Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 54
lesandanum ekki óvirkur lestur einsog í lesanlega textanum, heldur krefur hinn skrifanlegi texti lesandann um virkni, býð- ur fram samstarf um sköpun sína þarsem lesandinn skrifar áfram í textaopin. Einsog liggur í nöfnum þessara tveggja texta- tegunda getur maður einungis lesið lesan- legan texta, segir Barthes; skrifanlegan texta getur maður, og á og etv. verður, að skrifa áfram, eða túlka. í lesanlegum texta er lesandinn aðeins neytandi en í skrifan- legum texta tekur lesandinn þátt í sköpun textans. Með dálítið einfaldari orðum mætti segja að skrifanlegur texti sé margfaldur og flókinn texti sem þarfnast virkrar túlkunar lesandans svo hann skiljist, en lesanlegur texti er einfaldur og auðlesinn texti sem ber sína merkingu á yfirborðinu. Hér er rétt að hafa í huga að texti er flókið fyrirbæri og getur því sjaldnast flokkast algerlega undir aðra hvora textategundina. Barthes er sjálf- ur meðvitaður um þetta vandamál og nær öll bók hans S/Z gengur út á það að sýna fram á hina skrifanlegu eiginleika tiltekins lesanlegs texta. í tímaritsgrein sinni ,,Er ekki nóg að lífið sé flókið?“ fjallar Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur um skáldsögur Thors Vilhjálmssonar. Þar lýsir Ástráður hinum módernísku verkum Thors og á þar við Fljótt fljótt sagði fuglinn, Óp bjöllmnar, Mánasigð og Tumleikhúsið. Lýsing Ást- ráðs kemur mjög vel heim og saman við hugmynd Barthes um hinn skrifanlega texta, en Ásttáður segir: Persónur eru oftast nafnlausar og það er tíðum erfitt að greina á milli þeirra, auk þess sem þær eiga það til að renna saman eða klofna sundur; iðulega er ógjörlegt að henda reiður á hver segir frá, sjónarhornið rásar til á afar ruglingslegan hátt, tíminn er á tjá og tundri, litlir tilburðir eru til að skapa sögufléttu og umhverfi sögunnar tekur næsta ólíkindalegum hamskiptum.2 Ovirkur lestur dugar greinilega skammt þegar þegar þessir módemísku textar Thors eru annars vegar, enda krefja þeir lesandann um virkni og mikið flökt við lesturinn í leit að merkingu. Margar bækur Thors seldust ekki vel þrátt fyrir lof gagnrýnenda. En það sama er ekki að segja um Grámosann. Með útkomu hans varð Thor allt í einu vinsæll, fékk fjölda verðskuldaðra verðlauna og Grámosinn seldist mjög vel. Aðalástæðuna fyrir þess- um skyndilegu vinsældum Thors, tel ég liggja í því, og er sjálfsagt ekki ein um þá skoðun, að með Grámosanum færði Thor sig frá hinum skrifanlega módemisma yfir í það sem ég vil kalla póstmódemisma: Andstætt hugmyndafræði módemismans verður eitt af aðalviðfangsefnum Grámos- ans það að segja sögu: Hér bera persón- umar nafn, ferðalagið er að hluta til land- fræðilegt, grunnsögufléttan er hefðbundin sakamálasaga, og tiltölulega auðvelt er að henda reiður á tímanum og umhverfínu. Thor notfærir sér tækni hefðbundinnar frá- sagnarlistar og fyrir vikið varð skáldsagan epískari — sagði meiri sögu og varð þar af leiðandi auðlesnari en módemísku verkin hans. I Grámosanum fléttar Thor saman lesanlegum og skrifanlegum þáttum, ef við höldum okkur við hugtök Barthes. Saka- málasagan um Sólveigu Súsönnu og Sæ- mund Friðgeir er lesanlegur texti sem skilst auðveldlega án djúpra pælinga. Saman við þessa glæpasögu fléttast svo hinn skrifan- legi þáttur sögunnar: Þroskasaga Ásmund- ar og barátta hans við að sætta eðlin tvenn sem búa í honum. Þessi þáttur sögunnar 52 TMM 1993:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.