Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Sjálfsagt hefur margur taliðhljómsveitina Nýdanska afeða svo gott sem fram-liðna í ljósi þess að frá
henni hefur lítið komið annað und-
anfarin ár en endurútgáfur og end-
urvinnsla á gömlum (góðum) lög-
um. Þá gleyma menn að ekki eru
nema sex ár síðan breiðskífan
Turninn, sem var býsna góð, kom
út. Endanleg sönnun þess að Ný-
dönsk er sprelllifandi er svo platan
Diskó Berlín sem kom út í tveimur
hlutum á árinu, fimm lög rafrænt í
vor og restin á diski fyrir
skemmstu, sýnir að þeir Ný-
danskrafélagar eru langtífrá búnir
að syngja sitt síð-
asta.
Þó sveitin hafi
talsvert breyst frá
því fyrstu lögin
komu út má segja
að aðal hennar
hafi verið verið grípandi lög með
beittum textum og upphafslag skíf-
unnar er einmitt í þeim anda,
skemmtilegt lag með húmorískum
ævintýratexta sem reynist hárbeitt
ádeila við nánari skoðun – lifum við
ekki einmitt í hryllingsmynd sem
er bönnuð börnum, uppvakninga
heljarmartröð: „Þetta er hryggðar-
mynd af ljótum köllum / sem éta
fjölskyldurnar frá börnununum.“
Afbragðs lag og þau eru fleiri
góð á plötunni, til að mynda „And-
litsbókhaldið“ um mann í afþrey-
ingarsýndarheimi sem situr fastur
i fjarska nánu sýndarveruleikafjar-
sambandi – fönkkryddað rokk og
röddunin í lokin innblásin. Í næsta
lagi er heldur en ekki skipt um gír,
nú er rokkið skreytt draumkenndri
raftónlist með hæfilega gamaldags
hljómum, en svo snúið í meira rokk
í næstu lögum þar til við erum
komin í „Mánagyðju“, nýdanskasta
lagið á plötunni, rokklag sem fer
ekki hefðbundnar leiðir í fram-
vindu. Að því sögðu er fátt hefð-
bundið við plötur Nýdanskra yfir-
leitt, þær hafa jafnan verið
fjölbreyttar, safn sýnishorna úr
rokkfræðunum þar sem menn leika
sér með hugmyndir og pælingar og
leyfa sér að segja hvað sem er.
Í lokalaginu, sem er og titillag
plötunnar, er svo myljandi diskó-
stemmning, þó sveitin haldi sér
fast í rokkið. Stuðið er þó ómengað
og lagið hentar væntanlega vel til
rafrænnar endurvinnslu, eða þá til
að æsa upp fjör á tónleikum eða
balli.
Þeir Daníel Ágúst og Björn Jör-
undur standa sig báðir afbragðsvel
á skífunni, eins og jafnan reyndar
því þeir eru báðir frábærir söngv-
arar, og útsetningar og spila-
mennska fyrsta flokks, sem kemur
ekki á óvart. Afbragðs plata og á
henni ekki nema einn snöggur
blettur; lagið „Túristan“ – ágætt
lag en heldur stefnulaust.
Umslag plötunnar er gott, en
bæklingurinn með henni afleitur.
Nýdönsk er sprelllifandi
Sprelllifandi Aðal Nýdanskrar er grípandi lög með beittum textum eins og heyra má á Diskó Berlín.
Nýdanskt rokk
Nýdönsk – Diskó Berlín bbbbn
Hljómsveitina skipa Daníel Ágúst Har-
aldsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson,
Stefán Hjörleifsson, Jón Ólafsson og
Ólafur Hólm.
ÁRNI MATTHÍASSON
TÓNLIST
„…víðáttan raular / döpur inní mér“
(12) segir í einu ljóði þessa litla, hóf-
stillta en áhugaverða ljóðakvers Ás-
dísar Óladótt-
ur, Innri rödd
úr annars
höfði. Ljóðin
eru flest knöpp
og vel meitluð,
og fjalla flest
um hugar-
ástand, andleg
þyngsli og dep-
urð eins og
fyrrnefnt ljóð,
„Grjót“ þar sem ljóðmælandinn
heyrir grjót skrölta inni í sér.
Ljóð bókarinnar eru 35 og sjá má
viðfangsefni þeirra á titlum á borð
við „Skammdegi“, „Hugarangur“,
Ráðvillt“, „Þunglyndisþula“ og
„Næturgalinn I - V“ – í síðastnefndu
er ekki ort um fuglinn heldur svart-
an tíma sólarhringsins þar sem
„Augu gneista / í svartholi nætur“,
þar sem ljóðmælandi hleypur undan
ókindafans, „undan afturgöngum /
og angistar vofum“ gegnum blek-
myrkur, þar sem
Milli martraðar
og einmana
morgunverðar
í vökudraumi,
myndast sprungur
í andlit
uns það sundrast.
