Morgunblaðið - 02.12.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Nóg járn ámeðgöngu
Hvernig er best að viðhalda járnþörf
líkamans eðlilegri?
Ef þú þjáist af járnskorti ámeðgöngu þá þarftu að
borðamikið af járnríkummat til að leiðrétta það.
Mörgumófrískum konumfinnst erfitt að borða það
magn semþarf til að hækka og viðhalda járnbirgð-
um líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð, Floradix
hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til
að ná upp járnbirgðum líkamans hratt.
Floradix inniheldur járn sem frásogast
auðveldlega í líkamanumásamt C-vítamíni,
ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enná upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihaldamýkjandi jurtir sem
hjálpa til að haldameltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið.
Mikilvægt er að nýbakaðarmæður haldi áfram að
taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum
járnbúskap og byggja upp orku og kraft. Því litla
barnið þarfnast þess að eigamömmu semer full af
orku og áhuga.
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnt er að hita öll hús í Vestmanna-
eyjum með varma úr Golfstraumnum.
Það er tæknilega framkvæmanlegt
með stórri varmadælu og myndi
spara mikil rafmagnskaup en á mörk-
unum að vera fjárhagslega hagkvæmt
vegna þess að hitaveitan í Eyjum á yf-
irleitt kost á svokallaðri ótryggri orku
á hagstæðu verði.
Verkefnið Orkubóndinn sem Ný-
sköpunarmiðstöð hratt af stað fyrir
fáeinum árum með fræðslustarfi um
möguleika smávirkjana um allt land
hefur leitt af sér rannsóknarverkefnið
Landsvarma sem snýst um að koma
upp varmadælum fyrir þorp og bæi
sem nú reka fjarvarmaveitur. Er
þetta norrænt verkefni sem stofnanir
og einkafyrirtæki standa að auk aðila í
Noregi, Færeyjum og Grænlandi.
Sparar mikil raforkukaup
Kristján M. Ólafsson verkefnis-
stjóri segir að hér á landi séu átta bæ-
ir með fjarvarmaveitur. Aðstæður séu
bestar í Vestmannaeyjum til að setja
upp varmadælu, bæði vegna stærðar
bæjarins og aðgangs að tiltölulega
hlýjum sjó.
Hugmyndin um sjóvarmadælu í
Vestmannaeyjum hefur verið útfærð.
Ætlunin er að bora eftir 6-8 gráða
heitum sjó og nýta varmann úr honum
til að hita upp vatnið í hitaveitunni í
stað þess að hita það beint með raf-
magni eða olíu þegar rafmagn fæst
ekki. Með þessu er unnt að spara tvo
þriðju af rafmagninu sem hitaveitan
kaupir nú.
Það kostar hátt í milljarð að koma
upp varmadælu fyrir Vestmannaeyj-
ar. Er það á mörkunum að sparnaður í
rafmagnskaupum dugi til að borga
niður stofnkostnaðinn. Ívar Atlason,
tæknifræðingur hjá HS veitum sem
reka hitaveituna í Eyjum, vonast til að
hægt verði að þoka þessu verkefni
áfram á komandi ári. Hann segir að
verð ótryggrar orku hafi hækkað og
ljóst að rafmagnsverð muni hækka á
næstu árum. Það drífi verkefnið
áfram að koma í veg fyrir að hitaveitu-
reikningar íbúanna hækki stórkost-
lega. Hins vegar vanti frekari hvata til
að gera framkvæmdina enn áhuga-
verðari.
Kristján segir að lágt verð á raf-
orku tefji fyrir uppsetningu varma-
dæla. Það stuðli að raforkuorkusóun
því unnt sé að draga mjög úr raforku-
kaupum með því að nota varmadælur.
„Það er mín skoðun að stjórnvöld geti
flýtt fyrir þessari þróun með því að
tryggja að fyrirtæki sem nota varma-
dælur fái rafmagn áfram keypt á lágu
verði. Það er besta aðferðin til að
verja íbúa á „köldum svæðum“ gegn
þeim raforkuverðshækkunum sem
boðaðar eru. Það voru framsýnir
stjórnmálamenn sem byggðu upp
hitaveiturnar á sínum tíma og við
þurfum framsýna stjórnmálamenn til
að ljúka hitaveituvæðingunni.“
Öfugur ísskápur
Golfstaumurinn sem kemur upp að
suðurströndinni skapar einstök skil-
yrði í Vestmannaeyjum. Hitinn í hon-
um er í raun sólarorka sem safnaðist
upp þegar sjórinn í straumnum var
við miðbaug. Kristján segir að rann-
saka þurfi aðstæður betur á hinum
stöðunum sem hafa fjarvarmaveitur
og í fjölmörgum öðrum „köldum þorp-
um“ sem nýtt gætu tæknina.
Ívar Atlason verður var við það að
fólk í Eyjum eigi erfitt með að átta sig
á því hvernig hægt sé að nýta sjóinn
til að hita upp íbúðarhúsin. Tæknin er
þekkt og nýtt við upphitun húsa um
allt land. Einfaldast er að skýra hana
út með því að líkja henni við öfugan ís-
skáp. Varminn er nýttur en kuldanum
hent, öfugt við það sem gerist í ísskáp
þegar kuldinn er nýttur en varmanum
hent.
Golfstraumurinn
hitað Vestmannae
Unnið að undir-
búningi sjóvarma-
dælu í Eyjum
Vestmannaeyjar Hlýr sjór við
Vestmannaeyjar skapar góðan
grundvöll til að reisa risastóra
varmadælu til að hita upp öll hús í
bænum og spara mikil raforkukaup.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Skattgreiðendum verður samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins gefið
færi á að haka við náttúrugjaldið á
skattframtalinu, líkt og gert er t.d.
með heimilistryggingu. Einnig verð-
ur sett upp sérstök vefsíða og sjálf-
salar þar sem hægt verður að kaupa
passa. Fjármunir sem koma af
gjaldinu fara í ríkissjóð og er út-
hlutað þaðan til ferðaþjónustunnar
gegnum fjárlög, líkt og gistinátt-
askatturinn.
Ekki er búið að leggja frumvarp
Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra fram á
Alþingi en í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag kom fram að leggja ætti til
1.500 króna gjald fyrir náttúrupassa
sem allir yfir 18 ára aldri ættu að
greiða, Íslendingar jafnt sem út-
lendingar. Rukka á gjaldið í þrjú ár
og gjaldtaka að hefjast 1. september
2015.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
er búinn að samþykkja frumvarpið,
það var gert sl. föstudag, sama dag
og ráðherra lagði það fram í rík-
isstjórn.
„Sitt sýnist hverjum“
Sigrún Magnúsdóttir, formaður
þingflokks Framsóknarflokksins,
segir ekki hafa unnist tíma til að
kynna frumvarp Ragnheiðar Elínar
á síðasta þingflokksfundi en það
verði gert á þeim næsta, á morgun,
miðvikudag. Hún segir enga aðra
skýringu á því að ekki tókst að af-
greiða málið á síðasta fundi, mörg
mál hafi verið til umfjöllunar þar
sem leggja þurfti fram þingmál fyr-
ir 1. desember í síðasta lagi, nema
að leitað yrði afbrigða.
Sigrún segist hafa lesið frum-
varpið um náttúrupassa og spurð
hvernig henni hafi litist á segir hún:
„Ég skynja það eins og allir aðrir
að eitthvað þarf að gera til að
styrkja innviði ferðamannastaða.
Allir eru ánægðir með að það er
verið að hugsa um þessi mál og
reyna að finna lausn. Sitt sýnist
hverjum um gjaldtökuna sjálfa og í
hvaða formi hún eigi að vera. Ég hef
sagt það áður að ég skynja andann
hjá okkur þannig að skiptar skoð-
anir eru um hvaða leiðir eigi að fara.
Það er bara eins og víða í samfélag-
inu en við finnum lausn.“
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
hafa ekki fengið að sjá frumvarpið
og aðeins heyrt af því gegnum fjöl-
miðla.
SAF tjá sig ekki
Skapti Örn Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri SAF, segir samtökin
ekki tjá sig efnislega fyrr en búið er
að leggja frumvarpið fram. Hins
vegar sé ljóst að grípa þurfi sem
fyrst til aðgerða til að vernda nátt-
úruna á fjölsóttum ferðamannastöð-
um.
„Við höfum lagt fram okkar hug-
myndir um náttúrugjald og vonumst
eftir áframhaldandi góðu samstarfi
við ráðherra ferðamála um þessi
mál,“ segir Skapti og vísar þar til
hugmynda sem samtökin sendu frá
sér í síðustu viku.
Þar er áformum um náttúrupassa
í raun hafnað en lagt til að sett verði
á sérstakt náttúrugjald sem ferða-
menn myndu greiða á hverja gisti-
nótt, nokkurs konar viðbót við gisti-
náttaskatt. Í yfirlýsingu stjórnar
SAF er talað um „hóflegt“ gjald,
eða um 1 evru, jafnvirði um 155
króna á hverja gistinótt.
Morgunblaðið/Golli
Ferðamenn Nái frumvarp ráðherra fram að ganga geta ferðamenn greitt gjaldið á vefsíðu eða í sjálfsölum.
Hægt að greiða náttúru-
passa gegnum framtalið
Einnig gegnum vefsíðu og sjálfsala Beðið eftir Framsókn
Umdeilt mál
» Skiptar skoðanir hafa verið
innan ferðaþjónustunnar og í
samfélaginu um gjaldtöku til
uppbyggingar á ferða-
mannastöðum.
» Á aðalfundi SAF í fyrra var
vel tekið í hugmyndir um nátt-
úrupassa. Í kjölfarið fóru að
renna á menn tvær grímur.
Á Íslandi höfðu 311 manns greinst
með HIV/alnæmi í lok ársins 2013
frá upphafi greininga árið 1983.
Þar af eru 218 karlar og 93 konur.
Ef skoðuð er dreifing HIV eftir
smitleiðum voru 38% gagnkyn-
hneigðir, 37% samkynhneigðir og
20% sprautufíkla. Samantektin var
tekin saman og birt á vef Land-
læknisembættisins í tilefni af því
að gær var alþjóðlegi HIV-
dagurinn.
Ellefu greindust með HIV árið
2013 en það er minna en árin þar á
undan. Átján greindust HIV-
jákvæðir árið 2012, 20 árið 2011
og 24 árið 2010.
Flestir sem greinst höfðu voru á
aldrinum 20-49 ára, eða 87% allra
Ellefu
greindust
í fyrra
Alþjóðlegi HIV-
dagurinn var í gær