Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 43
Jón Hallur Stefánsson Hesturinn og vatnið Um vögguþulur García Lorca og f Magnúsar Asgeirssonar Hér er þekkt þýðing Magnúsar Ásgeirssonar á kvæði eftir Lorca borin saman við frumgerðina. Kvæðin eru ólík á margan hátt. Kvæði Magnúsar innblásin þýðing sem sver sig í ætt við íslensk kvæði og hefur orðið „mikilvægari fýrir íslenskar bókmenntir en frumorta Ijóðið er fyrir þær spænsku". í greininni er fjallað um ýmsa merkingarþætti, svo sem tákn, í þessum kvæðum. í desember árið 1928 hélt Federico García Lorca fyrirlestur um spænskar vöggu vísur.1 Þar talar skáldið meðal annars um „vinsæl- ustu vögguvísu í Granadahéraði“. Hún hljóðar svona: A la nana, nana, nana, a la nanita de aquel que llevó el caballo al agua y lo dejó sin beber. Orðrétt þýðing myndi hljóða einhvem veginn svona: Hér er vísa, vísa, vísa,2 / vísukorn um (manninn) þann / sem fór með hestinn að vatninu / en leyfði honum ekki að drekka. Lorca telur þetta gott dæmi um þá tegund vögguvísna sem setja á svið einfalt og óljóst drama fyrir bamshugann að Ijúka við. Vís- an er mjög kyrrlát, segir hann, en þó gefur laglínan henni ískyggilegan undirtón, svo að för þessa aquel (spænska tilvísunarfor- nafnið ,,sá“) niður að vatninu verður ein- kennilega örlagaþrungin, og ekki síður það undarlega athæfi hans að leyfa hestinum sínum ekki að drekka. Sumarið áður hafði Lorca rekist á dag- blaðsfrétt sem varð kveikjan að leikritinu Blóðbrúðkaup. Einhvern tíma á með- göngutíma verksins hefur vögguvísan ratað inn í leikritið, umbreytt og aukin í heilt ljóð, ,,Vögguþuluna“ sem Magnús Ásgeirsson þýddi og sem er prentuð hér í heild aftan- máls.3 Þetta er ein ástsælasta þýðing Magnúsar og langþekktasti texti eftirLorca áíslensku. En ljóðið sem við þekkjum er ekki ljóðið sem Lorca orti. Þýðingin er nefnilega svo að segja staðfærð að íslenskri vitund (frem- ur en veruleika). Frumtextinn felur í sér afar óljósa spásögn en klifar á mynd sem býður heim táknrænum lestri; þýðingin lítur út einsog forspá, gæti verið feigðardraumur úr íslenskri fomsögu — konu sem dreymir hest manns síns blóði drifinn — og myndin sem Lorca hamrar á er nánast horfín. TMM 1993:2 41 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.