Morgunblaðið - 02.12.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Svalaskjól
- sælureitur innan seilingar
Malín Brand
malin@mbl.is
G
uðrún er fædd og upp-
alin í Reykjavík en er
sem fyrr segir hálfur
Færeyingur og hálfur
Íslendingur. Móðir
Guðrúnar kenndi henni snemma að
prjóna og hefur hún því nánast
prjónað alla tíð. „Ég hef alltaf ver-
ið með eitthvað á prjónunum,“ seg-
ir Guðrún. Árið 2012 missti hún
vinnuna og íhugaði þá vandlega
hvað hún ætti til bragðs að taka og
þá hófst fjörið! „Ég stofnaði fyr-
irtækið Handverkskúnst með dótt-
ur minni. Dóttir mín heklar og ég
prjóna og við ákváðum að halda
námskeið bæði í prjóni og hekli,“
segir hún. Námskeiðin hafa verið
vel sótt og áhugi fólks á prjóna-
skap er með eindæmum mikill.
Hvorki rétta né ranga
Guðrún hélt meðal annars
námskeið í tvöföldu prjóni sem er
áhugaverð prjónatækni sem notið
hefur mikilla vinsælda hér á landi
síðustu tvö árin. „Þetta er tækni
sem byggist á því að þú ert að
prjóna flík sem hvorki hefur réttu
né röngu heldur eingöngu hlið A
og hlið B. Þú getur snúið flíkunum
við og notað á báða vegu og tvö-
falda prjónið geturðu prjónað bæði
með því að spegla mynstrin á sitt-
hvora hliðina eða þá að prjóna flík
sem er með sitthvort mynstrið og
ert þá í raun komin með tvær gjör-
ólíkar flíkur í einni,“ segir Guðrún.
„Konurnar sem voru á námskeið-
inu voru alltaf að biðja mig um
Alltaf með eitthvað
nýtt á prjónunum
Sex ára gömul lærði Guðrún María Guðmundsdóttir að prjóna og hefur síðan þá
prjónað ótal flíkur og fínirí. Guðrún er Færeyingur í aðra ættina og er alin upp
við færeyska prjónahefð sem er ekki síður fjölbreytt en sú íslenska. Þar er til dæmis
sterk hefð fyrir að börn fái haustpeysu að gjöf til að nota í skólanum. Guðrún hefur
mikinn áhuga á tvöföldu prjóni og er nú komin út bók eftir hana um prjónið.
Sniðug Guðrún María Guð-
mundsdóttir vinnur við prjónið.
Að flokka sorp er ekki endilega mjög
flókið en mikilvægt er að gera það
rétt til að allt skili sér á réttan stað í
endurvinnsluna. Á vef SORPU,
www.sorpa.is, er að finna gagnlegar
upplýsingar um hvernig flokka á
sorp. Til eru fimmtán mismunandi
flokkunarmerki sem auðvelt er að
læra því hver flokkur innan merkja-
kerfisins hefur sinn lit til aðgrein-
ingar. Í töflu sem skoða má með því
að fara inn á slóðina hér að ofan eða
skanna QR-kóðann hér til hliðar, er
hægt að skoða vel upp setta flokk-
unartöflu fyrir heimili.
Fyrst er hlutum raðað niður eftir
fyrrnefndum flokkunarmerkjum og
flokki. Því næst er farið í hráefnið
sjálft, því næst fráganginn og þar á
eftir hvert á að skila því sem flokkað
hefur verið. Töfluna má prenta út og
t.d. hengja á ísskápinn eða á kork-
töfluna í eldhúsinu.
Vefsíðan www.sorpa.is/files/flokkunarreglur
Ljósmynd/Getty Images/iStockphoto
Sorp Áríðandi er að allir taki höndum saman og flokki sorp frá heimilum.
Hvernig á að flokka rusl?
nú í nóvember. The Color Run hefur
notið mikilla vinsælda undanfarin ár
og yfir 200 hlaup hafa verið haldin í
meira en 40 löndum. Hlaupið er hluti
af norrænni herferð en árið 2014 hef-
ur The Color Run verið haldið í Dan-
mörku og Svíþjóð en Noregur og
Finnland eru einnig fyrirhuguð árið
2015. Nákvæm hlaupaleið verður til-
kynnt á næstu vikum en unnið er að
því að finna hentuga leið í miðborg
Reykjavíkur.
„Grunngildi hlaupsins eru heilsa,
hamingja og tjáningarfrelsi ein-
staklingsins. Þetta verður fyrst og
fremst skemmtilegt hlaup og kepp-
The Color Run verður haldið í fyrsta
skipti á Íslandi næsta sumar, nánar
tiltekið laugardaginn 6. júní 2015.
Hlaupið er 5 km langt þar sem lita-
gleði og tónlist ræður ríkjum. Lyfja-
fyrirtækið Alvogen er bakhjarl
hlaupsins og meðal annarra sam-
starfsaðila má nefna Nýherja og
Bai5. The Color Run er tileinkað rétt-
indum barna og stefnt er að því að 5
milljónir króna renni til góðgerðar-
mála vegna viðburðarins.
Fjöldi hlaupara verður takmark-
aður við 6.000 en sá fjöldi hefur nú
þegar staðfest komu sína á sam-
félagssíðu hlaupsins sem fór í loftið
endur verða vægast sagt skrautlegir
við endamarkið eftir að hafa verið út-
ataðir litum. Framlag og stuðningur
Alvogen og annarra samstarfsaðila
gerir okkur kleift að styðja með
myndarlegum hætti við góðgerðar-
mál sem tengjast réttindum barna.
Það eru allir velkomnir í The Color
Run og tímataka verður aukaatriði,“
segir Gestur Steinþórsson, einn af
forsvarsmönnum hlaupsins. Hann
segir viðburðinn hafa fengið frábær-
ar viðtökur og ánægjulegt sé að geta
boðið Íslendingum að taka þátt í
þessu heimsþekkta hlaupi. Miðasala
er hafin á miði.is
Hlaupið The Color Run er tileinkað réttindum barna
Litríkasta hlaupið haldið á Íslandi
Hlaupið Grunngildi The Color Run eru heilsa, hamingja og tjáningarfrelsi.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Bókin Tvöfalt prjón – flott báðum meg-
in, eftir Guðrúnu er nýkomin út.
Tvennir Það er ekki amalegt að geta snúið vettlingum við til tilbreytingar.