Morgunblaðið - 02.12.2014, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ættir að fara eftir eðlisávísun
þinni í máli sem hátt rís á vinnustað þínum.
Ekki trúa öllu sem þú sérð og heyrir. Hafðu
samband við fólk sem þú átt forsögu með.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér líður vel og þú lítur tilveruna björt-
um augum. Hvert viltu stefna? Kannski ertu
í þann mund að átta þig á samhengi allra
hluta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Peningar vaxa ekki á trjánum –
þeir vaxa í garði hugmyndaflugsins. Láttu
þarfir annarra ganga fyrir þínum eigin þörf-
um í dag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vonandi getur þú glaðst á þessum
degi og litið framtíðina björtum augum. Þú
munt gera þér grein fyrir tilfinningum sem
þig hefur ekki órað fyrir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það eru ekki gallar sem þú sérð í
speglinum, heldur einstakir eiginleikar sem
gera þig að því sem þú ert. Nú hafa per-
sónulegu málin forgang og krefjast athygli
þinnar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú nýtur tímans sem þú verð með
vinum eða í góðum hópi. Hún fær athygli án
þess að kalla sérstaklega eftir henni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Að gera það sem maður þarf svo mað-
ur geti gert það sem maður vill er algengt
viðkvæði. Byrjaðu núna!
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Frelsi þitt skiptir þig gríðarlega
miklu máli. Reyndu að forðast hann eftir
megni og haltu ró þinni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að leiða efnishyggju
jólahaldsins hjá þér og reyndu heldur að láta
gleðina sem vellur í brjósti þér heldur í ljós.
Eða þá að einhver býður þér í ferð á fram-
andi slóðir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert bæði hugmyndarík/ur og
skynsöm/samur og veist því oft ekki í hvorn
fótinn þú átt að stíga. Vellíðan þín gæti leitt
þig út í gjörninga sem þú iðrast síðar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Varastu að gera nokkuð það sem
getur sett blett á starfsheiður þinn. Annað-
hvort munt þú leysa frá skjóðunni eða sýna
skilning.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er til mikils ætlast af þér í
vinnunni og þú þarft að leggja þig allan
fram. Allt er á sínum stað og ekkert að van-
búnaði til að njóta jólanna til fulls með ást-
vinum sínum.
Þversláin bjargaði Arsenal,“ sagðilýsandinn óðamála þegar Búr-
úndímaðurinn knái Saido Berahino
var hársbreidd frá því að jafna fyrir
West Bromwich Albion í leik lið-
anna í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu síðastliðinn laugardag.
Víkverji kippti sér svo sem ekkert
sérstaklega upp við þessi ummæli
enda heyrt þau ósjaldan þegar tuðr-
an smellur í slánni í kappleikjum.
Hversu oft hefur þversláin ekki
bjargað hinum og þessum liðum.
Eða hvað? „Hvernig getur þversláin
bjargað?“ spurði nefnilega sonur
Víkverja, sem einnig var að fylgjast
með leiknum. Skarplega athugað
hjá unga manninum, þversláin er
bara á sínum stað og hefur enga
burði til að bjarga einu eða neinu.
Eigi hún að bjarga marki þarf hún
væntanlega að færa sig neðar og
Víkverji þekkir engin dæmi þess að
hún hafi tekið upp á þeim ósköpum.
„Má þá ekki alveg eins segja að
stúkan hafi bjargað, eða jafnvel
áhorfendur, þegar skot fer framhjá
markinu eða yfir það?“ spurði son-
urinn í framhaldinu og þar með var
Víkverji endanlega sannfærður.
„Hér bjargaði sætaröð G Arsenal!“
eða „hér bjargaði fullorðinn maður
með hatt Arsenal!“
Varla.
x x x
Margt kyndugt drífur á dagakylfinga í þeirri undarlegu
íþrótt sem kölluð er golf. Þannig
heyrði Víkverji magnaða sögu um
helgina.
Ágætum kylfingi hafði orðið á í
messunni og misst boltann sinn út í
jaðar vallarins. Gekk bölvanlega að
finna hann enda þótt þeir félagi
hans hefðu leitað boltans dyrum og
dyngjum á svæðinu.
Þar sem kapparnir voru í þann
mund að verða örvæntingunni að
bráð kallaði kona nokkur til þeirra,
en hún var á heilsubótargöngu í
grenndinni. „Eigið þið þennan golf-
bolta?“ Það hélt kylfingurinn nú og
kunni konunni bestu þakkir fyrir
fundvísina. Hún hafði sumsé fundið
boltann án þess að vera að leita að
honum. Það sem sætir enn meiri
furðu í þessu sambandi er sú stað-
reynd að umrædd kona er eiginkona
kylfingsins. víkverji@mbl.is
Víkverji
Allt sem faðirinn gefur mér mun
koma til mín og þann sem til mín
kemur mun ég alls eigi brott reka.
(Jóhannesarguðspjall 6:37)
Ný bók Bjarka Karlssonar, Ár-leysi árs og alda, er okkur
vísnavinum kærkomin. Hún er fal-
leg og fer vel í hendi, sem er auðvit-
að kostur, en hitt sker úr um það að
bókin er góð, að hún er skemmtileg
og ekki við eina fjölina felld. Bókin
er fallega myndskreytt af systur-
dóttur Bjarka, Matthildi Margréti
Árnadóttur, og hljóðbók og hljóm-
plata fylgja með í kaupið, þar sem
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjar-
goði kemur mjög við sögu.
Fyrsta stakan í bókinni er ein á
síðu andspænis skapara sínum.
Ekki veit ég hvort hún á að vera
sjálfslýsing eða ekki:
Nískur er ég á mitt pund
enda í fáum dráttum:
fyrtinn, drýldinn, fúll í lund,
forn í skapi og háttum.
Bragarhættirnir eins og yrkis-
efnin eru af ýmsu tagi, stundum
kunnugleg:
Amma skildi að skyldan bauð
að skúraði hún og þvægi
en afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suðrá bæi.
Og vel er kveðið:
Reiðskjóti hans, Rauður, held ég þjóti
reisulega um grund og aldrei hnjóti.
Vel sig spjarar
fær til farar
fram úr skarar,
frækinn fararskjóti.
Bókin er kaflaskipt og ber þriðji
hlutinn yfirskriftina „Íslensk
tunga“. Þar er ýmislegt sem ég er
orðinn of gamall til að þekkja, en
dýrt er kveðið:
Þínum bekk við hékkum hjá,
heitt að drekka fékkum þá.
Grétum ekki en gekkum frá,
góð og þekk við slékkum á.
Yrkisefni Bjarka eru úr ýmsum
áttum og persónur víðfrægar eins
og Bastían bæjarfógeti. U Thant,
Egill Skallagrímsson og Grettir.
Hér er limra um valinkunnan sóma-
mann úr Árnessýslu:
Þegar Guðmundur bóndi í Grafningi
gleypti í sig þrjú tonn af jafningi
fékk sveitin að kynnast
að seint myndi finnast
í Grafningi Guðmundar jafningi.
Og þessi er af svipuðum slóðum:
Hann Þórður í Þingvallasveit
í þjóðgarðinn sendi á beit
Guðríði sína
græðlinga að tína
(en Guðríður þessi er geit).
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bjarki gefur skáldafákn-
um Rauð lausan tauminn
Í klípu
„ÉG ER Í LAGI Í GEGNUM SÍMANN. ÉG
Á BARA VIÐ VANDA AÐ STRÍÐA ÞEGAR
ÉG ÞARF AÐ TALA VIÐ FÓLK Í EIGIN
PERSÓNU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HÆGÐU Á ÞÉR... PASSAÐU KISUNA... BEYGJA
TIL HÆGRI HÉR!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... best þegar við erum
saman.
GRETTIR, HVAÐ ER FIMM STAFA
ORÐ FYRIR „FLATT BRAUÐDEIG,
ÞAKIÐ TÓMATSÓSU, OSTI, KRYDDI,
KJÖTI OG ALLSKYNS ÁLEGGI...“
ÞÚ
HRINGIR
ÞÚ
PANTAR
PABBI, Á ÉG AÐ TREYSTA
ÖÐRU FÓLKI?
EÐA ERU ALLIR BARA AÐ
HUGSA UM SJÁLFA SIG...
...SAMA HVERJA ÞEIR
SKAÐA Í LEIÐINNI?
ÉG HELD AÐ MÓÐIR ÞÍN ÆTTI AÐ
SVARA ÞESSARI SPURNINGU...
Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja
Goðaglösin eru
rammíslensk hönnun
með hin fornu goð
í aðalhlutverki
Hönnuður:
Loftur Ólafur Leifsson,
sjálfstætt starfandi
grafískur hönnuður
Glösin koma
í fallegum
gjafaumbúðum
og kosta kr. 2.990 stk.
Frigg er höfuðgyðja og
þekkir örlög manna
Sif er fegurst gyðja
Óðinn er æðstur guða, guð
visku, sigurs og skáldskapar
Þór erþrumuguð og sterkastur