Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 32
tók lifnaðarhætti þorpara, og þá fyrir það að þeir voru inngrónir í sálarlíf hans frá bernskuárunum. Þar höfðu þessir lifnaðar- hættir tekið á sig kynjamyndir fyrir frjó- semi sálarlífs hans, þótt væru upplagi hans framandi, einkum þeim þáttum skapgerðar hans sem lutu að bókmenntunum. Með því að útmála sjávarþorpslifnaðinn með æ sterkara orðafari var hann að hrista af sér þessar minningar og leita fyrir sér í öðru umhverfi en uppruninn bauð honum. En löngunin til að fínna sér stað fylgdi honum alltaf, og hann hafði búið of lengi við að- stæður sem honum voru í sjálfum sér fram- andi til að hann næði að festa rætur með hætti sem honum væri eiginlegri. Steinar þráði hafið af allt að því sjálfs- morðskenndri ástríðu; þá líklega þann urn- breytileika sem í því er fólginn. Þráði að komast burt og renna saman við takmarka- leysi hafsins. Þessi þrá er bundin bernsku- minningum og er tærast lýst í ljóðabókinni Fellurað (1966). í henni eru verulega fall- eg ljóð, ómengaðar tilfinningar. Ljóðum þessum fylgir sá heilbrigði metnaður að komast úr þröng til víðáttu, frá því sem þjakar hugann til þess sem veitir honum frelsi. Fyrsta skáldsagan er a.m.k. hlutlaus gagnvart lifnaðarháttum sjávar- þorpsins, þröngsýninni; Ástarsaga (1952) er allgóð skáldsaga en kallar á það hugarfar með lesandanum sem Steinari var síður en svo í mun að næði til verka hans, hlutleysi, kæru- leysi. Þetta er svo smálegt allt að það krefst umburðarlyndis af hálfu lesandans. Seinna réðst hann á þetta verk sitt og endurskrifaði á stuttum tíma, og varð nú allt miklu ástríðubundnara og svipdrættirnir að sama skapi rosalegri. Blandað í svartan dauðann (1967) er hreint ekki sem verst heldur en vissulega hefði farið betur á að draga úr ýkjum og ágengni við söguþráðinn. Ég hef haft á orði við þig áður hversu einlit lýsing íslenskra rithöfunda er á mannlífi í sjávar- þorpum landsins. Líklega varð Steinar fyrstur til að skrifa af fullri ástríðu um ógeð sitt á þeirri lágkúru sem þar var sögð þrífast, en margir hafa orðið til þess síðan. Það er eins og hið bókmenntalega sjávarþorp hafi orðið að bókmenntasinnuðum kamri þar sem gera megi öll sín stykki. Skáldsögur gera okkur ekki að betri mönn- um heldur kenna okkur aðferðir til að bjarg- ast af við þau kjör sem okkur eru búin. Við látum blekkjast við valdar aðstæður, af sög- unni, og smámsaman lærum við hvaða að- ferðir þarf til þess, hvað til þarf svo við gerumst leiðitöm. Við lærum af sögulestri að halda aftur af tilfinningum okkar, láta þær ekki taka af okkur stjóm; þótt upplifun- in nái til hjartans stýrir skynsemi og vilji til ígrundunar. Við krefjumst þess ekki af höf- undi, ef við kunnum okkur, að hann leiði okkur til betra mannlífs, en ætlumst til hins að hann veiti okkur innsýn í einhverskonar raunveruleika og við sjálf verðum því betur hæf til að gera upp við þær staðreyndir. Sjálf viljum við ráða því hvort við tökum til við að bæta þetta mannlíf sem varpað hefur verið ljósi á, stöðugri vegna leiðsagnarinn- ar sem við höfum hlotið, eða á hinn bóginn hvort við ætlumst það eitt fyrir að stækka okkar hlut. Að snúast gegn höfundi sem sýnir okkur óhrjáleika með kröfum um að hann gerist móralisti og hefji krossferð gegn þeim ófrýnileika er heimska. Til skáldsöguhöfundar hæfir ekki að gera aðrar kröfur en bókmenntalegar. Á hinn bóginn er við hæfi að ætla skáldi sama siðferði og öðrum mönnum, það er prívatmanninum. v 30 TMM 1993:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.