Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 30

Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 30
 | 10 6. maí 2015 | miðvikudagur Hin hliðin Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastýra Félags kvenna í atvinnurekstri Fórnarlamba hryðjuverkaárása í Naíróbí minnst BÝÐUR FRAM AÐSTOÐ John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók á mánudaginn þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í hryðjuverkaárásunum á sendiráð Bandaríkjanna í Naíróbí í Kenía árið 1998. Um leið og Kerry minntist fórnarlambanna bauð hann fram aðstoð Bandaríkjanna í baráttunni gegn þeirri ógn sem sómölsk hryðjuverkasamtök eru orðin. NORDICPHOTOS/AFP Fræðimenn eru almennt orðnir sammála um að kvótakerfi sé skilvirkasta leiðin til stjórnar á fiskveiðum. Kvótunum var upphaflega úthlutað ókeypis en hafa síðan gengið kaupum og sölum. Það hefur þjóðin ekki getað sætt sig við – og gerir ekki enn. Útgerðin býr því eilíft við óvissu. Ástæðan er sú að það skortir siðferðilegan grundvöll undir kvótakerfið, grundvöll sem bæði þjóðin og þeir sem að sjávarútvegi starfa geta við unað. Ekki væri sanngjarnt að inn- kalla alla kvóta fyrirvaralaust. En það er til millileið sem í senn veitir útgerðum eðlilega aðlög- un um leið og hún færir auðlind- irnar smám saman til baka til eigandans, þjóðarinnar, sem þá nýtur sanngjarns arðs af sinni eign. Þetta er markaðsleið þar sem kvótum er endurúthlutað árlega en þeir skertir lítillega um leið. Það sem af gengur er boðið upp. Makrílfrumvarpið Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um úthlut- un makrílkvóta. Í því er það veigamikla nýmæli að aflahlut- deildum er ekki lengur úthlutað eitt ár í senn án frekari skuld- bindinga. Í þess stað er úthlut- unin í raun ótímabundin nema hvað stjórnvöld geta afturkall- að hana, en til þess þarf sex ára aðdraganda. Eigi að segja ákvæðinu upp þarf meiri hluti á Alþingi að vera sama sinnis í tvö ef ekki þrjú kjörtímabil í röð. Það er því jafnvel erfiðara að afturkalla makrílúthlutunina en að breyta sjálfri stjórnar- skránni. En hættan af þessu óheilla- frumvarpi er enn meiri. Segj- um að ákvæði um auðlindir í almannaeign komist loks í stjórnarskrá, eins og stjórnlaga- ráð lagði til og um þrír fjórðu hlutar kjósenda studdu í þjóðar- atkvæðagreiðslu árið 2012. Þá væri samt ekki unnt að hrófla við makrílúthlutuninni næstu sex til sjö árin á eftir án þess að skapa ríkissjóði hættu á risa- háum skaðabótakröfum. Núver- andi sjávarútvegsráðherra hefur raunar reifað hugmyndir um að kvótahafar fái að halda kvótun- um óáreittir í 23 ár og það með sjálfvirkri framlengingu. Það er því augljóst að það stefnir í varanlegt afsal þjóðarinnar á fiskimiðunum sé ekki sporn- að kröftuglega við. Í stað til- lögu sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun á makrílkvótunum væri kjörið að beita nú framan- greindri uppboðsleið á þessar veiðar. Makrílfrumvarpið er ekki smámál um smáan fisk. Óbreytt mun frumvarpið ryðja brautina að endanlegri einkavæðingu fiskimiðanna við Íslandsstrend- ur. Því er frumvarpið ógæfuspor sem verður að stöðva. Lesand- inn getur lagt sitt af mörkum með því að styðja undirskrifta- söfnun á thjodareign.is Pistill þessi er stytt gerð af grein sama heitis á visir.is Kvótakerfið er gott – en byggt á siðferðilegum sandi Salan á eignarhlut ríkisbankans Landsbankans á eignarhlut í Borgun hf. á að því er virðist undirverði var eiginleg gjöf á eignum ríkisins. Borgun hyggst greiða 800 milljónir króna í arð á þessu ári vegna rekstrar síðasta árs og nemur arðgreiðslan helmingi hagnaðar ársins. