Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 43
Jón Hallur Stefánsson
Hesturinn og vatnið
Um vögguþulur García Lorca og
f
Magnúsar Asgeirssonar
Hér er þekkt þýðing Magnúsar Ásgeirssonar á kvæði eftir Lorca borin saman
við frumgerðina. Kvæðin eru ólík á margan hátt. Kvæði Magnúsar innblásin
þýðing sem sver sig í ætt við íslensk kvæði og hefur orðið „mikilvægari fýrir
íslenskar bókmenntir en frumorta Ijóðið er fyrir þær spænsku". í greininni er
fjallað um ýmsa merkingarþætti, svo sem tákn, í þessum kvæðum.
í desember árið 1928 hélt Federico García
Lorca fyrirlestur um spænskar vöggu vísur.1
Þar talar skáldið meðal annars um „vinsæl-
ustu vögguvísu í Granadahéraði“. Hún
hljóðar svona:
A la nana, nana, nana,
a la nanita de aquel
que llevó el caballo al agua
y lo dejó sin beber.
Orðrétt þýðing myndi hljóða einhvem veginn
svona: Hér er vísa, vísa, vísa,2 / vísukorn um
(manninn) þann / sem fór með hestinn að vatninu
/ en leyfði honum ekki að drekka.
Lorca telur þetta gott dæmi um þá tegund
vögguvísna sem setja á svið einfalt og óljóst
drama fyrir bamshugann að Ijúka við. Vís-
an er mjög kyrrlát, segir hann, en þó gefur
laglínan henni ískyggilegan undirtón, svo
að för þessa aquel (spænska tilvísunarfor-
nafnið ,,sá“) niður að vatninu verður ein-
kennilega örlagaþrungin, og ekki síður það
undarlega athæfi hans að leyfa hestinum
sínum ekki að drekka.
Sumarið áður hafði Lorca rekist á dag-
blaðsfrétt sem varð kveikjan að leikritinu
Blóðbrúðkaup. Einhvern tíma á með-
göngutíma verksins hefur vögguvísan ratað
inn í leikritið, umbreytt og aukin í heilt ljóð,
,,Vögguþuluna“ sem Magnús Ásgeirsson
þýddi og sem er prentuð hér í heild aftan-
máls.3
Þetta er ein ástsælasta þýðing Magnúsar
og langþekktasti texti eftirLorca áíslensku.
En ljóðið sem við þekkjum er ekki ljóðið
sem Lorca orti. Þýðingin er nefnilega svo
að segja staðfærð að íslenskri vitund (frem-
ur en veruleika). Frumtextinn felur í sér afar
óljósa spásögn en klifar á mynd sem býður
heim táknrænum lestri; þýðingin lítur út
einsog forspá, gæti verið feigðardraumur úr
íslenskri fomsögu — konu sem dreymir
hest manns síns blóði drifinn — og myndin
sem Lorca hamrar á er nánast horfín.
TMM 1993:2
41
L