Ljóðmælandi annarra ljóða óttast
að þrumuský hrapi yfir sig og að
„vonin ráfi / döpur um rökk-
urstíga…“, hann finnur eitthvað
læðast aftan að sér eins og „innri
rödd / úr annars höfði“, og meira að
segja í ljóðum sem kennd eru við
sumarmánuði, júlí og ágúst, og ættu
því frekar að vera uppljómuð og sól-
björt, verður gráblátt húm að bleikri
nætursól og landslagið fjarar út í þo-
kuúða.
Þetta er áleitinn ljóðheimur og
þunginn í honum sannfærandi en
lesendinn skynjar líka íróníu og á
köflum hressilega fjarlægð við
ástandið sem lýst er og drungalegar
myndirnar, sem eru smekklega sam-
an settar. Skáldinu fer líka vel að
smíða hugvekjandi og tærar myndir,
eins og hér í smáljóðinu „Hamars-
fjörður“:
Líkt og sannleikur
glitrar á tærum haffleti
sólgult fjall.
Í svartholi nætur
Morgunblaðið/Kristinn
Skáldið „Ljóðin eru flest knöpp og
vel meitluð, og fjalla um hugar-
ástand, andleg þyngsli og depurð,“
segir um bók Ásdísar Óladóttur.
Ljóð
Innri rödd úr annars höfði bbbnn
Eftir Ásdísi Ólafsdóttur.
Veröld, 2014. 48 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Athugasemdir um mælskufræði og
málverk er yfirskrift fyrirlesturs
sem Giorgio Baruchello prófessor í
heimspeki við Háskólann á Akur-
eyri heldur í Ketilhúsinu á Akur-
eyri í dag kl. 17. „Þar mun hann
fjalla um hin ævagömlu en gleymdu
tengsl milli mælskufræði og mál-
verka og sýna fram á hvernig aðal-
hugtök mælskufræðinnar hafa ver-
ið notuð í sköpun listaverka og
túlkun þeirra,“ segir í tilkynningu.
Giorgio Baruchello lauk doktors-
námi í heimspeki
frá Háskólanum í
Guelph í Kanada.
Hann ritstýrir
veftímaritinu
Nordicum-
Mediterraneum
sem vistað er
innan háskólans
á Akureyri. Ba-
ruchello flytur
erindi sitt á ensku og er aðgangur
ókeypis.
Mælskufræði og málverk
Giorgio Baruchello
- með morgunkaffinu
mbl.is
alltaf - allstaðar
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Lau 17/1 kl. 13:00
Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00
Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00
Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00
Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00
Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Lau 10/1 kl. 13:00
Fös 26/12 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00
Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 6/12 kl. 20:00 Sun 7/12 kl. 20:00 Lau 13/12 kl. 20:00
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Fös 12/12 kl. 20:00 Lau 20/12 kl. 20:00 aukas.
Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 7/12 kl. 20:00 23.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas.
ATH janúar sýningar komnar í sölu!
Jesús litli (Litla sviðið)
Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Sun 28/12 kl. 20:00
Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Mán 29/12 kl. 20:00
Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k.
Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun!
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Sun 14/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00
Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 15:00 aukas.
Sun 7/12 kl. 13:00 aukas. Lau 20/12 kl. 13:00
Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Lau 20/12 kl. 15:00 aukas.
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Ævintýrið um Augastein (Aðalsalur)
Lau 6/12 kl. 17:00 Sun 7/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 14:00
MP5 (Aðalsalur)
Fös 5/12 kl. 20:00 Fös 12/12 kl. 20:00 Mán 15/12 kl. 20:00
Útlenski drengurinn (Aðalsalur)
Fim 4/12 kl. 20:00 Lau 6/12 kl. 20:00
Lífið (Aðalsalur)
Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00
Lísa og Lísa (Aðalsalur)
Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00
Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00
Aðventa (Aðalsalur)
Sun 7/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00
Miðasala og nánari upplýsingar á midi.is og
í Gamla bíói 2 klst. fyrir sýningar s: 563 4000
Gamla bíó býður á barnaball
» Sun. 14. des kl. 13.00 og 16.00
X-mas, styrktartónleikar X977
» Þri. 16. des kl. 20.00
Útgáfutónleikar AmabAdamA
» Fim. 18. des kl. 22.00
Skötuveisla með Andreu Gylfa
» Þorláksmessa - 23. des kl. 11.30
Nýárs gala kvöld í Gamla bíó
» Fim. 1. jan 2015 kl. 18.00