Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 48
úti í henni þegar við skiljum við þau, blóðið í æðum þeirra rennur svo sannarlega hraðar en vatnið því þau hafa fylgt kalli ástríðunn- ar, eru hundelt af mönnum og vættum og vita bæði að bráðum verður maðurinn drep- inn. Lorca gefur tvíbentar upplýsingar um hvort parið hafi notist. Stúlkan lýsir yfir sakleysi sínu í lokasenunni með móður brúðgumans en skógarhöggsmennirnir þrír í upphafí þriðja þáttar, sem eru goðsöguleg- ar verur einsog aðrir íbúar kynjaskógarins sem er vettvangur manndrápanna, virðast vita betur. „Líkami hennar var honum ætl- aður og líkami hans henni,“ segir einn þeirra. „Þeirra er leitað og þau verða drep- in,“ svarar annar. „En þá verða þau búin að blanda blóði sínu og verða einsog tvær tóm- ar könnur, tveir þurrir lækir,“ segir sá þriðji.12 Hvað sem því líður finnur hestur ástríð- unnar sitt vatn. Þegar vögguvísan er á enda kemur skýrt fram í leiktextanum að Leon- ardo leggur hug á aðra konu. Síðan syngja mæðgurnar hluta af vögguvísunni aftur en þegar kemur að viðlaginu, eftir að minnst er á árbakkann og rennsli blóðs og vatns, sy ngur eiginkonan,, hægt og einsog dreym- andi“: Duérmete, clavel, que el caballo se pone a beber. Sofnaðu, nellika, / því hesturinn tekur að drekka. Eftir það ljúka konurnar laginu grátandi. Hvort sem þær hafa séð fyrir hjúskaparbrot eða blóðsúthellingar er grunur þeirra nú orðinn að vissu og þær vita að ástríðan sem hesturinn stendur fyrir mun kalla yfir þær ógæfu. En að þessu kemur ekki strax, heimilis- heim og vögguljóðið faðirinn er ókominn er ekki búið: No quiso tocar la orilla ntojada su belfo caliente con moscas de plata. A los montes duros solo relinchaba con el río muerto sobre la garganta. i Ay caballo grande que no quiso el agua! jAy dolor de nieve, caballo del alba! Silfurfölan flipann forðast hann að væta, mænir miðja vega milli bakka og áls, — knýr með klökku hneggi klettaíjallsins veggi, nteðan örend áin um hann vex í háls! Hvíti næturhestur, heljarfljótsins gestur! Mjöll í myrkri og blóði! Morgunroðafax. Vi ldi ekki snerta / votan bakkann / heitur fl ipi hans / með silfurflugum. / Að hinum hörðu fjöllum / hneggjar hann einn / með dauða ána / á kverkun- um. / Æ, stóri hestur / sem vildi ekki vatnið. / Æ, snjókvöl (=snjóhvíta kvöl), / hestur dögunarinnar! Hér er ákveðin þversögn milli tveggja at- riða í spænska textanum sem sá íslenski leysir með því að styrkja annað atriðið og einfalda hitt. Hesturinn vill annars vegar ekki snerta votan árbakkann en hins vegar er sagt að „dauð áin“ liggi á hálsinum á honum, eða kokinu því „garganta" þýðir oftar en ekki kok. Mér er næst að halda að „dauða áin“ sé ekki hin raunverulega á, að hesturinn standi alls ekki úti í ánni. Að dauða áin sé einskonar and-á, tákn vatnsins sem ekki er drukkið, gagnast ekki sem lífs- kraftur, að dauða áin sé þorsti. En hesturinn lætur ekki undan, vill ekki drekka, afneitar þorsta sínum og losta, hneggjar þess í stað „einn“ að andstæðu vatnsins, ,,hörðum“, gróðursnauðum fjöllum. A þessum punkti eru kvæðin sláandi ólík. I stað þess að vera úti í ánni og „mæna miðja vega milli bakka og áls“ forðast hest- ur Lorca að snerta vatnið, vill ekki einu sinni koma við votan bakkann með flipan- um sem drýpur „silfurflugum", svitadrop- 46 TMM 1993:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.