Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 15
Árni Bergmann
„Og færir Ijós inn í tóm
eilífðarinnar“
Um helgun og afhelgun bókmenntanna
Skáldskapurinn hefur löngum verið tengdur trú.enda sagði þýska skáldið Novalis
eitt sinn: „Hið sanna skáld er alltaf prestur". En nú virðist vera að losna mjög
um tengsl bókmennta við eilíf sannindi, spádómsgáfu, æðri skilning og uppeldi
til göfugra tilfinninga, og þar með hafna þær í sama flokki og aðrir textar — þær
afhelgast.
Það segir sig sjálft, að það er hægt að nálg-
ast viðfangsefni eins og trú og bókmenntir
á marga vegu — allt eftir því hvað menn
vilja upplýsa sjálfa sig og aðra um. Það er
líka hægt að sneiða af bókmenntunum lítinn
geira og skoða hann grannt til að leita þar
að „trúarlegum viðfangsefnum“' eða hafa
því sem næst samanlagðar bókmenntimar
undir í sama skyni og drukkna fullkomlega
í efninu (og hræddur er ég um að einmitt
þannig fari nú fyrir mér).
Hvað segið þið um prestinn okkar?
Segjum til dæmis að við viljum skoða það,
hvemig sjálf umræðan um trúmál og um
trúarlegar stofnanir, um stöðu og hlutverk
þeirra í samfélaginu, kemur fram í bók-
menntum. Þá geta menn einhent sér á að
skoða prestinn í íslenskum skáldsögum og
söguljóðum, byrjað kannski á séra Sigvalda
hjá Jóni Thoroddsen, komið við hjá klerk-
inum drykkfellda sem messaði á Mosfelli í
Ijóði Einars Benediktssonar og endað á Jóni
Prímus í Krístnihaldi undirJökli. Við gæt-
um séð í þessari fylkingu bókmenntapresta
vissa þróun. Við byrjum á greinilegum
klerkafjandskap, sem kannski á sér skýr-
ingu í því að rithöfundar sáu við upphaf
íslenskrar skáldsagnagerðar í prestum
keppinauta sem höfðu lengst af einokað hið
andlega svið, haldið þar uppi einskonar
einsflokkskerfi. Þar til við komum að því
að presturinn, Jón Prímus til dæmis, er eins
og tekinn í sátt, en er þá ef til orðinn um leið
eitthvað allt annað en dæmigerður kirkj-
unnar þjónn. Við getum líka skoðað skáld-
sögur eins og Ofurefli og Gull Einars
Kvarans þar sem presturinn, séra Þorvald-
ur, er sem hugsjónamaður ekki aðeins boð-
beri nýguðfræði í slag við helvítið grimma
hinum megin, sem honum finnst eitra sál-
imar; hann er um leið alþýðuvinur í slag við
TMM 1993:2
13