Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 24
FÓLK|FERÐIR
FREYR Í PARÍS Frey þykir borgin vera falleg, lúmsk, seiðandi og töfrandi. MYND/RAGNAR HELGI ÓLAFSSON
EIFFEL-TURN-
INN Eitt helsta
kennileiti Parísar.
Freyr Eyjólfsson fréttamað-ur flutti nýlega til smá-bæjarins Gex sem liggur
við landamæri Sviss og býr þar
ásamt fjölskyldu sinni í þrjú
hundruð ára gömlu húsi. „Þeg-
ar við göngum út á morgnana
blasir sjálft Mont Blanc-fjallið
við okkur. Eftir flutninga höfum
við rúntað um svæðið, borðað
rétti héraðsins, foundue, tarti-
flette, vatnaborra úr Genfar-
vatni og auðvitað heila glás
af ostum. Nýlega fórum við í
fjallgöngu og gengum upp yfir
skýin þar sem fegurðin ein
ríkir. Lífið hér er bara skrambi
gott,“ segir Freyr.
Uppáhaldsborg Freys er hins
vegar París þar sem hann hefur
búið í þrjú ár. Hann svarar hér
nokkrum spurningum um borg-
ina sem oft er kennd við ástina.
Af hverju er París í uppáhaldi?
Hún er falleg, lúmsk, seiðandi
og töfrandi.
Hefur þú oft komið þangað?
Oft og mörgum sinnum. Búið
þar í þrjú ár. Fæ aldrei leiða.
Ferðast þú mikið? Já, ég er
flakkari í eðli mínu.
Hvar er best að borða í París?
Bístróin eru best. Til dæmis
Bistrot du Peintre við Bast-
illuna. Borða í hádeginu. Betri
og ferskari matur, betra verð,
stemning og þjónusta.
Besti barinn? Þar sem eng-
inn veit hvað þú heitir (ekki
einu sinni þú sjálfur).
Hvar er best að eyða
laugardagseftirmiðdegi?
Montmartre.
Besta kaffihúsið? Le
Saint Jean. Tíminn eða
önnur tætingsöfl vinna
ekki á því.
Uppáhaldssöfn? Musée
de la Chasse. Það
er eins og að vera
staddur inni í höfðinu
á Sjón að ganga þar
um.
Hvar er best að
dansa? Hvar sem
er.
Hvernig er
skemmtileg-
ast að eyða
virku kvöldi? Kíkja á víet-
namskan stað í Belville.
Hvar er best að versla?
Á mörkuðum. Marché
aux Puces de St. Ouen er
sagður stærsti flóamark-
aður í heimi.
Áttu þér einhvern uppá-
haldsstað í borginni?
Montmartre.
Einhverjar leyndar
perlur fyrir þá sem hafa
ekki komið þangað? Le
Grenier à Pain við Rue
Abbesses. Besta bak-
aríið í bænum.
Hvernig er fólkið í
París? Kurteist, lífsglatt,
klókt, skapandi, stolt.
Áttu einhverja
skemmtilega minn-
ingu frá borginni?
Þegar drottningin
Amanda Lear mætti
mér á götu og bauð
mér góðan dag.
BÍSTRÓIN ERU BEST
Í UPPÁHALDI Uppáhaldsborg Freys Eyjólfssonar fréttamanns er sjálf París.
Hann gefur hér upp ýmis leyndarmál sem hann lumar á um borgina fögru.
MONTMARTRE Þar finnst Frey best að
eyða laugardagseftirmiðdegi.
NORDIC PHOTO/GETTY
BÍSTRÓ eru víða í Parísarborg. Freyr mælir með að borða á þeim í hádeginu.
FLÓAMARKAÐUR Marché aux Puces
de St.Ouen er sagður sá stærsti í heimi.
Til sölu er þetta einbýli sem stendur á 2.750 m2
eignarlóð með miklum trjágróðri, stórum grasflötum
og fallegum hraunjaðri. Stærð hússins er 165 m2 og
bílskúrs 48 m2, samtals 213 m2. Á lóðinni gætu staðið
3 einbýli. Sólpallur, heitur pottur á einstökum stað og
garðhús. Mörg bílastæði og hiti undir hlöðnu plani og
heimreið að húsi. Tvær stofur, fjögur svefnherbergi,
stórt bað, gestabað og stórt eldhús. Eignin er að
Hraunhólum 8 í Garðabæ.
Verð 60 milljónir
Einstök eign í Garðabæ
Upplýsingar: 899 2005 / finnurorri@gmail.com
Myndir: https://www.facebook.com/finnurorri.thorlacius
Til hvers að flækja hlutina?
365.is | Sími 1817
SJÁLFKRAFA
í BESTA ÞREP!
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.
hollur kostur á 5 mín.
Plokkfiskur
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
B
-4
8
9
C
1
6
3
B
-4
7
6
0
1
6
3
B
-4
6
2
4
1
6
3
B
-4
4
E
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K