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem fyrirtækið greiðir arð. Árni Páll Árnason, formaður Samfylk- ingarinnar, sagði í síðustu viku þegar málið kom upp að þessi tíðindi sýndu „hvers konar reginhneyksli salan á Borgun var“. Það er ástæða til að taka undir þessi orð formanns Samfylk- ingarinnar að því virtu að salan á Borgun var gjöf á verðmæt- um ríkisins. „Nú sitja þeir kaupendur á hlut ríkisbankans sem voru útvaldir í bakherbergjum og greiða sér kaupverðið hægt og rólega í arð. Sala á eignarhlutum ríkisins á aldrei að eiga sér stað í leyni og án samkeppni,“ sagði Árni Páll. Landsbanki Íslands seldi 31,2 pró- senta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf., sem m.a. er í eigu Stálskipa, Péturs Stefáns- sonar ehf. og Einars Sveinssonar. Eignar- haldsfélagið Borgun slf. fær 250 milljónir króna í sinn hlut vegna arðgreiðslunnar. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli. Gjöfin fólst í mismuninum á raun- verulegu verðmæti eignarhlutarins í Borgun hf. og þess verðs sem nýir hlut- hafar fyrirtækisins, íslenskir kaupsýslu- menn sumir hverjir nátengdir fjár- mála- og efnahagsráðherra, greiddu fyrir fyrirtækið. Það er í raun með nokkr- um ólíkindum að ekki hefur verið upp- lýst hvernig nýir hluthafar greiddu fyrir eignarhlutinn í Borgun, þ.e. hvort þeir lögðu fram eigið fé við kaupin eða hvort kaupverðið var greitt með lánsfé. Kaupand- inn er eignarhaldsfélag með takmarkaða ábyrgð og því taka hluthafar þess litla áhættu ef hlutirnir fara ekki vel en hagn- ast mjög mikið með arðgreiðslum og hækkun á virði hlutar- ins. Sigríður Mogensen hagfræðingur benti á það lykilatriði í frétt hér í blaðinu í síðustu viku að það þyrfti að upplýsa hvort Landsbankinn veitti seljendalán, hvort aðrir íslenskir bankar hafi fjármagnað eignarhaldsfélagið eða hvort kaupin hafi verið greidd að fullu með eigin fé. „Öllum þessum spurningum er ósvarað. Ástæðan fyrir því að fólk á rétt á að fá þessar upplýs- ingar er að þetta er banki í eigu þjóðarinnar,“ sagði Sigríður. Landsbankinn var í erfiðri stöðu í málinu. Hann þurfti að selja eignarhlut sinn í Borgun vegna kröfu Samkeppnis- eftirlitsins. Þessari kvöð fylgdi hins vegar aldrei skilyrði um handvalda kaupendur og sölu með leynd. Besta leiðin til að tryggja heilbrigða verðmyndun á fyrirtækinu hefði falist í því að auglýsa hlutabréfin í Borgun hf. og fela þriðja aðila, t.d. verðbréfafyrirtæki, að annast söluferlið. Svo virðist sem stjórn Landsbankans átti sig líka á því hversu glórulaus ráð- stöfun það var að selja hlutabréfin í Borgun með þeim hætti sem gert var. Formaður bankaráðs bankans sagði á ársfundi Landsbankans 18. mars að bankinn hefði átt að selja hlutinn í Borgun í opnu söluferli „formsins og ásýndarinnar vegna“ en bankinn hefði ekki getað tryggt rétta upplýsingagjöf til væntanlegra kaupenda á fyrirtækinu þar sem aðkoma bank- ans að