vinnumarkaði frá og með 1. júlí
næstkomandi. Ríkisstjórnin sam-
þykkti á fundi í gær að aflétta tak-
mörkunum þess efnis.
Króatía fékk aðild að Evrópu-
sambandinu árið 2013 en aðildar-
ríkjum ESB sem og EES var heim-
ilt að takmarka aðgengi Króata
að vinnumörkuðum sínum tíma-
bundið. Ísland nýtti sér þessa
heimild Evrópu-
sambandsins
tímabundið og
rennur hún út
1. júlí næstkom-
andi.
„Umsókn-
ir Króata um
atvinnuleyfi
hafa verið fáar
og störfum hefur
fjölgað hratt á undanförnum miss-
erum,“ segir Eygló. „Forsendan
fyrir takmörkun var að aðgengi
Króata myndi valda verulegri rösk-
un á íslenskum vinnumarkaði. Að
höfðu samráði við aðila vinnumark-
aðarins taldi ég því ekki forsend-
ur til að takmarka áfram aðgengi
þeirra.“
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
býr 31 króatískur ríkisborgari hér
á landi en þeir voru flestir á annað
hundrað árið 2007. - sa
Telja aðgang Króata að íslenskum vinnumarkaði ekki valda verulegri röskun:
Króatar fá inni á vinnumarkaði
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
SPURNING DAGSINS
Gunnar Már, var þetta ekki
biðskýli?
„Jú, meira samt í ætt við stoppistöð.“
Gunnar Már Hauksson komst ekki leiðar
sinnar á Selfoss vegna verkfalls vagnstjóra
sem aka frá Reykjavík og austur fyrir fjall.
Beið hann því heldur lengi í biðskýli í Mjódd-
inni eftir vagni sem var stopp.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
B
-F
F
4
C
1
6
3
B
-F
E
1
0
1
6
3
B
-F
C
D
4
1
6
3
B
-F
B
9
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K