Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 47
Illar hvíldir Til að koma þessu í kring þarf hann að fella niður og bæta við. Þó er ekki nema sann- gjamt að taka fram að báðar myndirnar sem Magnús klifar á í viðlaginu, hesturinn „úti í ánni“ og blóðið sem vætlar niður vanga hans eiga sér ákveðna stoð eða átyllu í frumtextanum. Fyrri hluti þriðja erindisins virðist til að mynda skýra blóðið í vöngum hestsins á báðum tungumálunum: Las patas heridas, las crines heladas, dentro de los ojos un puhal de plata. Bajaban al río. jAy cómo bajaban! La sangre corría más fuerte que el agua. Fæturnir særðir / faxið augunum / silfurhnífur. hvemig (þau/þeir) fóru vamið. Rauð í faxi rótin, rista niður fótinn, silfursax í auga! — Samleið áttu menn fram á fljótsins eyri. Flaut úr æðum dreyri, villtari öllum vötnum. Vakir Ijúfur enn? frosið (frosthvítt). / Inni í / Fóru niður að ánni. / Æ, ! / Blóðið rann / stríðar en Fyrst um silfursaxið. Auðvitað er hugsan- legt að ímynda sér að hesturinn hafí verið stunginn í augað. Á móti því mælir að í frumtextanum er bara nefnt eitt vopn en bæði augun. Skýringin er líklega sú að aug- un eru gjaman speglar hjá Lorca og frekar en að sjá raunverulegt vopn úr silfri spegl- ast í augum hestsins" finnst mér ráðlegt að minnast þess að silfrið er málmur tunglsins og líta á hnífmn sem blik tunglsins í hests- augunum, mynd sem kallast á við „silfur- flugumar“ í næsta erindi, einsog ég kem að á eftir. Þó við sláum þessu föstu (upp á mína ábyrgð) þá er sú myndlíking að láta tungl- skinið koma fram sem silfurhníf ískyggileg í sjálfu sér, sérstaklega í leikriti þar sem tunglið á eftir að koma fram sem persóna sem undirbýr og sviðsetur blóðsúthellingar líkt og fómarathöfn. Myndlíking frumtext- ans er þó alls ekki jafn svakaleg og „silfur- sax“ þýðingarinnar sem manni finnst vera raunverulega á kafi í auganu. Þýðandinn lætur sér reyndar ekki nægja þá limlestingu heldur er „rista“ á fæti og faxið er rautt í rótina, hugsanlega af blóði. Þessi óhugnað- ur allur og óskiljanlegar limlestingar á skepnu sem flestum íslendingum þykir vænt um myndar sterka andstæðu við þá kyrrlátu athöfn þegar móðir svæfir bamið sitt. Þessi spenna er kjaminn í íslenska ljóð- inu. Seinni hluti þessa erindis bryddar upp á nýjum tíðindum. Texti Magnúsar býður upp á nokkuð skýra mynd af blóðsúthellingum. Spænski textinn er allmiklu óljósari, það gerist eitthvað en við verðum að giska á hvað það er. Lorcafræðingar virðast þó sammála Magnúsi um að þessar ljóðlínur séu forspá um þann atburð seinna í leikrit- inu þegar brúðguminn og Leonardo drepa hvor annan með hnífum. Það em þá þeir tveir sem „fara niður að ánni“ og þeirra blóð sem rennur hraðar en vatnið. En mig langar til að benda á að þessi frásagnardrög eru svo óljós og véfréttarleg að það er hægt að lesa útúr þeim allt aðra og geðslegri atburði. Vísuorðið „Bajaban al río“ í fmmtextanum þýðir að fleiri en ein manneskja fara niður að ánni, textinn að- greinir ekki hvort um sé að ræða ,,þá“, ,,þær“ eða ,,þau“. Hér kemur upp í hugann upphafslína úr frægu ljóði Lorca um eigin- konuna ótrúu: „Y que yo me la bajé al río“: „Og ég leiddi hana niður að ánni.“ í því ljóði er árbakkinn eðlilegur vettvangur samfara manns og konu, þau fara þangað sem vatnið streymir. Líka mætti líta aftur í lokaþátt leikritsins þar sem maður og kona eru komin niður að á, standa meira að segja TMM 1993:2 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.