því var takmörkuð. Þriðji aðili hefði hins vegar getað annast söluna til að ná þessu markmiði og það hefur aldrei verið útskýrt hvers vegna það var ekki gert. Þegar öllu er á botninn hvolft voru verðmæti í eigu íslenskra skattgreiðenda gefin fáum útvöldum mönnum með þeirri glórulausu ákvörðun sem salan á Borgun var. Ætlar enginn að axla ábyrgð vegna þess? Engin framkomin rök réttlæta sölu á Borgun fyrir luktum dyrum: Gjöf á eign ríkisins Skoðun Þorkell Helgason, stærðfræðingur. Það er því aug- ljóst að það stefnir í varanlegt afsal þjóðarinnar á fiskimiðunum sé ekki spornað kröft- uglega við. Kaupandinn er eignarhaldsfélag með takmark- aða ábygð og því taka hlut- hafa þess litla áhættu. Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is Hvort er betra að búa á Íslandi þegar heilbrigðiskerfið er fjár- svelt og getur ekki fjármagnað tækjabúnað eða þegar heilbrigð- iskerfið er ekki rekstrarhæft vegna verkfalla? Hvort er betra að búa á Íslandi þegar ferða- mönnum fjölgar svo ört að við hræðumst átroðning eða þegar ferðamenn koma ekki til landsins vegna þess að starfsfólk ferðaþjónustunnar neitar að sinna starfinu vegna lélegra kjara? Hvernig kom- umst við í þessa stöðu? Yfirvofandi óvissa og seinagangur kjara- viðræðna er sjálf- sagt farinn að hafa áhrif á fjölda manns nú þegar. Öllum til ama og leiðinda. Hugar- róin er ekki mikil hjá þeim sem nú takast á. Erlendir félagar spyrja af hverju við gerum þetta ekki bara í þrepum reglulega án verkfallsaðgerða. Já, af hverju gerum við það ekki og hættum þessum stanslausu verkfalls- hótunum? Ég vil trúa því að ef markmið stéttarfélaganna í þess- ari lotu er raunverulega að hífa lágmarkslaun upp í 300 þúsund króna þá sjái mögulega fyrir end- ann á þessari verkfallsrimmu. En þar virðist hnífurinn standa í kúnni og einhver stærri sviðs- mynd er mögulega ekki sögð og eitthvert leikrit er sett á svið. En sviðsmynd aðalhagfræðings Seðlabankans er að lokum sú að ef allar hækkanir ná fram að ganga þá muni verðbólga vaxa hratt og stýrivextir tvöfaldast. Ekki á það bætandi í samanburði okkar við nágrannaþjóðir. Engu að síður ætla allir að fá alla kökuna og frumskógur stéttar- og starfsmannafélaga er mættur með sínar kröfur. Eng- inn skal fá meira en hinn og það ætla allir að para sig við lækna og kennara. Ekki í næstu lotu, heldur núna. Laun hafa alltaf verið samanburður og eðlilegt er að kröfurnar séu lagðar fram. En er eðlilegt að öllum finnist það sjálfsögð krafa núna, undir- eins og fyrir alla? Það hlýtur að þurfa að taka þetta í skrefum líkt og Samtök atvinnulífsins og fleiri hafa verið að benda á. Hvað þarf til að að slíkt verklag komist á? Kröfur flestra stéttarfélag- anna eru að minnsta kosti langt umfram það sem fyrirtækin geta staðið undir. Klárum að ræða lágmarkslaun- in í þessari lotu. Ræðum hitt svo í framhaldinu. Verðhækkanir, uppsagnir og gjaldþrot er hættan á hinum ásnum ef allt kemur til framkvæmda á sama tíma. Að því sögðu held ég áfram að velta mér upp úr því, hvort það sé gott að búa á Íslandi eða bölvan legt. Tertusneiðin eða kaka 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 C -1 C E C 1 6 3 C -1 B B 0 1 6 3 C -1 A 7 4 1 6 3 C -1 9 3 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.