Morgunblaðið - 02.12.2014, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Kvikmyndin Vonarstræti eftir leik-
stjórann Baldvin Z var valin besta
frumraunin á kvikmyndahátíðinni
Tallinn Black Nights í Eistlandi fyr-
ir helgi. Kvikmyndin var í keppnis-
flokki sem nefnist Tridens en í hon-
um eru myndir sem eru ýmist
fyrsta eða önnu kvikmynd leik-
stjóra frá Eystrasalts- og Norður-
löndunum.
Leikstjóri og framleiðendur
myndarinnar hljóta 5000 evrur í
verðlaun. Annar framleiðenda
myndarinnar, Júlíus Kemp, veitti
verðlaununum viðtöku í Tallinn og
leikið var myndband þar sem Bald-
vin Z þakkaði fyrir sig. Baldvin
komst ekki á verðlaunaafhend-
inguna þar sem hann er önnum kaf-
inn við tökur á sjónvarpsþáttaröð-
inni Ófærð. Baldvin er einn
leikstjóra þáttanna en hinir eru
Baltasar Kormákur og Óskar Þór
Axelsson, skv. tilkynningu.
Morgunblaðið/Ómar
Í tökum Baldvin Z komst ekki á verðlaunaafhendingu í Tallinn þar sem
hann var upptekinn við tökur á sjónvarpsþáttunum Ófærð.
Besta frumraunin í Tallinn
Þorfinnur Guðnason er einnfærasti sagnameistariþjóðarinnar. Brennandiáhugi hans og aðdáunar-
verð virðing fyrir viðfangsefnum
sínum hefur skilað sér í heimildar-
myndum sem löngum hafa hreyft við
og skemmt áhorfendum, hvort sem
söguhetjan er hagamúsin Óskar, ut-
angarðsmaðurinn Lalli Johns eða
náttúra „Draumalandsins“ Íslands.
Í nýjustu mynd sinni, Vikingo, fylgir
Þorfinnur bóndasyninum Jóni Inga
Gíslasyni eftir á vit framandi ævin-
týra í Dóminíska lýðveldinu. Þar
hefur Jón búið um árabil, samlagast
landi og þjóð og stundað ræktun á
verðlaunuðum bardagahönum sem
líkt og hann sjálfur hafa hlotið heið-
ursnafnbótina Vikingo. Myndin er
drifin áfram af mannlífslýsingum en
þó má með réttu segja að hanaatið
sé þungamiðja hennar enda er það
helsta ástríða Jóns og þjóðarsport í
hans nýju heimkynnum.
Þorfinnur reynir að hafa sem
minnst áhrif á breytni persóna þótt
augljóslega geti nærvera mynda-
vélar aldrei tryggt fullkomið hlut-
leysi. Söguhetjur tala nokkrum sinn-
um beint í myndavélina en að öllu
jöfnu heldur Þorfinnur sig til hlés.
Persónur eru ófeimnar og virðast
fullkomlega eðlilegar í umhverfi sínu
sem gerir frásögnina afar sterka.
Framvindan er línuleg, líkt og í
klassískum frásagnarkvikmyndum
en sögusviðin eru tvö, Ísland og
Dóminíska lýðveldið, svo myndin
miðlar tveggja heima sýn þar sem
þverþjóðlegir menningarheimar
kallast á. Jón Ingi og Chinola, kona
hans, hafa aðsetur í báðum löndum
og menning beggja þjóða skiptir þau
máli. Munur á efnahag landanna er
sláandi, íslenskar tekjur skötuhjú-
anna framfleyta þeim hér á Fróni en
ágóðinn af hanaræktuninni ytra fer í
að reka búið og halda uppi fólkinu
sem þar vinnur. Búinu er stýrt af
Rodolfo, stóískum ungum fjöl-
skylduföður sem ólst upp við ræktun
bardagahana. Hann sá fljótt hvaða
mann íslenski aðkomumaðurinn
hafði að geyma og ákvað að gera
hann að konungi í hanaatsræktun-
inni. Jón Ingi tekur einnig undir
sinn verndarvæng unga skóburstar-
ann og senuþjófinn Gabríel, sem læt-
ur afar stórkarlalega en er í raun
einlægur og þrautseigur pjakkur
sem þráir að hefja sig upp úr fátækt
og gera mömmu sína stolta.
