Morgunblaðið - 02.12.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.12.2014, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 Rómantík Þessi skötuhjú létu snjókomuna í gær ekki hafa nein áhrif á sig þar sem þau gengu saman hönd í hönd í miðbæ Reykjavíkur, enda gaman úti ef fólk er klætt eftir veðri. Golli Þann 29. nóvember sl. stóð Siðmennt – Félag siðrænna húm- anista á Íslandi, fyrir málþingi um íslam. Í auglýsingu um mál- þingið var markmið þess sagt vera að hvetja til „málefna- legrar og gagnrýnnar umræðu“ um íslam á Íslandi. Fyrstur á mælendaskrá var Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Sið- mennt. Í kjölfarið tóku til máls Ibrahim Sverrir Agnarsson, for- maður Félags músl- ima á Íslandi, Guðrún Margrét Gunn- arsdóttir, mannfræð- ingur, og Helgi Hrafn Gunnarsson, alþing- ismaður. Þegar frum- mælendur höfðu lokið máli sínu bauð fund- arstjóri gestum að beina spurningum til frummælenda. Ég þáði boðið og beindi þeirri spurningu til Ibrahims Sverris hvort Félag múslima á Íslandi hygðist svara opnu bréfi sem ég hafði ritað félaginu og fengið birt í Morgunblaðinu 18. nóvember sl. Svar Ibrahim Sverris var kalt og heiftúðlegt: „Nei, þú ert fordóma- fullur idjót!“ Kurr fór um salinn, enda gestir málþingsins slegnir yfir ummælunum, að minnsta kosti sumir þeirra. Dæmi nú hver fyrir sig. Í bréfinu benti ég meðal annars á að Salmann Tamimi, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, hefði varað við afleiðingum þess, ef fé til að byggja mosku yrði sótt til útlanda. Í þessu sambandi vísaði ég til þess að í viðtali 8. október 2010 hefði hann sagt að það kæmi aldrei til greina að félagið þægi fé frá út- löndum við uppbyggingu mosk- unnar. Þetta hefði hann rökstutt með vísan til þess að moska yrði „að vera gerð á íslenskum for- sendum. Um leið og maður missir sjónar á því hvaðan fjármagnið fyr- ir henni kemur eða afhendir stjórn- artaumana einhverjum aðilum úti í heimi missir maður tökin á því sem skeður í framhaldinu“. Þessi um- mæli hefði Salmann Tamimi látið falla áður en Reykjavíkurborg út- hlutaði félaginu lóð til að reisa á mosku 19. september 2013. Strax í kjölfar lóðarúthlutunarinnar hefði Ibrahim Sverrir Agnarsson, núver- andi formaður félagsins, hins vegar lýst því yfir að fjár til moskunnar yrði aflað í útlöndum. Í viðtali 24. október 2013 hefði hann meðal ann- ars upplýst að félagið hygðist falast eftir fé í Kúveit og Sameinuðu ar- abísku furstadæmunum. Dæmi nú hver fyrir sig hvort það séu fordómar að spyrja hvað skýri þessa skyndilegu stefnubreyt- ingu félagsins sem fyrst var kunn- gjörð í kjölfar lóðarúthlutunar- innar. Eftir Gústaf Adolf Níelsson »Kurr fór um salinn, enda gestir mál- þingsins slegnir yfir ummælunum, að minnsta kosti sumir þeirra. Gústaf Níelsson Höfundur er sagnfræðingur. Fordómafullur idjót Fyrirvaralaust og skýringalaust er löngu látinn forystumaður dreginn inn í deilur nú- tíðar í grein í Morgun- blaðinu laugardaginn 29. nóvember sl. Þar er án nokkurra skýringa vikið að Jónasi Jónssyni kennslumálaráðherra og umdeildum ákvörð- unum sem hann tók á árinu 1928 og snertu skólamál, þar á meðal Mennta- skólann í Reykjavík. Með þessu er gefið í skyn að Jónas hafi verið fjandmaður skólans og reyndar allr- ar fræðslu og menntunar í landinu. Ekkert er fjær sanni. Og það er óskemmtilegt þegar menn grípa til mál- flutnings af þessu tagi, löngu eftir að málsaðiljar eru horfn- ir af sviðinu. Þá treysta menn því að allir hafi gleymt atvik- inu og forsendum þess, skoðunum, hags- munum og tilgangi þeirra sem hlut áttu að máli. Það er létt verk að sverta minn- ingu manna með þess- um hætti. Skoðanir og athafnir Jónasar Jónssonar frá Hriflu á ráðherrastóli voru umdeildar og umdeilanlegar. Jónas varð uppáhalds-óvinur Sjálf- stæðisflokksins, m.a. vegna þess að vitað var að allmargir framsóknar- menn voru honum andvígir. Það kom betur í ljós síðar þegar gengið var fram hjá Jónasi árið 1934, að- eins 48 ára gömlum. Jónas var flest- um vinsælli meðal almennra stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins, en staða hans var tæp í þingliðinu. Þar réðu þeir mágarnir Tryggvi for- sætisráðherra og Ásgeir forseti Al- þingis. Það gat því verið árangurs- ríkt að berja á Jónasi, og hann var vígreifur maður og harður í horn að taka. Framfarahugur Jónasar í menntamálum var hrífandi og hug- myndir hans stórmerkar. Þær eru enn í gildi þótt aðstæður séu ger- breyttar. Honum fannst m.a. á þeim tíma alvarleg slagsíða í íslenskum fræðslumálum og að fámenn yf- irstétt í Reykjavík sæti þar að öllu og beitti Menntaskólanum fyrir sig. Erfitt er að andmæla þessu með öllu og ekki var Jónas einn um þessi sjónarmið. En Jónas gekk hart fram gegn forréttindaöflum samfélagsins og hlaut að launum illmæli margra menntamanna. Hann egndi þá upp gegn sér líka. Enginn maður hefur verið skammaður og rægður í íslenskri sögu eins og Jónas Jónsson. Sann- leikurinn er sá að andstæðingar hans í stéttum lækna, lögmanna, at- vinnurekenda og kaupmanna – og á hinn bóginn úr hópi sósíalista – hafa haft betur í mótun sögunnar eftir á. En það er leitt til þess að vita að enn sé klifað á haldlausum for- dómum og úreltu forréttindastagli og nafn Jónasar dregið inn í alls óskyld mál, minningu hans til ófrægingar. Menntaskólinn í Reykjavík þarf ekki á þessum rangfærslum að halda. Við sem erum í hópi nemenda og kennara og hollvinir Mennta- skólans eigum að afþakka þetta. Eftir Jón Sigurðsson »Menntaskólinn í Reykjavík þarf ekki á rangfærslum að halda. Við sem erum í hópi nemenda og kennara og hollvinir eigum að af- þakka þetta. Jón Sigurðsson Höf. er fv. rektor á Bifröst. Hriflu-Jónas og Menntaskólinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.