Markvisst er klippt milli sena sem
gerast á framandi hanaati eða í ís-
lenskum fjárréttum þar sem menn
koma saman í afgirtum hringum og
metast um skepnur sem þeir hafa
lagt æru sína í að rækta og byggja
lífsviðurværi sitt á. Í báðum tilvikum
byggist ræktunin á samheldni eigin-
legra stórfjölskyldna þar sem átök
og uppskeruhátíðir skiptast á. Þjóð-
arsport og stolt hvors lands myndar
glettnar hliðstæður með tilheyrandi
hjátrú, hefðum og trúarbrögðum.
Nokkrar dóminískar aukapersónur
hnykkja svo kankvíslega á samlík-
ingunni við íslenskan veruleika.
Tannlaus trúbador þenur sig líkt og
monthani eða stoltur hrútur og
syngur um ástarævintýri með fögr-
um fljóðum eins og íslenskir bændur
gera gjarnan í réttum og vúdú-
nornin Amarilis kastar fram váleg-
um fyrirboðum sem drífa söguna
áfram, líkt og kvenskörungar gerðu
áður í Íslendingasögunum. Hanaat
er vissulega umdeilt og hanaslagir
myndarinnar bæði átakanlegir og
blóðugir. Þeir geta komið illilega við
kaunin á áhorfendum en það er þó
hananum eðlislægt að reyna að
drepa hvern þann hana sem vogar
sér inn á hans umráðasvæði. Bar-
dagahanar eru aldir lengi í vellyst-
ingum og miklu frjálsræði en síðan
þjálfaðir líkt og afreksíþróttamenn.
Slíkt er algjör andstæða við hlut-
skipti hænsna sem ræktuð eru til
manneldis. Líkt og kjötið af fjalla-
lömbum sem fer úr sláturhúsinu og
upp á disk Íslendinga fer dauði han-
inn í pottrétt hinna fátæku í Dómin-
íska lýðveldinu.
Titillag myndarinnar er afar dill-
andi og hrynjandi myndefnisins al-
mennt hrífandi. Þorfinni bregst ekki
bogalistin fremur en fyrri daginn,
hann heldur stöðugt áfram, líkt og
söguhetjurnar Jón Ingi og Gabríel,
að elta drauma sína af þrautseigju
víkingsins og finna sér þar með far-
veg heim.
Hver vegur að heiman er vegurinn heim
Hanaatskóngur Jóni Ingi Gíslason stígur dans í kjölfar sigurs Vikingo-bardagahana í hanaati í heimildarmynd Þor-
finns Guðnasonar, Vikingo. Þorfinni bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, segir meðal annars í gagnrýni.
Sambíóunum Kringlunni,
Keflavík og Akureyri
Vikingo bbbbn
Leikstjórn: Þorfinnur Guðnason. Fram-
leiðsla, kvikmyndataka og klipping: Þor-
finnur Guðnason og Jón Atli Guðjóns-
son. Heimildarmynd, 80 mín. Ísland,
2014.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars
von Trier er hættur að neyta áfeng-
is og eiturlyfja og farinn að sækja
AA-fundi. Í viðtali við danska dag-
blaðið Politiken segist hann óttast
að leikstjórnarferill sinn sé á enda
þar sem hugmyndirnar hafi
streymt til hans þegar hann hafi
verið undir áhrifum vímuefna. „Ég
veit ekki hvort ég get búið til fleiri
myndir og það angrar mig,“ segir
von Trier. Viðtalið er það fyrsta
sem hann veitir eftir að hafa
hneykslað fjölmiðla á kvik-
myndahátíðinni í Cannes árið 2011
þegar hann sagðist skilja Adolf Hit-
ler. Von Trier segir engin merkileg
listaverk hafa verið sköpuð af fyrr-
um drykkjumönnum eða eitur-
lyfjafíklum. Hann segir að þegar
hann hafi skrifað handritin að kvik-
myndum sínum hafi hann drukkið
heila vodkaflösku á dag og tekið
inn skynörvandi efni.
Von Trier óttast að ferlinum sé lokið
AFP
Edrú Leikstjórinn Lars Von Trier.
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
7
12
POWERSÝNING
KL. 10
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
L
MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 5:30 - 7 - 10 (p)
MÖRGÆSIRNAR Sýnd kl. 5
DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20
NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar